1Þá menn bjuggu í þeirri heilögu borg í öllum friði, og lögmálið var vandlega haldið, sakir guðrækni og réttvísi (eiginl: vonskuhaturs) höfuðprestsins Onía,2skeði það, að sjálfir konungarnir heiðruðu þennan stað, og gjörðu musterinu sóma með bestu gáfum,3svo að jafnvel Selevkus, kóngur í Asíu, gaf af eigin tekjum allan kostnað sem þurfti til fórnfæringanna.4En Símon nokkur af Benjamíns ættkvísl, sá tilsetti forstöðumaður musterisins, varð sundurþykkur við höfuðprestinn, út af því ranglæti sem viðgekkst í staðnum.5En sem hann gat ei fengið yfirhönd yfir Onía, fór hann til Apolloníus Trasevisonar, sem var um sama leyti höfuðsmaður í Neðra-Sýrlandi og Fönikíu,6og lét hann vita að féhirslan í Jerúsalem hefði ósegjanlegan auð að geyma, svo að peningarnir væru óteljandi og þyrfti ei (svo mikið) til fórnakostnaðarins, en það sé mögulegt að allt þvílíkt komist í kóngs vald.7En Apolloníus lætur konung vita, þá hann hittir hann, af þeim peningum, sem honum hafði verið sagt frá; en hann valdi Helíodórus sem var rentumeistari og sendi hann með bréf til að sækja þá nefndu peninga.8Og Helíodórus fór strax þessa ferð, og bar fyrir, að hann vildi ferðast um staðina í Neðra-Sýrlandi og Fönikíu, en raunar fór hann til að leysa af hendi kóngs erindið.
9En sem hann var kominn til Jerúsalem, og vinsamlega hafði verið honum tekið af höfuðpresti staðarins, lét hann í ljósi þann gjörða uppljóstur og sagði erindi sitt, og spurði hvört satt væri afsagt.10En höfuðpresturinn lét hann vita, að þetta væri geymslufé, ekkjum og munaðarlausum (tilheyrandi),11að nokkuð ætti líka Hyrkanus Tobíason, mjög merkilegur maður, og ekki væri svo, sem sá guðlausi Símon hefði frá sagt, og það heila sé 4 hundruð vættir (sentner) silfurs og 2 hundruð vættir gulls;12en það sé ógjörningur að þeir verði rændir sínu, sem trúað hafi fyrir því heilagleika staðarins og æruverðugleika og friðhelgi, þess, í öllum heimi heiðraða, musteris.13En Helíodórus sagði, að sökum þess konunglega boðorðs sem hann hafði, hlytu þessir peningar að komast í konungs fjárhirslu.14Hann tiltók nú dag og gekk inn til að skoða þetta fé og ráðstafa því. En mikil skelfing var yfir allri borginni.15Og prestarnir köstuðu sér í sínum skrúða niður fyrir altarið, og kölluðu til himins á þann, sem gefið hefði lögin um geymslufé, að hann skyldi varðveita þeim óskaddað, það sem þeir hefðu hér lagt til geymslu.16En hvör sem horfði á svip höfuðprestsins, skarst í hjarta: því hans útlit og umbreytti andlitslitur gaf til kynna angist sálarinnar;17því yfir manninn var komin hræðsla og skelfing, hvar af þeim, sem hann sáu, var bersýnileg, sú raun, er hans hjarta þoldi.18En fólkið stökk út úr húsunum hópum saman til almennilegrar bænagjörðar, þar eð (við var búist að) musterið mundi komast í fyrirlitningu.19Vafðar sekk um brjóstin fylltu konurnar strætin, og þær innilokuðu meyjar hlupu sumar til borgarhliðanna, og sumar upp á múrinn, og nokkrar litu út um gluggana,20og allar réttu hendur til himins og báðust fyrir.21Það var aumkvunarlegt að sjá fólk framfallið hvörn hjá öðrum, og eftirbið höfuðprestsins, sem hafði mikið að bera.22Þeir ákölluðu nú þann Almáttuga Guð að hann varðveita vildi óskaddað og óhult, þeim sem trúað höfðu fyrir (sínu), það er þeir höfðu trúað fyrir.23En Helíodórus framkvæmdi sinn ásetning.24Samt nú þegar er hann stóð þar við fjárhirsluna með sínum lífvökturum, sendi Drottinn feðranna, yfirherra alls veldis, mikla opinberan, svo að allir sem dirfst höfðu að samansafnast þar, óttuðust Guðs mátt, og skelkuðust og misstu hug.25Því þeim birtist hestur með óttalegum riddara, prýddur fegurstu reiðtygjum, sem með ákefð ruddist fram, og sló Helíodórus með framhófunum. En riddarinn sást í gullbrynju.26Og enn birtust honum tveir aðrir ungir menn, afbragðssterkir, mjög fríðir og ágætlega búnir: þeir gengu að til beggja hliða og börðu hann óaflátanlega og gáfu honum mörg högg.27En hann féll snögglega til jarðar, innvafinn í mikið myrkur, og þeir hrifu hann burt, og lögðu hann á börur,28og báru burt, þann sem rétt áður með mikilli fylgd og öllum sínum hirðmönnum var inngenginn í þá áður nefndu fjárhirslu, í því ástandi, að hann gat ei bjargað sjálfum sér, og könnuðust berlega við Guðs veldi.29Og hann lá þar mállaus fyrir guðlega framkvæmd, sviptur allri von og hjálp;30og það skömmu áður með ótta og skelfingu fyllta musteri, uppfylltist nú fyrir opinberan þess alvalda Drottins, fögnuði og glaðværð.
31En nokkrir af vinum Helíodórs beiddu skjótlega Onías að ákalla hinn æðsta og gefa líf þeim sem algjörlega væri kominn í andarslitrin.32Þar eð nú höfuðpresturinn hugsaði, að kóngur mundi fá grun um, að Júðar hefðu beitt brögðum við Helíodórus, svo frambar hann fórn fyrir mannsins afturbata.33Og sem höfuðpresturinn frambar forlíkunarfórnina, birtust enir sömu ungu menn Helíodórus, í sömu klæðum, gengu að og mæltu: þú átt miklar þakkir að segja höfuðprestinum Onías, því, sakir hans hefir Drottinn gefið þér lífið.34En fyrst að þú ert af honum hirtur, þá kunngjör þú öllum Guðs mikla veldi. Og að svo mæltu hvurfu þeir.
35En eftir að Helíodórus hafði fært Drottni fórn, og gjört þeim mikið heit, sem hafði bjargað hans lífi, og kvatt Onías vinsamlega, fór hann aftur til konungs.36Og hann sagði hvörjum manni frá því mikla verki Guðs, er hann hafði séð með augunum.37En þá konungur spurði Helíodórus, hvör hæfilegur kynni vera til að sendast til Jerúsalem, mælti hann:38Hafir þú óvin eða mótstöðumann þinnar ríkisstjórnar, svo send þú hann þangað, og þú munt fá hann hýddan aftur, fá hann annarskostar að halda lífi, þar eð Guðs veldi er sannarlega framkvæmdarsamt á þeim stað.39Því sá sjálfur, sem hefir himneskan bústað, vaktar og verndar þennan stað, og hann deyðir með höggum þá sem þangað koma til að vinna tjón.40Svona fór það, viðvíkjandi Helíodórus og varðveislu fjárhirslunnar.
Önnur Makkabeabók 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:57+00:00
Önnur Makkabeabók 3. kafli
Tilraun gjörð að ræna musterið.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.