1Röng vog er Drottni andstyggð, en gild reiðsla er hans velþóknan.2Komi drambsemi, kemur forsmán, en hjá þeim auðmjúku er vísdómur.3Sakleysi hinna hreinskilnu leiðir þá; en kænska hinna svikulu flækir þá.4Auðæfi stoða ekki á degi reiðinnar; en réttlæti frelsar frá dauðanum.5Réttlæti góðs manns gjörir hans veg greiðan (sléttan); en sá óguðlegi dettur um sinn óguðlegleika.6Réttlæti hinna hreinskilnu frelsar þá, en þeir sviksömu fangast í sinni vonsku.7Þegar sá óguðlegi deyr, er hans von farin; og ranglátra eftirvænting hverfur.8Sá réttláti frelsast úr nauðunum, og sá óguðlegi kemur í hans stað, nl. í nauðir.9Með munninum leitast hræsnarinn við að steypa sínum náunga, en náunganum verður bjargað af þekkingu hinna réttlátu.10Borgin gleðst af lukku hinna réttlátu, og þegar óguðlegir fyrirfarast, þá heyrist fagnaðarsöngur.11Borgin upphefst af blessun hinna hreinskilnu, en af munni óguðlegra verður hún niðurbrotin.12Sá sem hæðir sinn náunga er fávís; hygginn maður þegir.13Sá sem fer um kring sem uppljóstari, opinberar leyndarmál; en sá sem er trúr í sínu hjarta, hann leynir sökinni.14Þar sem engin stjórn er, þar hlýtur fólkið að falla; hvar margir ráðgjafar eru, þar er frelsi.15Þegar einhvör gengur í borgun fyrir framandi mann, mun það vissulega ei fara vel; en þeim sem hatar handsöl, er óhætt.16Yndisleg kona geymir sína sæmd; eins og týrannar geyma vandlega sín auðæfi.17Miskunnsamur maður gjörir gott sinni sálu, en sá grimmi plágar sitt eigið hold.18Sá óguðlegi vinnur ávaxtarlaust verk, en sá sem sáir réttlætinu, hann fær viss laun.19Þannig leiðir réttlætið til lífsins, eins og að sá, sem eltir hið illa, hraðar sér til síns dauða.20Viðurstyggð fyrir Drottni eru þau vanartugu hjörtu; en hans velþóknan eru þeir sem ganga óstraffanlega.21Frá kyni til kyns verður sá vondi ekki óstraffaður, en niðjar réttlátra frelsast;22eins og gullhringur í svínstrýni, svo er fríðleiki þeirri konu, sem víkur frá siðsemi.23Þeirra réttlátu eftirlöngun er eintóm gæska, en von óguðlegra er hegning.24Sá er til, sem útbýtir ríkuglega, og fær æ meir og meir; og sá er til, sem heldur inni meiru en rétt er, og hefir þó aðeins skort.25Sú sál, sem aðra blessar, mun sjálf fitna; og sá sem öðrum vatnar, honum skal vatnaða verða.26Hvörjum sem korni inniheldur, þeim bölvar fólkið; en blessun kemur yfir þess höfuð sem selur það.27Hvör sem alúðlega leitar góðs, sá leitar eftir velþóknan; en hvör sem leitar ills, hann skal fyrir því verða.28Hvör sem treystir sínum auð, sá fellur; en þeir réttlátu grænka eins og laufblað.29Hvör sem raskar sínu eigin húsi, mun erfa vind, og dárinn skal vera þénari hins hyggna.30Ávöxtur hins réttláta er (ávöxtur af) lífsins tré, og sá vísi dregur sálir að sér.31Sjá! hinn réttláti fær umbun hér á jörðunni, hvörsu miklu framar sá óguðlegi og syndarinn?
Orðskviðirnir 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:14+00:00
Orðskviðirnir 11. kafli
Réttsýni við náungann.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.