Sannmæli.

1Þegar þú situr til borðs með stjórnarherra, þá gá vel að, hvörn þú hefir fyrir þínu augliti.2Og set þér hníf á barka, ef þú ert gráðugur!3Lát þig ekki langa í hans kræsingar, því þær eru tálfæða.4Mæð þig ekki með eftirsókn auðæfa; hættu að brúka vit þitt til þess!5Viltu láta augu þín fljúga eftir því sem (skjótt) verður að öngvu? því það er gjörir sér arnarvængi, og flýgur til himins.6Et ekki brauð hjá þeim sem hefir illt auga, og lát þig ei langa í hans krásir.7Því eins og hann hugsar, svo er hann; hann segir við þig: et og drekk! en hjarta hans er ekki með þér.8Þeim munnbita sem þú hefir etið, verður þú þó að æla upp; og svo hefir þú spillt þínum blíðmælum.9Talaðu ekki fyrir dárans eyrum, því hann forsmáir hyggindi þíns tals.10Flyt ekki þau fornu landamerki, og gakk ei á föðurlausra akra.11Því þeirra frelsari er sterkur, hann mun taka að sér þeirra málefni móti þér.12Ofurgef hjarta þitt umvönduninni, og þín eyru vísdómsins orðum.
13Skjóttu ekki þeim unga undan aga, því þó þú sláir hann með vendi, deyr hann ekki.14Þú slær hann með vendi og frelsar hans sálu frá helju.15Minn son! þegar þitt hjarta er hyggið, svo gleður mitt hjarta sig já, eg gleð mig.16Og mitt hjarta fagnar, þegar þínar varir tala það sem beint (rétt) er.17Lát ei hjarta þitt misunna syndurum, heldur sæktu daglega eftir Drottins ótta.18Því þegar kemur að því síðasta, skal þín von ekki verða að engu.19Heyr þú, minn son! og vertu hygginn, og stýr þínu hjarta mitt á veginn.20Vertu ei með drykkjumönnum, með þeim sem eyðileggja sitt hold!21Því drykkjumenn og óhófsmenn verða snauðir, og (mikill) svefn klæðir í tötra.22Hlýð þínum föður! hann gat þig, og forsmá ekki þína móður, þó hún sé orðin gömul.23Kaup þú sannleika, og sel hann ekki, kauptu vísdóm, umvöndum og hyggindi!24Faðir hins réttláta fagnar, sá sem gat vitran son, gleðst af honum.25Láttu föður og móður fagna, lát hana gleðjast, sem fæddi þig!26Minn son! gef mér hjarta þitt, þín augu gefi gaum að mínum vegi!27Því skækjan er djúp gröf og sú annarlega kona þröngur pyttur.28Já, hún liggur í leyni eins og ræningi, og safnar að sér þeim ósvífnu meðal mannanna.29Hvar er vei? hvör ollir sér meiðsla? hvar eru deilur? hvar klögun? hvör fær sár án orsaka? hvör glóðarauga (rauð augu)?30Þeir sem lengi tefja hjá víninu, þeir sem koma saman til að smakka kryddaða drykk.31Horf þú ekki á vínið hvað rautt það er, hvörsu það sýnist eins og perlur í bikarnum, hvörsu það rennur ljúflega niður.32Seinast bítur það eins og höggormur og stingur sem naðra.33Þín augu kynnu þá að líta eftir annarlegum konum, og þitt hjarta að tala ranghverfa hluti.34Þú kynnir að verða sem sá er sefur á hafinu, eins og sá sem sefur efst í mastri.35Þeir börðu mig (muntu þá segja), eg kenndi ekki til þess; þeir hrintu mér, eg varð þess ekki var; nær mun eg vakna? aftur vil eg leita vínsins.

V. 2. Þér er betra að sálga þér, en vera óhæverskur. V. 6. Illt auga: öfundsýki.