1Það skeði í Ikoníu borg, þá þeir ásamt gengu inn í samkunduhús Gyðinga, að þeir kenndu svo, að mikill fjöldi Gyðinga og Grikkja urðu trúaðir.2En þverlyndir Gyðingar risu á móti og spilltu hugarþeli heiðingjanna við bræðurna.3Samt dvöldu þeir þar langan tíma og prédikuðu sköruglega í Drottni c), hvör eð veitti meðvitni orði sinnar náðar og lét jarteiknir og stórmerki ske af þeim.4Tvískiptist þá borgarmúgurinn svo, að nokkrir héldu með Gyðingum, en aðrir með postulunum.5En er þessir urðu varir við, að hugur til heiðingja og Gyðinga, sem og yfirmanna þeirra, hneigðist til að smána þá d) og grýta,6flúðu þeir burt til borga Lykaoníulands, Lystra og Derbe, samt héraðsins í kring,7og boðuðu þar náðarboðskapinn.8Í Lystra var maður fóthrumur, hvör eð sat, af því hann var haltur frá móðurlífi og hafði aldrei getað gengið.9Hann hlustaði á ræðu Páls, og er þessi festi auga á honum og merkti trú hans, að sér yrði lækningar auðið, sagði hann með hárri raustu:10stattú uppréttur á þínar fætur! og hann stökk upp og gekk.11Þegar múgurinn sá, hvað Páll gjörði, hóf hann sína raust og sagði á lykaónísku: Guðirnir eru í manna líki niðurstignir til vor.12Barnabas nefndu þeir Seif a), en Pál Hermes, af því hann frambar orðið;13en prestur Seifs, hvörs hof stóð fyri framan borgina, kom með naut og kransa til dyranna b) og vildi fórnfæra ásamt með fólkinu.14Þegar postularnir Barnabas og Páll fengu þetta að heyra, sundurrifu þeir klæði sín og stukku fram í mannþröngina, kölluðu og sögðu:15góðir menn! hví gjörið þér slíkt? vér erum menn breyskir, eins og þér; en boðum yður þann fagnaðarsið, að þér snúist frá þessum fánýtu guðum til lifanda Guðs, hvör eð gjört hefir himin, jörð og sjó, og allt hvað í þeim er;16sá eð um fyrirfarandi aldir hefir liðið, að sérhvör þjóð gengi sinn sjálfvalda feril,17þó hann aldrei hafi látið sig án vitnisburðar, þar eð hann hvervetna gjörði yður gott, veitti regn af himnum og frjóvsamar árstíðir, og mettaði yður með fæðu og fögnuði.18Að svo mæltu gátu þeir naumast stillt fólkið, að það færði þeim ekki fórnir.19Síðan komu frá Antíokkíu og Ikoníu Gyðingar, þeir eð fengu lýðinn á sitt mál, svo hann þeytti steinum á Pál og dró hann út úr borginni og ætlaði hann dauðan vera.20En er lærisveinarnir þyrptust kringum hann, stóð hann upp og gekk í borgina. Um morguninn eftir fór hann með Barnabasi til Derbe.
21Og sem þeir höfðu boðað guðspjallið í þeirri borg og fengu þar marga lærisveina, sneru þeir aftur til Lystra, Ikoníu og Antíokkíu,22styrktu sálir lærisveinanna og áminntu þá að standa stöðugt í trúnni, og að oss byrjaði fyrir margfaldar þrautir að komast í Guðs ríki.23Öldunga létu þeir hvervetna útvelja í söfnuðunum, báðust svo fyrir og föstuðu, og fólu þá síðan þeim Drottni, við hvörs trú þeir höfðu tekið.24Þá þeir höfðu yfirfarið Pisidíu, komu þeir til Pamfilíu,25og kunngjörðu orðið í Perge;26svo fóru þeir niður til Attalíu og sigldu þaðan til Antíokkíu, hvaðan þeir, með árnun Guðs fulltingis, höfðu gengið í það verk, sem þeir nú voru búnir að afljúka.27Þegar þeir voru þangað komnir, kölluðu þeir söfnuðinn saman og sögðu frá, hvað Guð hefði framkvæmt fyrir þeirra hönd, og að hann hefði opnað heiðingjunum dyr trúarinnar,28og dvöldu ekki allstutta tíð hjá lærisveinunum.
Postulasagan 14. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:35+00:00
Postulasagan 14. kafli
Páll og Barnabas kenna í Ikoníu og Lystra; Páll læknar haltan mann; þeir eru haldnir vera Guðir; Páll er grýttur, en kemst til Derbe. Þeir Barnabas snúa aftur til Antíokkíu.
V. 1. sjá Kap. 6,1. V. 3. c. Í trausti Guðs fulltingis. V. 5. d. Pál og Barnabas. V. 12. a. Seifur, æðsti Guð Grikkja, en Hermes, erindsreki guðanna. V. 13. b. Líklega dyranna á húsi því, er Páll og Barnabas voru í.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.