1Öfunda ekki vonda menn, og óska ekki að vera með þeim.2Því hjarta þeirra ástundar skaða, og þeirra varir tala meinsemi.3Með vísdómi byggist húsið, og af framsýni verður það rambyggilegt.4Af þekkingunni fyllast herbergin með alls lags dýrum og geðfelldum auðæfum.5Vitur maður er sterkur, og sá framsýni maður eflir sinn kraft.6Því með hyggilegri stjórn skaltu heyja þitt stríð; og sigurinn kemur af ráðgjafanna fjölda.7Viskan er dáranum of há; í borgarhliðinu lýkur hann ekki upp sínum munni.8Hvör sem hugsar um að gjöra illt, þann kalla menn skálk.9Dárans fyrirtæki eru synd, og spottarinn er viðurstyggð meðal manna.10Missir þú hug á neyðarinnar degi, þá missir þú líka mátt.11Bjargaðu þeim sem eru leiddir til lífláts; og drag þig ekki í hlé við þá sem dregnir eru til dráps!12Ef þú segðir: „sjá! vér þekkjum hann ekki“, mun ei sá sem vegur hjörtun vita það? mun ekki sá sem gefur gaum að sálu þinni þekkja það? hann betalar manninum eftir hans verkum.13Neyt þú hunangs, minn son! því það er gott, og hunangsseims, sem er sætur fyrir þinn góm.14Eins skaltu læra viskuna fyrir þína sálu; þegar þú finnur hana, verður það umbun, og þín von skal ekki verða að engu.15Umsit ekki, sem sá óguðlegi, bústað hins réttláta, haggaðu ekki um hans hvílu.16Því sá réttláti fellur sjö sinnum, og stendur þó upp aftur, en þeir óguðlegu sökkva niður í ólukku.17Fagna ekki yfir falli þíns óvinar, og lát ei hjarta þitt hlakka yfir því, að hann steypist,18að Drottinn sjái það ekki, og honum máske misþóknist það, og hann snúi sinni reiði frá honum (til þín).19Lát ekki reiði þína kvikna, sakir vondra manna (velgengni) og öfunda ekki þá óguðlegu.20Því sá vondi mun ei fá góð afdrif, skriðljós óguðlegra slokknar.21Son minn! óttastu Guð og kónginn, samlaga þig ei uppreistar mönnum.22Því þeirra ólukka kemur sviplega, og hegning Guðs og kóngsins, hvörstveggja, hvör þekkir hana?
23Líka eru þessar greinir af vísum samdar: að fara í manngreinarálit fyrir rétti, er ekki gott.24Hvör sem segir við hinn seka: þú hefir rétt, honum formæla menn, honum reiðist fólkið.25En þeim sem straffar, mun vel vegna, yfir hann kemur góð blessan.26Sá gefur koss á munn, sem gefur gott svar.27Annastu fyrst um verk þitt utanhúss, og undirbú þinn akur; bygg þú síðan þitt hús.28Vertu ekki án orsaka vitni móti þínum náunga, skyldir þú pretta með þínum vörum?29Seg þú ekki: eins og hann gjörði mér, svo vil eg gjöra honum; eg vil betala hvörjum eftir hans verkum.30Eg gekk yfir letingjans akur og framhjá víngarði hins fávísa,31og sjá! á honum voru eintómir þistlar, allur var hann þakinn netlum, og steingirðingin var niðurfallin.32Eg varð þess var, og setti það á mig, eg sá það, og dró þar af lærdóm.33Viltu enn nú sofa dálítið? viltu blunda lítið eitt? liggja nokkuð enn, með samanlögðum höndum?34Þá mun fátæktin koma skjótt yfir þig, sem landhlaupari og skortur yfir þig sem maður, vopnaður með skyldi, (ræningi).
Orðskviðirnir 24. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:20+00:00
Orðskviðirnir 24. kafli
Reglur í umgengni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.