1En Makkabeus og hans menn tóku aftur musterið og borgina fyrir Guðs fulltingi a),2og rifu niður þau ölturu og goðahof, sem útlendir höfðu byggt á torginu.3Og þeir hreinsuðu musterið, og reistu annað altari, og eldbáru steinana og tóku úr þeim eld og fórnfærðu nú eftir liðin tvö ár, og tilreiddu reykverk og ljósastjaka og skoðunarbrauð.4Að þessu búnu, báðu þeir Drottin, og féllu niður á sínar ásjónur, að þeir ei framar rötuðu í slíka ógæfu, heldur, þó þeim jafnvel yrði eitthvað á, að þeim samt yrði refsað af honum með vægð, en þeir ei framseldir í hendur þeim grimmu og guðlöstunarsömu þjóðum.5En það vildi svo til, að þann sama dag (í árinu) sem útlendir höfðu vanhelgað musterið, skeði þessi hreinsun, þann 25ta hins sama mánaðar, sem að er kaselev.
6Og þeir héldu heilagt með fögnuði í 8ta daga eins og á laufskálahátíðinni, og minntust þess, hvörsu þeir, fyrir skemmstu, á laufskálahátíðinni höfðu búið á fjöllum og í hellrum eins og villudýr.7Því báru þeir vínviðarstafi og fallegar greinir, og jafnvel pálmavið og sungu lofsálma þeim, er hafði látið þeim heppnast að hreinsa sitt musteri.8Og þeir einskorðuðu fyrir allt Gyðingafólk, með almennilegri löggjöf og ályktan, að halda skyldi þessa daga helga á hvörju ári.9Og þessi voru ævilok Antíoks, sem auknefndur var Epifanes (sá göfgi).
10Hér eftir viljum vér nú segja frá því sem viðbar undir ríkisstjórn Antíoks Evpators, sem var sonur hins guðlausa, en förum ekki mörgum orðum um stríðs óhöppin.11Þá hann hafði sest að ríkjum, setti hann Lysías nokkurn yfir ríkisstjórnar sakirnar og höfuðsmann í Neðra-Sýrlandi og Fönikíu.12Því Tólómeus, að auknafni Makrón, stakk fyrstur manna upp á því, að sýna Gyðingum sannsýni, af því þeir áður hefðu orðið fyrir órétti, og leitaðist við að semja við þá friðsamlega;13þá hann nú var fyrir þetta rægður við Evpator af vinum hans, og allsstaðar landráðamaður kallaður, af því hann fór frá Kypern, sem Tólómeus Filómetor hafði trúað honum fyrir, og gekk á hönd Antíokus Epifanes, og hafði ekki göfuglegt veldi, tók hann ólyfjan inn í örvæntingu og gjörði enda á sínu lífi.
14En er Gorgías var orðin höfuðsmaður þessara héraða, hafði hann útlendan her og lá í sífelldum ófriði við Gyðinga.15Ásamt með honum áreittu Idúmeumenn, sem höfðu kastala á haganlegum stöðum, Gyðingana, tóku við strokumönnum úr Jerúsalem, og réðust í hernað.
16En Makkabeus og hans menn réðust á vígi Idúmeumanna, eftir að þeir höfðu haldið bænagjörð, og beðið Guð um að vera með sér í stríðinu.17Þeir réðust á þau karlmannlega og náðu þessum stöðum, og hefndust á öllum sem börðust á múrunum; þeir drápu alla sem fyrir þeim urðu, og fyrirfóru ekki færri en 20 þúsundum.18En þar eð ekki færri en 9 þúsundir manna höfðu flúið í tvo, mjög rambyggilega kastala, sem höfðu nægtir af öllu sem þeir þurfa að hafa, sem eru umsetnir:19Lét Makkabeus eftir verða hjá þeim Símon og Jósep, og líka Sakkeus og nóg af fólki til umsáturs og fór sjálfur þangað sem meiri var þörfin.20En Símons menn létu sig af fégirnd undirstinga af nokkrum þeim sem voru í kastölunum, með peningum, þeir tóku við 70 þúsund mörkum og létu nokkra sleppa út.21Þegar Makkabeus fékk að vita það sem gjörst hafði, samansafnaði hann fyrirliðum fólksins, og ákærði þá fyrir, að þeir hefðu selt bræður sína fyrir peninga, og látið óvinina lausa þeim til skaða.22Hann lét nú aflífa þá sem orðnir voru landráðamenn, og vann skjótt báða kastalana.23Og þar eð hann með vopn í höndum allsstaðar varð heppinn, deyddi hann í báðum kastölunum meir en 20 þúsundir manns.
