1Öll alþýða Ísraelsmanna tók sig upp frá eyðimörkinni Sín, fóru þær dagleiðir sem Drottinn bauð þeim, og settu herbúðir sínar í Refídim; þar fékk fólkið ekkert vatn að drekka.2Þá deildi fólkið við Móses, og sagði: gef oss vatn að drekka! Móses sagði til þeirra: hví deilið þér við mig? hví freistið þér Drottins?3En fólkið þyrsti eftir vatni, og möglaði gegn Móses, og sagði: fyrir hví fórstu með oss upp frá Egyptalandi til þess að láta oss og börn vor og fénað deyja af þorsta?4Þá kallaði Móses til Drottins, og sagði: hvað skal eg gjöra við þetta fólk? innan skamms munu þeir grýta mig!5Drottinn sagði til Móses: gakk fram fyrir fólkið, og tak með þér nokkura af formönnum Ísraels lýðs, haf í hendi þér staf þann, er þú laust með á ána, og gakk svo af stað;6sjá! eg mun standa frammi fyrir þér þar á klettinum í Hóreb, en þú skalt ljósta klettinn, og mun þá vatn spretta af honum, svo fólkið megi drekka. Móses gjörði svo í augsýn hinna helstu Ísraelsmanna.7Hann kallaði þenna stað Massa (freistni) og Meríba (þráttan) sökum þráttanar Ísraelsmanna, og fyrir því að þeir höfðu freistað Drottins og sagt: hvört mun Drottinn vera á meðal vor, eður ekki?
8Þá komu Amalekítar, og héldu orrustu við Ísraelsmenn í Refídim.9Þá sagði Móses við Jósúa: vel oss lið, og far út og berst við Amalekíta; en eg mun á morgun standa efst uppi á hæðinni, og hafa staf Guðs í hendi mér.10Jósúa gjörði, sem Móses hafði sagt fyrir um bardagann við Amalekíta; en þeir Móses, Aron og Húr gengu upp á hæðina.11Þá gjörðist það, að alla þá stund er Móses hélt uppi hendi sinni, þá höfðu Ísraelsmenn betur, en þegar er hann lét síga höndina, þá veitti Amalekítum betur.12En með því Móses urðu þungar hendurnar, þá tóku þeir stein og létu undir hann, og settist hann þar á; en þeir Aron og Húr studdu hendur hans, sinn á hvörja hlið; og héldust þannig hendur hans stöðugt uppréttar allt þar til komið var sólarlag;13en Jósúa felldi Amalekíta og menn þeirra með sverðseggjum.14Þá sagði Drottinn við Móses: rita þú þetta á bókina til minnis, og minn Jósúa á, að eg vilji sannarlega afmá minningu Amalekíta af jarðríki.15Þar reisti Móses altari, og kallaði það „Drottinn, mitt hermerki“,16og hann sagði: hermerki Drottins er á lofti, Drottinn vill halda ófrið við Amalekíta um aldur og ævi.
Önnur Mósebók 17. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:30+00:00
Önnur Mósebók 17. kafli
Vatn af hellunni. Sigur yfir Amalekítum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.