1Og er hann kom til Derbe og Lystra, hitti hann þar einn lærisvein að nafni Tímóteus; móðir hans var Gyðingaættar og hafði tekið trú, en faðirinn var grískur a).2Sá hafði góðan orðstír af bræðrunum í Lystra og Ikoníu.3Páll vildi hafa þennan með sér og umskar hann, sökum Gyðinga, er voru í þeim stöðum, því allir vissu að faðir hans var Grískur.4Þá þeir nú fóru um borgirnar, buðu þeir mönnum að halda þá setninga, sem ályktaðir voru af postulunum og öldungunum í Jerúsalem.5En söfnuðirnir styrktust í trúnni og fjölguðu dag frá degi.6Á ferð þeirra um Frygíu og Galataland var þeim bannað af heilögum Anda að kenna orðið í Asíu;7og sem þeir voru komnir að Mysíu, áformuðu þeir að fara til Bityníu, en Andinn leyfði þeim það eigi.8Þeir fóru þá framhjá Mysíu og niður til Tróas.
9Páli vitraðist þá sú sjón um nóttina, að maður masedonískur stóð hjá honum, og bað hann svo segjandi: kom yfir til Masedoníu og hjálpaðú oss!10Undir eins og hann hafði þessa vitrun fengið, leituðumst vér strax við að komast yfir til Masedoníu, fullvissir um, að Guð Drottinn hefði kallað oss þangað til að boða þar náðarboðskapinn.11Nú lögðum vér út frá Tróas og sigldum beinleiðis til Samótrasíu,12en næsta dag til Neapólis og þaðan til Filippí, sem er höfuðborg í þeim hluta Masedoníu, og er (rómversk) nýlenda.13Í þessari borg dvöldum vér nokkra daga, og einn helgan dag gengum vér út fyrir borgarhliðið til árinnar b), þar sem vant var að biðjast fyrir, settumst þar niður og töluðum við konur þær, sem þar voru samankomnar.14Og kona nokkur guðhrædd úr Týatíra borg, að nafni Lydía, er seldi purpura, heyrði til. Hennar hjarta opnaði Guð svo að hún gaf gaum að Páls ræðu.15Og sem hún og hennar hús var skírt, bað hún oss svofelldum orðum: ef þið álítið mig trúa Drottni, þá komið í mitt hús og staðnæmist þar! og hún neyddi oss til þess.
16Nú skeði svo, er vér gengum til bæna, að þerna nokkur, sem hafði spásagnaranda, mætti oss, hvör eð ávann lánadrottnum sínum mikið fé með því að spá.17Hún hljóp eftir úr Páli og oss og hrópaði: þessir menn eru þjónar Guðs hins hæsta, þeir eð kunngjöra oss hjálpræðisins veg.18Þetta gjörði hún í marga daga. Páli féll það illa, sneri sér við og sagði til andans: eg skipa þér í nafni Jesú Krists, að þú farir út af henni! og hann fór út á samri stundu.19Nú sem hússbændur hennar sáu, að sín ábatavon var úti, gripu þeir Pál og Sílas, og drógu þá á torgið til yfirvaldanna; færðu þá síðan höfuðsmönnum og sögðu:20þessir menn, sem eru Gyðingar, óróa borg vora,21og boða oss siðu þá, sem oss, rómverskum mönnum, leyfist hvörki að þýðast, né fylgja.22Múgurinn æstist og gegn þeim, en höfuðsmennirnir skipuðu að fletta þá klæðum og húðstrýkja þá.23Og eftir það þeir höfðu fengið mörg slög, var þeim kastað í myrkvastofu og myrkvastofuverðinum boðið, að gæta þeirra vandlega.24Samkvæmt skipuninni, kastaði hann þeim í hið innsta varðhald, og setti fætur þeirra í stokk.
25Um miðnætti báðust þeir fyrir, Páll og Sílas, og lofsungu Guði, en (hinir) fangarnir hlustuðu þar á.26Þá varð skyndilega jarðskjálfti mikill, svo að hristist grundvöllur fangelsisins; jafnskjótt opnuðust allar dyr og fjötrarnir duttu af öllum;27en þá myrkvastofuvörðurinn vaknaði og sá myrkvastofu dyrnar opnar, dró hann sverðið og vildi fyrirfara sér, því hann hélt bandingjana burtflúna.28En Páll hrópaði þá upp og sagði: gjör þér ekkert illt! vér erum hér allir.29Hann heimti þá ljós, stökk inn og féll felmtsfullur til fóta Páli og Sílasi, leiddi þá út og sagði:30Herrar! hvað á eg að gjöra, svo eg verði hólpinn?31þeir sögðu: trúðú á Drottin Jesúm Krist, þá verður þú hólpinn og þitt hús.32Síðan tjáðu þeir honum lærdóm Drottins og öllum þeim, er í hans húsi voru;33því samstundis um nóttina tók hann þá með sér og þvoði benjar þeirra, og var hann strax skírður og allir hans menn.34Og sem hann hafði leitt þá í sitt hús, setti hann borð fyrir þá, og var glaður ásamt öllu sínu heimafólki yfir því að hann trúði á Guð.35Þegar bjart var orðið, sendu höfuðsmennirnir veldisþjónana a) með svolátandi skilaboð: láttu þessa menn lausa!36En myrkvastofuvörðurinn kunngjörði Páli þessi orð: höfuðsmennirnir sendu hingað, að þér skylduð lausir látast. Gangið því nú út, og farið í friði!37Páll ansaði þeim: þeir hafa opinberlega látið húðstrýkja oss, sem erum rómverskir menn, án dóms, og setja í myrkvastofu, og nú ætla þeir leynilega að reka oss á burt. Ekki skal svo vera, heldur komi þeir sjálfir og leiði oss út.38Veldisþjónarnir kunngjörðu þessi orð höfuðsmönnunum. Þeir urðu hræddir, þá þeir heyrðu að það væru rómverskir menn,39komu og fóru vel að þeim, og er þeir höfðu leitt þá út, báðu þeir þá að fara úr borginni.40Eftir að nú Páll og Sílas voru sloppnir úr þessu varðhaldi, fóru þeir til Lydíu, fundu þar bræðurna, upphvöttu þá, og fóru svo burt.
Postulasagan 16. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:35+00:00
Postulasagan 16. kafli
Páll umsker Tímóteus, vitjar safnaðanna og kemur til Tróas; fær vitrun; fer til Masedoníu og snýr Lydíu til kristni; rekur út spásagnaranda; er húðstrýktur og settur í fangelsi; fangelsið opnast sjálfkrafa; fangavaktarinn tekur trú; Páll er látinn laus.
V. 1. sjá 2 Tím. 1,5. a. Grískur þ. e. heiðinn. V. 3. sjá 1 Kor. 9,10. sbr. Gal. 2,3. V. 4, sjá 15,28–29. V. 13. b. Borgin Filippí lá við ána Strýmon. V. 35. a. Veldisþjónar (lictores) kölluðust þjónar, sem gengu á undan æðstu yfirvöldum, báru veldismerkin fyrir þeim og greiddu veg þeirra.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.