1Gott mannorð skal heldur kjósa en mikinn auð; vinsæld er betri en silfur og gull.2Ríkur og fátækur hittast, Drottinn skapaði báða.3Sá hyggni sér ógæfuna og felur sig, en sá einfaldi heldur áfram, og fær á því að kenna.4Auðmýktarinnar ávextir, Drottins ótta, eru auður og heiður og lífið.5Þyrnar, snörur eru á vegi hins falska, sá sem vill varðveita sitt líf, komi þar ekki nærri.6Kenn þeim unga þann veg sem hann á að ganga, og þegar hann eldist mun hann ei víkja þar frá.7Sá ríki drottnar yfir hinum fátæka, og sá sem tekur lán, er þræll þess sem lánar.8Sá sem sáir ranglæti, mun uppskera ólukku, og hans hegningar hrís er reiðubúið.9Sá sem hefir góðgjarnt auga, verður blessaður, því hann gefur þeim fátæka af sínu brauði.10Rek þú burt spottarann, svo fer þrætnin burt, þá mun linna kífi og brigslyrðum.11Hvör sem elskar hreint hjarta, og á hvörs vörum það geðfellda er, þess vinur er kóngurinn.12Augu Drottins gefa gaum að framsýni, en hann kollkastar svikarans orðum.13Sá lati segir: „ljón er úti fyrir; kannske eg verði drepinn mitt á strætinu“.14Djúp gröf er munnur annarlegrar konu, sá, hvörjum Drottinn er reiður, fellur þar í.15Hvörsu sem heimskan situr föst í hjarta hins unga, mun þó agans vöndur reka hana langt frá honum.16Menn þrengja að þeim lítilmótlega, og gjöra hann með því ríkan; menn gefa þeim ríka, og hann líður skort.
17Hneig þitt eyra og heyr orð hinna vísu, og snú þínu hjarta til minnar uppfræðingar.18Því það er fallegt, ef þú varðveitir þau í þínu hjarta; ef þau eru öll til reiðu á þínum vörum.19Svo þitt traust geti verið til Drottins, hefi eg þig uppfrætt í dag; já, einmitt þig.20Sannarlega skrifa eg þér ypparlegt um áform og framsýni.21Til að gjöra þér kunnugan rétt og sannleiksorð, svo þú getir svarað þeim sannleika sem þig sendu.22Rændu ekki þann lítilmótlega af því hann er lítilmótlegur, og undirþrykk þú ekki þann fátæka í borgarhliðinu.23Því Drottinn tekur að sér þeirra málefni, og sviptir hvörn þann lífi sem rænir þá.24Haf þú ekki samlag við þann, sem er reiðigjarn, og kom þú ekki til þess fljótlynda,25til þess þú lærir ekki hans veg, og sála þín fái ekki þar af snöru.26Vertu ekki meðal þeirra sem handsala, meðal þeirra sem ganga í borgun fyrir skuldir.27Hafir þú ekkert að betala með, hvar fyrir skyldir þú láta þá taka þína sæng undan þér.28Fær þú ekki úr stað hin fornu landamerki sem þínir feður hafa sett.29Sjáir þú mann sem er duglegur í sínum verkum, hann mun þjóna konungnum, og ekki þeim sem eru ótignir.
Orðskviðirnir 22. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:20+00:00
Orðskviðirnir 22. kafli
Samslags sannmæli.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.