24En Tímóteus, sem áður hafði haft ósigur fyrir Gyðingum, safnaði miklum fjölda hermanna, dró að sér ekki fátt riddaralið í Asíu, og kom til að vinna Júdaland með vopnum.25En Makkabeus og hans menn snerust, þá hann nálgaðist þá, með bæn til Guðs; og í því þeir köstuðu mold yfir höfuð sér og girtust sekk um lendarnar,26og féllu niður við altarisfótinn, báðu þeir að hann væri sér náðugur, að hann vildi vera óvinur þeirra óvina, og veita mótstöðu þeirra mótstöðumönnum, eins og lögmálið heitir.27Og sem þeir höfðu gjört þessa bæn, gripu þeir til vopna og fóru langa leið burt úr borginni: og er þeir voru komnir í nánd við óvinina, stöðvuðu þeir herinn.28Einmitt þá sól rann upp, slóst í bardaga með þeim; aðrir höfðu pant fyrir gæfudegi og sigri með hreystinni, traustið á Guði, en hinir létu geðið vera sinn leiðtoga í bardaganum.
29Þegar orrustan var nú sem áköfust, birtust óvinunum af himni gullbeisluðum hestum fimm veglegir menn; tveir af þeim fóru fyrir Gyðingum,30og tóku Makkabeus milli sín og hlífðu honum með sínum verjum, svo ekki varð sári á hann komið, en skutu á óvinina og slengdu eldingum: af hvörju þeir misstu sýn og riðluðust og hrukku fyrir, fullir skelfingar.31En þar féllu 25 þúsundir fótgönguliðs og sex hundruð af riddaraliði:32Tímóteus sjálfur flýði í borgina Gasara, sem var vel varin, hvar Kereas sjálfur var höfuðsmaður.
33En Makkabeus og hans menn umsátu karlmannlega borgina í fjóra daga.34Þeir umsetnu, sem reiddu sig á staðarins vígi, létu dynja lastyrði og ósæmileg orð.35En er sá fimmti dagur rann upp, réðust 20 ungir menn úr liði Makkabeus á múrvegginn, upptendraðir af reiði sakir lastyrðanna, og lögðu að velli karlmannlega og með grimmdargeði hvörn sem fyrir þeim varð.36En hinir aðrir fóru líka á öðrum stað móti þeim umsetnu, kveiktu í turnunum og brenndu lastmælendurnar lifandi á upphlöðnum viðarbuðlungum, aðrir rifu niður borgarhliðin, og létu hinn herinn komast inn, og unnu staðinn.37Tímóteus, sem hafði falið sig í gryfju, drápu þeir, og bróður hans Kereas líka, sömuleiðis Appollofanes,38og eftir þennan starfa vegsömuðu þeir Drottin, sem hafði auðsýnt Ísrael svo mikla velgjörð, að veita þeim sigur, með lofgjörðar og þakklætis sálmum.
Önnur Makkabeabók 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:57+00:00
Önnur Makkabeabók 10. kafli
Musterið er hreinsað. Júðar vinna Edomítaland og Tímóteus.
V. 1. a. Eiginl: því Guð var þeirra fyrirliði.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.