1Einn l) af þeim sjö englum, sem héldu á þeim sjö skálum, kom til mín og talaði svo við mig: kom hingað, eg skal m) sýna þér straff skækjunnar miklu, sem situr á þeim mörgu vötnum,2með hvörri konungar jarðarinnar hafa drýgt saurlifnað, og innbúar jarðarinnar eru orðnir drukknir af víni hennar hórunar.3Hann leiddi mig þá í anda á eyðimörku, hvar eg sá konu sitjandi á skarlatsrauðu dýri, sem var fullt af guðlöstunarorðum og hafði sjö höfuð og tíu horn.4Konan var klædd í purpura og skarlat, og hélt á gullstaupi í hendi sér, sem fullt var af viðurstyggð og óhreinleika hennar saurlifnaðar.5Á enni hennar voru skrifuð þessi orð: leyndardómur, sú mikla Babýlon, móðir hórkvenna og viðurstyggða jarðarinnar.6Eg sá, að konan var drukkin af blóði heilagra og af blóði Jesú votta, og undraðist eg stórlega, er eg leit hana.
7Þá sagði engillinn við mig: hví furðar þig? eg skal segja þér leyndardóm konunnar og dýrsins, sem ber hana og hefur þau sjö höfuð og tíu horn.8Dýrið, sem þú sást, var, en er ekki; það mun síðan uppstíga a) frá afgrunninu og tortýnast; þá munu innbúar jarðarinnar b) undrast, hvörra nöfn ekki hafa verið skrifuð í c) lífsins bók frá upphafi heimsins, þá þeir sjá, að dýrið, sem áður var, er ekki framar til, en kemur þó aftur. Hér ríður á hugskoti, sem hefir speki.9Þau sjö höfuð eru sjö fjöll, sem konan situr á, og sjö konungar,10fimm eru fallnir, einn er enn uppi, annar er ókominn, en þá hann kemur, mun hann vara skamma stund.11Dýrið, sem var, en er ekki til framar, er sá áttundi, og sprettur upp af þeim sjö, og mun tortýnast.12Þau tíu horn, sem þú sást, eru tíu konungar, sem enn þá ekki hafa tekið við ríki, heldur hafa fengið vald, sem konungar, stundarkorn með dýrinu.13Þessir eru samhuga og ljá dýrinu sinn styrk og sitt vald.14Þessir munu d) stríða við lambið, en lambið mun sigra þá, því það er e) Drottinn Drottnanna og konungur konunganna, og þeir, sem með því eru, hinir kölluðu, útvöldu og trúu.15Hann sagði við mig: vötnin, sem þú sást, hvar eð skækjan situr, eru fólk og lýðir, þjóðir og tungur.16En þau tíu horn, sem þú sást, og dýrið munu hata skækjuna, eyðileggja hana, gjöra klæðlausa, eta hold hennar og brenna hana sjálfa í eldi.17Því Guð hefir lagt þeim í brjóst, að gjöra dýrsins vilja, vera samráða og ljá því sitt ríki, þar til Guðs ráðstafanir fullkomnast.18En konan, sem þú sást, er borgin mikla, sem heldur ríki yfir konungum jarðarinnar.
Opinberunarbók Jóhannesar 17. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:18+00:00
Opinberunarbók Jóhannesar 17. kafli
Sú mikla hórkona Babylon. Útþýðing hórkonunnar og dýrsins.
V. 1. l. Kap. 15,1. 21,9. m. Jer. 51,13. V. 2. Jer. 51,7. Opinb. b. 14,8. 18,3. V. 3. Kap. 13,1. 17,7.8. V. 4. Kap. 18,16. V. 5. 2 Tess. 2,7. V. 6. Kap. 18,24. V. 7. Kap. 13,1. V. 8. a. Kap. 11,7. b. Kap. 3,3. c. Sálm. 69,29. Opinb. b. 13,8. V. 11. Kap. 19,19.20. V. 12. Kap. 13,1. V. 14. d. Kap. 11,7. e. 1 Tím. 6,15. Opinb. b. 19,16. V. 16. Kap. 18,8. V. 18. Kap. 16,19.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.