1Sá þrætugjarni og harðsvíraði mun hastarlega sundurmerjast, og þar mun engin lækning fást.2Þegar þeir réttlátu fjölga, gleðst fólkið, en þegar þeir óguðlegu drottna, andvarpar fólkið.3Sá sem elskar vísdóm gleður sinn föður; en hvör sem skækjur aðhyllist, eyðir sínu fé.4Kóngurinn eflir landið með lögum; en sá sem tekur mútur, veikir það.5Sá maður, sem smjaðrar fyrir sínum náunga, leggur net fyrir hans fót.6Í yfirtroðslu hins vonda er snara; en sá réttláti fagnar og gleðst.7Sá réttláti þekkir málefni hins lítilmótlega; sá óguðlegi hefir ekkert skynbragð á þekkingu.8Spottarar kveikja í borginni; en þeir vitru dempa reiðina.9Þegar vitur maður fer í mál við dárann, hvört sem hann reiðist eða hlær, fær hann samt enga ró.10Þeir blóðgírugu hata þann ráðvanda; en þeir hreinskilnu verja (hans) líf.11Dárinn úthellir allri sinni heift; en sá vísi stansar hana.12Þegar stjórnarinn gefur gaum lyginnar orðum, þá verða allir hans þénarar óguðlegir.13Sá fátæki og ofríkismaðurinn mætast, Drottinn gefur beggja augum ljós.14Konungur sá sem dæmir þá lítilmótlegu með réttvísi, hans hásæti skal staðfestast eilíflega.15Vöndur og agi gefa vísdóm, en sá unglingur sem má eiga sig, gjörir skömm sinni móður.16Þegar óguðlegir fjölga, fjölga og yfirtroðslurnar; en þeir réttlátu sjá í þeirra falli, sína vild.17Aga þú son þinn, svo mun hann láta þig hafa ró, og gefa sál þinni mikinn fögnuð.18Þar sem engin opinberan er, þar tortínist fólkið; en sæll er sá sem lögin varðveitir!19Þrællinn verður ei með orðum agaður, því þó hann skilji þau, svo tekur hann þau ekki til sín.20Sjáir þú að einhvör maður sé fljótur til að tala, svo er betri von um heimskingjann, en um hann.21Þegar einhvör uppelur sinn þræl frá barndómi við sællífi, þá vill hann seinast vera (höfðingjasonur).22Reiðigjarn maður vekur þrætur, og bráðlyndur maður hleypur oft á sig.23Mannsins drambsemi steypir honum, en sá lítiláti mun fá heiður.24Hvör sem hefir mök við þjóf, hatar sína sál, hann heyrir eiðsins þýðingu (bölvunina) og uppljóstar ekki.25Ótti fyrir mönnum leiðir í snörur; en sá sem reiðir sig á Drottin, er verndaður.26Margir leita auglitis stjórnarans, en frá Drottni kemur mannsins dómur.27Ranglátur maður er réttlátum viðurstyggð, og andstyggð þeim óguðlega er sá, sem gengur á þeim rétta vegi.
Orðskviðirnir 29. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:20+00:00
Orðskviðirnir 29. kafli
Enn nú sundurlaus sannmæli.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.