1Skrifa þú engli safnaðarins í Sardes: þetta segir sá, sem e) hefir þá sjö anda Guðs og f) þær sjö stjörnur. Eg þekki háttalag þitt, að þú lifir að nafninu, en ert þó dauður.2Vaknaðu og styrk hið annað, sem ætlar að deyja; því eg hefi fundið margt ábótavant í fari þínu fyrir Guðs augliti.3Rifjaðu upp fyrir þér, hvað þú hefir numið og heyrt, varðveit það og g) bæt ráð þitt; því ef þú vakir ekki, mun h) eg koma að þér eins og þjófur, svo þú skalt ekki vita, á hvörri stundu eg muni koma yfir þig.4Þó eru fáeinir menn hjá þér í Sardes, sem ekki hafa saurgað sín klæði; þeir skulu vera hjá mér í hvítum búningi, því þeir eru þess maklegir.5Sá, sem sigrar, hann skal skrýðast hvítum búningi, og hans nafn skal eg ekki afmá af i) lífsbókinni; eg skal k) kannast við hans nafn fyrir mínum Föður og fyrir hans englum.6Sá, sem eyra hefir, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum.
7Skrifa þú engli safnaðarins í Fíladelfíu: þetta segir sá heilagi, sá sanni, sem hefir lykil Davíðs l), hann, sem lýkur svo upp, að enginn m) læsir aftur, og læsir svo aftur, að enginn lýkur upp.8Eg þekki þín verk; sjá! eg hefi lokið svo upp dyrunum fyrir þér, að enginn getur lokað þeim aftur; því þú hefir lítinn mátt, en hefir þó haldið mín orð og ekki afneitað mér.9Sjá! eg skal láta nokkra af Satans söfnuði, sem segjast vera Guðs fólk, en eru það þó ekki, heldur ljúga, eg skal láta þá koma og kasta sér flötum fyrir fætur þér, svo þeir viti, að eg elska þig.10Fyrir það að þú hefir varðveitt mitt boðorð um stöðuglyndi, skal eg líka varðveita þig frá þeim freistingartíma, sem koma mun yfir allan heim til að reyna jarðarinnar innbúa.11Eg n) kem bráðum; o) haltú fast því, sem þú hefir, svo enginn taki frá þér þína p) kórónu.12Þann, sem sigrar, skal eg gjöra að máttartré í q) musteri míns Guðs, og hann skal þaðan aldrei út fara; eg skal skrifa á hann nafn míns Guðs og r) nafn hinnar nýju Jerúsalem, borgar míns Guðs, þeirrar er kemur af himni ofan frá mínum Guði, og mitt nýja nafn.13Hvör, sem eyra hefir, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum.
14Skrifa þú engli safnaðarins í Laódíseu: þetta segir sá óbrigðuli, sá trúi og sanni votturinn, upphaf Guðs sköpunar.15Eg þekki háttalag þitt, að þú ert hvörki kaldur né heitur; betra væri, að þú værir annaðhvört kaldur eða heitur;16en eins og þú ert nú, hálfvolgur, hvörki heitur né kaldur, mun eg skyrpa þér út af mínum munni.17Þú segir: eg em a) ríkur og vel auðugur og þarfnast einskis; en þú veist ekki, að þú ert vesælingur, aumingi og fátæklingur, blindur og b) nakinn.18Eg ræð þér að kaupa af mér eldskírt gull, svo þú verðir ríkur, og hvít klæði til að skýla þér með, svo að ekki auglýsist vanvirða þíns fatleysis; berðú augnasmyrsl á augu þín, svo þú verðir sjáandi.19Eg aga og vanda um við þá, sem eg c) elska; legg þú því allt kapp d) á að bæta ráð þitt.20Sjáðú! eg stend við hurðina og drep á dyr; sá, sem heyrir raust mína og lýkur upp fyrir mér, til hans mun eg innganga, og við skulum eta kvöldverð saman.21Þann, sem sigrar, skal eg láta sitja hjá mér í mínu hásæti, eins og eg sjálfur að unnum sigri settist hjá mínum Föður í hans hásæti.22Sá, sem hefir eyra, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum.
Opinberunarbók Jóhannesar 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:13+00:00
Opinberunarbók Jóhannesar 3. kafli
Hvað Jóhannes á að skrifa söfnuðinum í Sardes, í Fíladelfíu, í Laódíseu.
V. 1. e. Kap. 1,4. 4,5. f. Kap. 1,16. Kap. 2,9. V. 2. 1 Kor. 15,34. Ef. 5,14. V. 3. g. Kap. 2,5. 3,19. h. Matt. 24,43. 1 Tess. 5,2. Opinb. b. 16,15. V. 4. Kap. 4,4. 6,11. V. 5. i. Fil. 4,3. Lúk. 12,8. Opinb. b. 20,12. k. Matt. 10,32. V. 7. l. 1 Jóh. 5,20. m. Jóh. 12,14. V. 9. Róm. 2,28. Opinb. b. 2,9. V. 10. Post. g. b. 11,28. V. 11. n. Fil. 4,5. Opinb. b. 1,3. o. Kap. 2,25. p. 1 Kor. 9,25. V. 12. q. Kap. 14,1. 22,4. r. Kap. 21,2.10. Gal. 4,26. Hebr. 12,22. V. 14. v. 7. V. 17. a. 1 Kor. 4,8. Opinb. b. 2,9. b. Kap. 16,15. V. 18. Kap. 16,15. 19,8. V. 19. c. Job. 5,17. Orðskv. b. 3,12. Hebr. 12,6. d. Matt. 3,2. Opinb. b. 2,5.16. V. 20. Jóh. 14,21.23. V. 21. Matt. 19,28. 1 Kor. 6,2. 2 Tím. 2,12. Jóh. 17,24.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.