1Eg sá nýjan himin og nýja jörð, því sá fyrri himin og sú fyrri jörð var horfin, og sjórinn var ekki framar til.2Eg sá u) borgina helgu, þá nýju Jerúsalem, stíga niður af himni v) frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum.3Eg heyrði mikla rödd af himni segjandi: þetta er x) tjaldbúð Guðs meðal mannanna, y) hjá þeim mun hann bústað hafa, og þeir skulu vera hans fólk, og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, og vera þeirra Guð.4Hann z) mun þerra hvört tár af þeirra augum, og dauðinn mun ekki framar til vera; hvörki þ) harmur, né vein, né mæða mun framar til vera, því það a) fyrra er farið.5Sá, sem b) í hásætinu sat, sagði: sjá! c) eg gjöri allt nýtt; hann sagði við mig: skrifaðú, að d) þessi orð eru trúanleg og sönn.6Enn framar sagði hann við mig: e) það er skeð; eg em f) A og Ö, upphaf og endir. g) Þeim þyrsta skal eg ókeypis gefa að drekka af uppsprettu lífsins vatns.7h) Sá, sem sigrar, skal öðlast þetta, og eg skal i) vera hans Guð, og hann skal vera minn sonur.8En þeir k) ístöðulausu og l) ótrúu, syndarar og glæpamenn, manndráparar og frillulífismenn, galdramenn og skurðgoðadýrkarar og allir lygarar, þeirra hlutfall skal vera m) í því díki, sem logar af eldi og brennisteini; það er sá annar dauði.9Þá kom einn af þeim sjö englum, sem héldu á þeim sjö skálum, er fullar voru af þeim sjö síðustu plágum, og talaði við mig segjandi: n) kom hingað, eg skal sýna þér o) brúðina, sem nú er gift lambinu.10Hann flutti mig þá p) í anda upp á mikið og hátt fjall, og q) sýndi mér Jerúsalem, borgina helgu, sem r) steig niður af himni frá Guði;11hún hafði dýrð Guðs, hennar ljómi var líkur dýrmætasta steini, sem kristalskær jaspis.12Hún hafði mikinn og hávan borgarvegg, tólf hlið, og við hliðin tólf engla með áskrifuðum nöfnum hinna tólf Ísraels kynkvísla.13Móti austri voru þrjú hlið, móti norðri þrjú, móti suðri þrjú, móti vestri þrjú.14Veggur borgarinnar hafði tólf undirstöðusteina, á þeim voru tólf nöfn þeirra tólf postula lambsins.15Sá, sem við mig talaði, hélt á gullkvarða, til að mæla með borgina, hlið hennar og veggi.16Borgin lá í ferhyrning, jöfn á lengd og breidd. Hann mældi borgina með kvarðanum, tólf þúsund renniskeið, hennar lengd, breidd og hæð var jöfn.17Hann mældi vegg borgarinnar hundrað og fjörutíu og fjórar álnir, eftir manns mælingu, sem er engilsins.18Veggur hennar var byggður af jaspis, og borgin af tæra gulli, sem skært gler væri.19Undirstöðusteinar borgarveggsins voru skreyttir alls konar dýrmætum steini; fyrsti undirstöðusteinninn var jaspis, annar saffír, þriðji kalsedon, fjórði smaragd,20fimmti sardonix, sjötti sardínarsteinn, sjöundi krysolít, áttundi beryll, níundi tópas, tíundi krysópras, ellefti hýasint, tólfti ametyst.21Þau tólf hlið voru tólf perlur og hvört hlið fyrir sig var úr einni perlu; stræti borgarinnar voru af tæragulli eins, og gagnsært gler væri.22Ekkert musteri sá eg í henni, því Guð Drottinn hinn alvaldi og lambið er hennar musteri.23Borgin þarf ekki heldur sólar við eða tungls, til að lýsa, því dýrð Guðs uppljómar hana, og lambið er hennar s) ljós;24þjóðirnar munu ganga í hennar s) ljósi, og t) konungar jarðarinnar færa henni sína dýrð og vegsemd.25u) Hliðum hennar verður ekki lokað um daga, því þar mun aldrei v) nótt koma.26Dýrð og vegsemd þjóðanna munu þangað flytjast.27Ekkert x) óhreint, enginn sem fremur viðurstyggð eða fer með lygi, mun þangað innkoma, heldur þeir einir, sem eru y) skrifaðir í lífsbók lambsins.
Opinberunarbók Jóhannesar 21. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:18+00:00
Opinberunarbók Jóhannesar 21. kafli
Sú himneska Jerúsalem.
V. 1. 2 Pét. 3,13. fl. V. 2. u. Gal. 4,26. Hebr. 11,10. 12,22. v. Kap. 3,12. 21,10. V. 3. x. 2 Kor. 6,16. y. 1 Tess. 4,17. V. 4. z. Esa. 25,8. Opinb. b. 7,17. þ. Esa. 35,10. 1 Kor. 15,26.54. a. 2 Kor. 5,17. V. 5. b. Kap. 4,2. 20,11. c. Esa. 43,19. 2 Kor. 5,17. d. Kap. 19,9. V. 6. e. Kap. 16,17. f. Kap. 1,8. g. Esa. 12,3. 55,1. Jóh. 4,10. 7,37. Opinb. 22,17. V. 7. h. Kap. 2,26.28. i. Hebr. 8,10. V. 8. k. Kap. 22,15. l. 1 Kor. 6,9. Gal. 5,19.21. Efes. 5,5. m. Kap. 20,14.15. V. 9. n. Kap. 17,1. o. Kap. 19,7. 21,2. V. 10. p. Kap. 1,10. q. Gal. 4,26. Hebr. 11,10. 12,21. r. Kap. 3,12. V. 12. Esek. 48,31. V. 15. Kap. 11,1. Esek. 40,3. V. 19. Esa. 54,11.12. V. 21. Kap. 22,2. V. 22. Kap. 4,3. V. 24. s. Esa. 60,3.5. 66,12. t. Sálm. 72,10.11. V. 25. u. Esa. 60,11.20. v. Kap. 22,5. V. 27. x. Esa. 35,8. Opinb. b. 22,14.15. y. Kap. 3,5. 13,8.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.