1Nú komu nokkrir ofan frá Júdeu, sem kenndu bræðrunum svo: ef þér ekki umskerist að sið Mósis, þá getið þér ekki orðið hólpnir.2Þegar úr þessu varð ekki lítil misklíð og þrætni milli Páls og Barnabasar og þeirra, var það afráðið að Páll og Barnabas, og nokkrir aðrir af hinum, færu til postulanna og öldunganna upp til Jerúsalem, áhrærandi þennan ágreining.3Söfnuðurinn fylgdi þeim á veg. Síðan ferðuðust þeir um Fönisíu og Samaríulönd og sögðu frá siðaskiptum c) heiðingjanna, hvað eð olli mikils fagnaðar öllum bræðrunum.4En þegar þeir komu til Jerúsalem, var þeim vel tekið af söfnuðinum og postulunum og öldungunum, hverjum þeir og inntu, hversu miklu Guð hefði til leiðar komið fyrir þeirra umsýslun.5En nokkrir trúaðir af faríseanna flokki risu þá upp, og sögðu: ekki má annað, enn að þeir umskerist, og þeim sé tilhaldið að halda Mósislög.
6Þá söfnuðust postularnir og öldungarnir saman til að líta á þetta mál.7Eftir langa umræðu, stóð Pétur upp og mælti: góðir menn og bræður! þér vitið, að Guð fyrir löngu hefir hagað því svo, að eg á meðal vor yrði valinn til þess, að heiðingjar skyldu fyrir minn munn heyra náðarboðskapinn og trúa;8og að Guð, sá eð allra hjörtu þekkir, vitnaði þá þeim í vil, gefandi þeim heilagan Anda, eins og oss,9og gjörði engan greinarmun vor og þeirra, þar hann hreinsaði með trúnni þeirra hjörtu.10Hví freistið þér þá Guðs, með því að leggja það ok á lærisveinanna háls, er hvörki feður vorir né vér megnuðum að bera?11Vér trúum þó því, að vér verðum hólpnir fyrir náð Drottins Jesú, eins og þeir.12Nú þagnaði múgurinn, og hlustaði á frásögu Barnabasar og Páls um það, hvörsu mikil tákn og stórmerki Guð hefði látið þá framkvæma meðal heiðinna þjóða.13Eftir að þeir voru þagnaðir, tók Jakob til máls og sagði:14góðir menn og bræður! heyrið mig! Símon hefir fráskýrt, hvörninn Guði þóknaðist í fyrstu að útvelja af heiðingjum fólk til sinnar viðurkenningar,15og þessu samhljóða ummæli spámannanna, því svo stendur skrifað:16„eftir þetta mun eg koma aftur og endurbyggja þá föllnu tjaldbúð Davíðs; það, sem hrunið er af henni, vil eg uppbyggja og reisa hana við aftur,17svo að hinir aðrir menn leiti Drottins, og allar þær þjóðir yfir hvörjum mitt nafn nefnist a)“.18Þetta segir Guð, sá eð hefir framkvæmt þetta b).19Því álykta eg, að ekki skuli íþyngja þeim, er frá heiðni snúast til Guðs;20heldur skrifa þeim til, að þeir haldi sér frá allri flekkan af skurðgoðum, og frá frillulífi og frá köfnuðu og frá blóði.21Því frá fornri tíð hefir Móses haft sína prédikara í hvörri borg, og er lesinn í samkundunum alla helgidaga.
22Þá leist það postulunum og öldungunum og öllum söfnuðinum, að útvelja menn af sinni álfu og senda þá með Páli og Barnabasi til Antíokkíu, Júdas, kallaðan Barsabas og Sílas, hvörjir er stóðu í miklu áliti hjá bræðrunum,23og skrifuðu með þeim svolátandi bréf: vér postular, öldungar og bræður, heilsum bræðrunum, er frá heiðni hafa snúist í Antíokkíu, Syrsu og Sílisíu.24Þar eð vér höfum heyrt, að nokkrir, er frá oss hafa farið, hafi óróað yður með orðum sínum og truflað yðar samviskur, með því að segja, að þér eigið að umskerast og halda lögmálið, hvörjum vér höfum ekkert slíkt boðið;25svo hefir oss litist, sammála orðunum um þetta efni, að útvelja og senda til yðar nokkra menn, með vorum elskulega Barnabasi og Páli,26mönnum, er hafa lagt sitt líf í hættu fyrir nafn Drottins vors Jesú Krists.27Vér höfum því útsent Júdas og Sílas, að þeir munnlega birti yður sama.28En það er atkvæði heilags Anda og vort: að engin þyngsli skuli yður uppáleggjast umfram þessi, sem nauðsýnleg eru,29að þér haldið yður frá afguðafórnum og frá blóði og frá köfnuðu og frá frillulífi. Ef þér takið vara á þessu, gjörið þér vel. Verið sælir!
30Eftir það téðir sendimenn voru farnir, komu þeir til Antíokkíu, samankölluðu söfnuðinn og afhentu bréfið.31En er menn lásu það, urðu þeir glaðir af slíkri huggun.32Júdas og Sílas, er sjálfir voru einnig spámenn, áminntu þar hjá bræðurnar munnlega með mörgum orðum og styrktu þá c).33Og er þeir höfðu dvalið þar um tíma, gáfu bræðurnir þeim heimfararleyfi með heilla óskum.34En Sílasi leist að vera þar eftir.35Páll og Barnabas héldu nú kyrru fyrir í Antíokkíu, kenndu og boðuðu orð Drottins ásamt mörgum orðum.
36Eftir nokkra daga sagði Páll við Barnabas: förum aftur til að vita hvörnin bræðrunum líður í öllum borgum, hvar vér höfum boðað Drottins orð.37Barnabas lagði þá til, að þeir tækju með sér Jóhannes, kallaðan Markús,38en Páli leist að taka ekki þann mann með sér, er hljóp frá þeim í Pamfilíu, og hafði ekki viljað ganga í verkið með þeim.39Út af þessu sinnaðist þeim, svo að hvör skildi við annan; tók Barnabas með sér Markús og sigldi til Sýprus.40En Páll valdi sér Sílas og fór af stað, falinn Guðs náð af bræðrunum.41Hann tók leið sína um Sýrland og Silisíu, og styrkti söfnuðina.
Postulasagan 15. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:35+00:00
Postulasagan 15. kafli
Páll og Barnabas sendast til Jerúsalem til að spyrja, hvert kristnir þyrftu að halda Mósis lögmál: og fá svar; þeir koma til Antíokkíu aftur ásamt Júdasi og Sílasi; Barnabas og Páll skilja.
V. 3. c. Þ. e. kristnum. V. 7. Sjá kap. 10. V. 16. Amos 9,11.12. V. 17. a. Þ. e. sem eru mitt fólk. V. 18. b. Þ. e. þetta sitt ráð, að heiðingjar skyldu seinna meir, við Messíasar komu, verða og svo Guðs fólk. V. 20, sjá 1 Kor. 8–10. 3 Mós. 17,13. V. 32. c. Það er: í kristilegri trú. V. 41, sjá v. 32.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.