1Mér var fenginn reyrleggur, líkur staf, með þessum ummælum: statt upp og mæl musteri Guðs og altarið og þá, sem biðjast þar fyrir.2En fordyrinu fyrir utan musterið skaltú sleppa og ekki mæla það, af því það er ætlað heiðingjum, e) og þeir munu fóttroða borgina helgu f) í fjörutygi og tvo mánuði.
3En mína tvo votta vil eg láta spá í eitt þúsund og tvö hundruð og sextygi daga, klædda sorgar búningi.4Þetta eru þær tvær viðsmjörsviðargreinir og þeir tveir ljósastjakar, sem standa frammi fyrir Drottni jarðarinnar.5Vilji nokkur þeim granda, skal eldur ganga fram úr munni þeirra og eyða óvinum þeirra, og þannig skal hvör deyja, sem þeim vill granda.6Þeir hafa vald til að g) loka himninum, svo ekki komi regn um spádómsdaga þeirra; þeir hafa og h) vald til að snúa vötnunum í blóð og slá jörðina með i) alls konar plágum, svo oft, sem þeir vilja.7Þegar þeir hafa aflokið sínum vitnisburði, mun k) dýrið, sem uppstígur úr afgrunninu, l) herja á þá, hafa sigur og drepa þá.8m) Hræ þeirra munu liggja n) á stræti borgarinnar ennar miklu, sem í andlegum skilningi kallast Sódóma og Egyptaland, hvar eð og þeirra Drottinn er krossfestur.9Menn af ýmsum þjóðum, ættkvíslum, tungumálum og fólki munu sjá þeirra hræ í hálfan fjórða dag, og ekki leyfa að lík þeirra verði lögð í legstað.10Innbúar jarðarinnar munu gleðja sig yfir þeim og vera kátir og senda hvör öðrum gjafir, þar eð þessir tveir spámenn kvöldu innbúendur jarðarinnar.11En að liðnum þeim hálfum fjórða degi, fór lífsandi frá Guði í þá; þeir risu þá á fætur og mikill ótti féll yfir þá, sem þá sáu.12Þeir heyrðu þá rödd mikla af himni, sem sagði við þá: komið hingað upp! þeir fóru þá upp til himins í skýi, svo óvinir þeirra horfðu á.13Á þeirri stundu varð svo mikil hræring, að tíundi partur borgarinnar hrundi, og í þeim jarðskjálfta dóu sjö þúsundir manna; þeir, sem eftir voru, urðu óttaslegnir og lofuðu himnanna Guð.14Sú önnur plága var nú umliðin, en sú þriðja kemur bráðum.
15Þegar sá a) sjöundi engill básúnaði, komu upp miklar raddir á himni, svo segjandi: b) vor Drottinn og hans Smurði hefir fengið vald yfir heiminum og mun ríkja að eilífu.16Þeir c) tuttugu og fjórir öldungar, sem sátu á sínum stólum frammi fyrir Guði, d) féllu þá fram á sínar ásjónur, tilbáðu Guð og sögðu:17vér þökkum þér, Drottinn Guð alvaldi, e) þú, sem ert og varst, f) fyrir það að þú hefir tekið þitt mikla veldi, og ríkir.18Heiðingjarnir illskuðust, en þín g) hegning kom, og sá tími, þá þeir framliðnu skulu dæmdir verða, og þínir þjónar og spámenn og heilagir og þeir, sem óttast þig, skulu fá sitt h) endurgjald, smáir og stórir, en þeir fyrirfarast, sem i) eyðileggja jörðina.19Þá opnaðist k) Guðs musteri á himni, og l) sáttmálsörk Drottins birtist í hans musteri; urðu þá m) eldingar, hvellir, reiðarþrumur, jarðskjálfti og n) mikið hagl.
Opinberunarbók Jóhannesar 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:13+00:00
Opinberunarbók Jóhannesar 11. kafli
Mæling musterisins. Þeir tveir vottar. Sá 7di engill básúnar.
V. 2. e. Lúk. 21,24. f. Kap. 13,5. V. 3. Kap. 12,6. V. 5. 2 Kóng. b. 1,10.12. V. 6. g. 1 Kóng. b. 17,1. 18,1. h. 2 Mós. b. 7,19. i. 2 Mós. b. 8. og 9. fl. V. 7. k. Kap. 13,1. l. v. 7. Dan. 7,21. V. 8. m. Jer. 9,22. n. Kap. 18,10. V. 10. Jóh. 16,20. V. 13. Kap. 16,18. V. 14. Kap. 8,13. V. 15. a. Kap. 10,7. b. Efes. 5,3. Opinb. b. 12,10. 19,6. V. 16. c. Kap. 4,10. d. Kap. 7,11. V. 17. e. Kap. 1,4.8. Kap. 4,8. 16,5. f. Kap. 19,6. Sálm. 21,14. V. 18. g. Kap. 6,17. h. Matt. 20,8. i. 2 Tess. 1,6. V. 19. k. Kap. 15,5. l. Hebr. 9,4. m. Kap. 4,5. 8,5. n. Kap. 16,21.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.