1Minn son! viljir þú mín orð meðtaka og mín boðorð hjá þér geyma;2svo að þú látir þitt eyra gefa gaum að vísdómi, og beygir þitt hjarta til hygginda;3já, ef að þú kallar eftir skilningi, og hrópar (á) visku;4efað þú leitar hennar eins og silfurs, og grennslast eftir henni sem fólgnu fé;5þá muntu skynja hvað Drottins ótti er, og þá skaltu finna Guðs þekkingu.6(Því Drottinn gefur vísdóm, frá hans munni kemur þekking og vit.7Hann geymir sína hjálp þeim hreinskilnu, hann er skjöldur þeirra sem ganga óstraffanlega.8Hann varðveitir réttarins stigu, og gáir að vegum sinna heilögu.)9Þá muntu þekkja réttvísina og réttinn og sannsýnina, og sérhvörn góðan veg.10Því vísdómur skal koma í þitt hjarta, og þekking vera lystileg þinni sálu.11Hyggindin skulu vaka yfir þér og vitið vernda þig;12svo þú frelsast frá vegi hins vonda, frá þeim manni sem talar fals;13frá þeim sem yfirgefa réttarins stig, til að ganga á myrkursins vegi;14frá þeim sem hafa gleði af að gjöra illt, sem fagna yfir sínum vonsku hrekkjum,15frá þeim hvörra vegir eru öfugir, sem fara krókóttar götur.16Þú frelsast frá hórkonunni, þeirri útlendu, hvörrar orð eru hál;17sem yfirgefur unnusta sinnar æsku, og hefir gleymt sáttmála síns Guðs.18Því hún hnígur til dauðans með sínu húsi, og til helju með sínum sporum.19Af öllum sem inn til hennar ganga, kemur enginn aftur, og enginn þeirra kemst á lífsins stig.20Því skaltu ganga á vegi hinna góðu, og gá að leið hinna ráðvöndu.21Því þeir hreinskilnu búa í landinu og þeir ráðvöndu verða eftir í því.22En hinum óguðlegu skal útrutt verða úr landinu, og þeir svikafullu af því afmáðir verða.
Orðskviðirnir 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:14+00:00
Orðskviðirnir 2. kafli
Viðvörun við vonsku, falsi, hórdómi.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.