1En á þeim sama tíma bar svo til, að Antíokus kom aftur úr Persíuhéröðum með ósæmd.2Því hann hafði brotist inn í Persepolis og reynt til að ræna musterið og kreppa að borginni. Því gjörði fólkið uppreist og greip til vopna; og það fór svo, að Antíokus var unnin af innbúunum, og varð að flýja til baka með háðung.3En sem hann var í Ekbatana, fékk hann tíðindin um það, hvörnig komið var fyrir þeim Níkanor og Tímóteus,4varð hann þá ákaflega reiður og ætlaði sér að láta bitna á Gyðingum illvirki þeirra, sem höfðu rekið hann á flótta. Því bauð hann þeim sem ók vagninum, tafarlaust að halda áfram ferðinni, og þó var refsingin af himni honum nálæg; því svona drambsamlega talaði hann: Jerúsalem skal eg gjöra, þegar eg kem þangað, að Gyðinganna legstað.5En sá alvoldugi Drottinn, Ísraels Guð, sló hann með ólæknanlegri og ósýnilegri plágu og þá hann naumast hafði lokið sínu tali, greip óþolandi kvöl í innyflunum hann, og sár verkur innvortis:6og næsta maklega; því hann hafði pínt innyfli annarra með mörgum og óvenjulegum þjáningum.
7En ekki lét hann enn af sínum ofmetnaði, heldur var hann enn nú fullur af drambsemi, og logaði af heift við Gyðinga, og bauð að flýta ferðinni. En það vildi til að hann féll úr vagninum á hröðustu ferð, og fékk mikla byltu, svo allir limir hans líkama fóru úr lagi.8Hann, sem af meir en manns yfirlæti hafði hugsað hingað til að hann gæti ráðið við hafsins bylgjur, og vegið þau háu fjöll, lá nú á jörðu, og var borinn á börum, og sýndi þannig öllum augljósan vott Guðs máttar;9svo að í líkama hins guðlausa lifnuðu ormar, og holdið datt af hans lifandi líkama með mikilli pínu og kvöl, en ólyktin af honum var öllum hernum óþolandi sakir holdfúans.10Og þann, sem skömmu áður þóttist geta náð til stjarna himinsins, gat nú enginn borið sakir óþolandi þyngdar fýlunnar.
11En nú, svo illa til reika, fór hans ofmetnaður heldur en ekki að sjatna, og hann kom til viðurkenningar, því kvölin af þeirri guðlegu plágu ágjörðist á hvörju augnabliki.12Þá hann gat nú ei lengur þolað óþefinn af sjálfum sér, mælti hann: það er réttvíst að auðmýkja sig fyrir Guði, og ætla ei, í ofmetnaði, að sá dauðlegi sé Guði líkur.13Sá vitstola maður bað og Drottinn sem ekki vildi honum framar miskunna, og sagði:14að hann vildi gefa frelsi þeirri heilögu borg, sem hann var að hraða sér að eyðileggja í botn og grunn, og ætlaði að gjöra að legstað dauðra manna.15Og að gjöra alla Gyðinga Atenuborgarmönnum líka, þá, sem hann hafði ályktað að virða jafnvel ei svo mikils, að láta þá fá greftrun, heldur að snara þeim sem fuglaæti, með þeirra börnum, fyrir villudýr;16og að prýða það heilaga musteri, sem hann áður hafði rænt, með fallegustu dýrgripum, og margfaldlega að bæta (því) aftur þau helgu áhöld, og gefa af sínum eigin inntektum þann nauðsynlega kostnað til fórnanna.17Og þar að auki að hann skyldi gjörast Gyðingur, og fara um alla byggða staði og kunngjöra Guðs mátt.
18En sem pínan enganveginn rénaði, því yfir hann var komin Guðs réttvís hegning, varð hann vonlaus og skrifaði Gyðingum eftirfylgjandi bréf, sem líkist afbeiðni og hljóðar þannig:
19Konungur og hershöfðingi Antíokus, (óskar) þeim góðu Gyðingum, heilla, velgengni og gæfu!20Þegar yður og yðar börnum velvegnar og yður gengur allt að óskum, heiti eg Guði mestu þökk, og set mína von til himinsins.21En eg ligg nú sjúkur, og minnist mannkærlega yðar, virðingar og velvildar. Eg em á minni heimferð úr Persíuhéröðum orðinn veikur, og hefi því haldið nauðsynlegt að annast sameiginlega nauðsyn allra.22En nú er eg að sönnu ekki vonlaus um að mér batni, heldur hefi mikla von um, að komast aftur á fætur;23en þar eg veit að faðir minn, þegar hann fór herför til upplanda, kaus sér eftirmann,24til þess ef eitthvað upp á kæmi, eða einhvör óþægileg tíðindi bærust, vissu landsins innbúar strax, hvör ríkjandi væri orðin, og yrðu ei svo sem forviða;25og þar eð eg héraðauki hefi tekið eftir því, að næstu landshöfðingjar og nábúar ríkisins vaka yfir tækifærinu, og afdrifunum, hefi eg kosið son minn Antíokus til kóngs, sem eg oft áður hefi bæði trúað flestum yður fyrir og falið yður á hendur, þá eg fór herfarir, í hin efri lénsherradæmi. Honum hefi eg skrifað hjálagt bréf.26Eg áminni yður og bið, að hvör einn minnist minna velgjörða yfirhöfuð og sérdeilislega, og sé hollur og trúr syni mínum.27Því eg er viss um að hann mun auðsýna yður góðsemi og mannkærleika, og líkjast mér í því.
28Þessi mannsdrápari og guðlastari endaði nú sitt líf eftir óttalegustu þjáningar, viðlíka og hann hafði lagt á aðra, í framandi landi, á fjöllum, með hörmulegasta dauða.29Filippus æskuvinur hans, gróf hans líkama, sem af ótta fyrir syninum Antíokus, fór til Tólómeus Filómetor í Egyptalandi.
Önnur Makkabeabók 9. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:57+00:00
Önnur Makkabeabók 9. kafli
Antíokus deyr.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.