1Þú skalt gjöra altari af belgþornsviði, 5 álna langt og 5 álna breitt, jafnt á fjóra vegu, og þriggja álna hátt.2Þú skalt gjöra horn á altarinu upp af fjórum hyrningum þess, þau horn skulu vera sjálfgjör af altarinu; þú skalt eirbúa þetta altari.3Þú skalt gjöra öskutrogin, eldspaðana, fórnarskálirnar og soðkrókana, sem altarinu fylgja; öll þessi áhöld skaltu gjöra af eiri.4Þú skalt gjöra um altarið eirgrind, eins og riðið net, og setja fjóra eirhringa á fjögur horn grindarinnar;5grindina skaltu setja fyrir neðan umgjörð altarisins undir niðri, svo að grindin taki upp undir mitt altarið.6Þú skalt gjöra stengur til altarisins af belgþornsviði, og eirbúa þær;7skal smeygja stöngunum í hringana, og skulu stengurnar vera báðumegin við altarið, þá það er borið.8Þú skalt gjöra altarið af þiljum, svo það sé holt innan; þeir skulu gjöra það eins og þér var sýnt uppi á fjallinu.
9Þú skalt og gjöra forgarð um tjaldbúðina; að sunnanverðu skal tjalda fyrir forgarðinn þeimmegin með tjöldum af hvítri viðarull tvinnaðri, 100 álna löngum;10þar til skulu vera 20 stoðir og 20 eirpallar, en krókarnir á stoðunum og syllurnar yfir þeim skulu vera af silfri.11Sömuleiðis skal að norðanverðu langsettis vera tíræð tjöld, og þar til 20 stoðir á 20 eirpöllum, en krókarnir á stoðunum og syllurnar yfir þeim skulu vera af silfri;12en vestanmegin skal vera 50 álna langt tjald, eins og forgarðurinn er breiður til, og þar til 10 stoðir á 10 pöllum.13Austanmegin mót sólaruppkomustað skal forgarðurinn vera 50 álna breiður;14þar skal annarsvegar vera 15 álna langt tjald, og þar til þrjár stoðir á þremur pöllum,15og hinsvegar sömuleiðis 15 álna tjald með þremur stoðum og þremur pöllum.16Fyrir inngangi forgarðsins skal vera tvítugur dúkur af dökkblárri ull, purpura, skarlati, og hvítri viðarull tvinnaðri, glitofinn, og þar til fjórar stoðir á fjórum pöllum.17Allar stoðir umhverfis forgarðinn skulu vera með silfursyllum og silfurkrókum, og standa á eirpöllum.18Lengd forgarðsins skal vera 100 álna, og breiddin til beggja enda 50 álna, tjöldin af hvítri viðarull tvinnaðri, en pallarnir af eiri.19Öll áhöld tjaldbúðarinnar, til hvörrar þjónustugjörðar sem vera skal, svo og allir naglar, sem til búðarinnar og forgarðsins heyra, skulu vera af eiri.
20Þú skalt bjóða Ísraelsmönnum, að þeir færi þér tært viðsmjör af steyttum viðsmjörsviðarberjum til lýsingar, svo alltíð sé ljós uppi á lömpunum.21Í samkundutjaldbúðinni fyrir framan fortjaldið, sem hangir fyrir lögmálsörkinni, skal Aron og synir hans raða lömpunum frammi fyrir Drottni, bæði kvöld og morgna. Það skal vera ævinlegur siður hjá eftirkomendum þeirra meðal Ísraels niðja.
Önnur Mósebók 27. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:30+00:00
Önnur Mósebók 27. kafli
Brennifórnaraltarið, forgarðurinn, viðsmjörið helga.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.