1Opinberan Jesús Krists, hvörja Guð hefir gefið honum til að sýna sínum þjónum það, sem ske skal innan skamms og hann sendi sinn engil og lét hann sýna það Jóhannesi, sínum þjóni,2hvör eð kunngjörði Guðs orð og vitnisburðinn um Jesúm Krist, eins og hann vissi.a)3Sæll er sá, sem les þessi spádómsorð, og þeir, sem heyra þau og geyma það, sem þar í er skrifað; því b) tíminn er nálægur.4Jóhannes heilsar þeim c) sjö söfnuðum í Asíu: d) náð sé með yður og friður e) af þeim, sem er, og þeim, sem var, og þeim, sem koma mun, og af þeim sjö öndum, sem eru frammi fyrir hans hásæti, f)5og af Jesú Kristi, þeim trúa vottinum, g) frumburði framliðinna h), höfðingja jarðarinnar konunga, honum, sem i) elskaði oss og k) þvoði oss af vorum syndum með sínu blóði,6og hefir gjört oss að konungadómi, að kennimönnum síns Guðs og Föðurs; honum sé dýrð og kraftur um aldir alda, Amen!7Sjá, hann kemur l) í skýjunum, og hvört auga m) mun sjá hann, eins þeir, sem hann gegnumstungu, og allar kynkvíslir jarðarinnar munu fyrir honum skelfast; já, vissulega mun svo verða.8Eg em A og Ö, segir Guð Drottinn, sá, sem er og var og koma mun, sá alvaldi.
9Eg Jóhannes, yðar bróðir og ásamt yður hluttakandi í þrengingu, í ríki og eftirvæntingu Jesú Krists, eg var á þeirri eyju, sem kallast Patmus, fyrir sakir Guðs orðs og vitnisburðar Jesú Krists.10Eg a) var í anda á Drottins degi, og b) heyrði á bak mér mikla raustu, sem lúður gylli; hún sagði:11skrifa þú í bók það, sem þú sér, og send það þeim sjö söfnuðum í Efesus, Smyrna, Pergamus, Tyatíra, Sardes, Fíladelfíu og Laódíseu.12Eg sneri mér við, til að vita hvaða raust það væri, sem við mig talaði, og sem eg sneri mér við, sá eg sjö ljósastikur gulllegar,13og meðal þeirra sjö c) ljósastikna einhvörn líkan d) mannssyni; hann var í skósíðu klæði, og spennt gullbelti um bringuna;14e) höfuð hans og hár var hvítt, eins og hvít ull, eins og mjöll; hans f) augu vóru sem elds logi;15hans fætur, sem glóandi látún í eldsofni; hans málrómur sem niður margra vatnsfalla.16Hann hafði g) sjö stjörnur í sinni hægri hendi, og af hans munni gekk h) tvíeggjað sverð biturt; af hans i) andliti ljómaði sem af sólu, þá hún skín í krafti sínum.17En þá eg sá hann, féll eg fyrir fætur honum, sem dauður væri; hann lagði þá sína hægri hönd yfir mig, og sagði:18hræðstu ekki, eg em hinn fyrsti og síðasti og sá lifandi; eg dó, en sjá, eg lifi um aldir alda; og eg k) hefi lykla dauðans og undirheima.19Skrifa því hvað þú séð hefir, bæði það, sem er, og hvað hér eftir skal ske.20Þessi er leyndardómurinn þeirra sjö stjarna, sem þú hefir séð í minni hægri hendi, og þeirra sjö gulllegu ljósastikna: þær sjö stjörnur eru englar þeirra sjö safnaða, en þær sjö ljósastikur eru þeir sjö safnaðir.
Opinberunarbók Jóhannesar 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:13+00:00
Opinberunarbók Jóhannesar 1. kafli
Inngangurinn. Jóhannesi er skipað að skrifa þeim sjö söfnuðum í Asíu sína vitrun.
V. 1. v. 19. Kap. 22,6.7. V. 2. Kap. 6,9. 1 Jóh. 1,1. V. 3. a. Kap. 22,7. b. Róm. 13,11. 1 Pét. 4,7. Jak. 5,8. Opinb. b. 22,10. V. 4. c. v. 11. d. Róm. 1,7. e. 2 Mós. b. 3,14. Opinb. b. 1,8. 4,8. 11,17. 16,5. Hebr. 13,8. f. 3,1. V. 5. g. Kól. 1,18. 1 Kor. 15,20. h. Opinb. b. 17,14. 19,16. i. Gal. 2,20. Opin. b. 5,8. k. 1 Pét. 1,18.19. 1 Jóh. 1,7. V. 6. Esa. 61,6. 1 Pét. 2,5.9. Opinb. b. 5,10. V. 7. l. Dan. 7,13. Post. gb. 1,11. m. Jóh. 19,37. V. 8. Kap. 22,13. V. 9. Róm. 8,17. V. 10. a. Kap. 4,2. b. Kap. 10,3.8. V. 12. 2 Mós. b. 25,37. V. 13. c. Kap. 2,1. d. Esa. 1,26. Dan. 7,13. Opinb. b. 15,6. V. 14. e. Dan. 7,9. f. Kap. 2,18. 19,12. V. 15. Kap. 14,2. 19,6. V. 16. g. Kap. 1,20. h. Esa. 49,2. Ef. 6,17. Hebr. 4,12. i. Matt. 17,2. V. 18. k. Sálm. 68,21. V. 20. Kap. 2,1.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.