1Tjaldbúðina skaltu gjöra af 10 dúkum, þeir skulu vera af hvítri viðarull tvinnaðri, dökkblárri ull, purpura og skarlati; þar á skaltu búa til kerúba með myndavefnaði.2Hvör dúkur skal vera 28 álna langur og fjögra álna breiður, og skulu allir dúkarnir vera jafnir að máli.3Fimm dúkarnir skulu tengjast saman hvör við annan, og eins skal tengja saman hina 5 dúkana sín í milli.4Þú skalt búa til lykkjur af dökkblárri ull á endajaðri eins dúksins við samkomuna, og eins skaltu gjöra á ysta dúkjaðrinum við næstu samkomu;5þú skalt búa til 50 lykkjur á öðrum dúknum, og eins skaltu gjöra 50 lykkjur á jaðri þess dúksins, sem er við næstu samkomu, svo að lykkjurnar standist á hvör við aðra.6Þú skalt gjöra 50 króka af gulli, og með þessum krókum skaltu tengja saman hvörn dúkinn við annan, svo þar verði ein tjaldbúð af.7Þú skalt og gjöra ábreiðu af geitahári, til að tjalda með yfir búðina; af þeim ábreiðum skaltu búa til ellefu;8hvör ábreiða skal vera 30 álna löng og fjögra álna breið; allar 11 ábreiðurnar skulu vera jafnar að máli.9Þú skalt tengja saman 5 ábreiðurnar sér, og 6 sér, en sjöttu ábreiðuna skaltu brjóta upp á sig á framanverðu tjaldinu.10Þú skalt búa til 50 lykkjur á ysta ábreiðujaðrinum við samkomuna, og eins 50 lykkjur á ábreiðujaðrinum við næstu samkomu.11Þú skalt gjöra 50 eirkróka, og krækja krókunum í lykkjurnar, og tengja svo saman, að eitt tjald verði af.12En afgangurinn, sem yfir hefir af tjaldvoðunum, nefnilega hálfa ábreiðan, sem var umfram, hún skal hanga út af tjaldbúðinni á baka til;13en sú eina alin beggja vegna, sem yfir hefir af tjaldvoðunum á lengdina, skal hanga út af búðarhliðunum báðumegin, henni til hlífðar.14Þú skalt enn gjöra þak yfir tjaldið af rauðlituðum hrútaskinnum, og enn eitt þak þar utan yfir af selskinnum.
15Þú skalt telgja til beinan borðvið til búðarinnar af belgþornstrjám;16hvört borð skal vera 10 álna langt og hálfrar annarrar álnar breitt.17Á hvörju borði skulu vera tveir tappar, hvör jafnlangt frá öðrum, og svo skaltu gjöra á öllum borðum búðarinnar.18Þú skalt þannig haga borðvið búðarinnar: tuttugu borð skaltu ætla til suðurhliðarinnar, hægra megin,19og skaltu búa til 40 palla af silfri til að setja undir þau 20 borð, tvo palla undir eitt borðið, svo að þeir tveir tappar, sem á borðinu eru, falli þar í, og eins tvo palla undir næsta borð, sinn fyrir hvörn tappa.20Til annarrar hliðar á búðinni, gegnt norðri, skulu vera 20 borð,21og 40 silfurpallar fyrir þau, nefnilega tveir pallar undir eitt borðið, og tveir undir næsta borð.22Til búðargaflsins, gegnt vestri, skaltu ætla 6 borð,23en tvö borð til búðarhornanna tveggja vegna;24þau skulu tvöföld neðan frá, og halda bæði fullu máli upp úr gegn allt til hins fyrsta hrings; þannig skal þeim háttað vera hvörumtveggjum, þetta skulu vera þeir tveir horngaflar.25Þessi borð skulu vera 8, og með 16 silfurpöllum, og standi tveir pallar undir einu borðinu, og tveir undir því næsta.26Því næst skaltu gjöra þvertré af belgþornsviði, 5 að öðrum hliðvegi búðarinnar,27og 5 að hinum, og enn 5 þvertré að gaflþili búðarinnar vestanmegin.28Miðtréð skal ganga í gegnum borðveggina, og liggja um þvert frá einum enda til annars.29Þú skalt gullbúa borðveggina; en hringi þá, sem eru í borðveggjunum, og sem þvertrjánum er smeygt inn í, skaltu gjöra af gulli; þú skalt og gullbúa þvertrén.30Þú skalt reisa tjaldbúðina eftir þeim hætti, sem þér var sýnt á fjallinu.
31Þú skalt og gjöra fortjald af dökkblárri ull, purpura, skarlati, og hvítri viðarull tvinnaðri; þar á skaltu búa til kerúba með myndavefnaði;32þú skalt festa það á fjórar stoðir af belgþornsviði, þær skulu vera gulli búnar, með krókum í af gulli, og standa á fjórum silfurpöllum;33þú skalt hengja fortjaldið upp á krókana, og flytja lögmálsörkina þangað inn fyrir fortjaldið, og skal fortjaldið skilja milli þess heilaga og hins allrahelgasta.34Þú skalt setja lokið ofan yfir lögmálsörkina í því allrahelgasta;35en borðið skaltu setja fyrir utan fortjaldið, og ljósahjálminn gagnvart borðinu við suðurhliðvegg búðarinnar, en lát borðið vera við norðurhliðvegginn.36Þú skalt og gjöra tjald fyrir búðardyrnar, það skal vera af dökkblárri ull, purpura, skarlati, hvítri viðarull tvinnaðri, og glitofið;37fyrir þetta tjald skaltu gjöra 5 stoðir, og gullbúa þær; krókarnir í þeim skulu vera af gulli, og þú skalt búa til 5 eirpalla undir þær.
Önnur Mósebók 26. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:30+00:00
Önnur Mósebók 26. kafli
Hér segir frá tjaldbúðargjörðinni.
V. 19. Pallur var ferköntuð stétt af málmi, með einni holu í miðjunni að ofan, voru 2 pallar undir hvörju þilborði og féllu þess 2 tappar í holurnar, einn pallur var undir hvörri stoð. 27,10. f. 35,11.17. 36,20. f. 38,9. f. 39,33. 40,17.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.