1Og Eliasib, æðsti presturinn og prestarnir, sem tilheyrðu sömu ættkvísl bjuggust til og byggðu upp Fjárhliðið b) og þeir vígðu það og settu þar í vængjahurðir—og allt að turninum Mea vígðu þeir það, já, allt til Hananels turns.2Við hliðina á honum byggðu Jeríkosmenn og við aðra hlið hans byggði Sakú Imrison.
3Fiskihliðið byggðu synir Senaa og settu þar dyraumbúnað, vængjahurðir ásamt lokum og slagbröndum.4Og við hliðina á þeim endurbætti Meremot sonur Uria, sonar Hakusar; og við hliðina á þeim endurbætti Mesullam son Barakia sonar Meseisabels og við hliðina á þeim endurbætti Sadok Baanasson,5og við hliðina á þeim þeir frá Tekoa, en þeir voldugu af þeim vildu ekki beygja háls sinn til að þjóna herra þeirra.
6Hið gamla hlið endurbætti Jóiada sonur Pasea og Mesullam Besodiason og þeir settu þar dyraumbúnað, vængjahurðir, lokur og slagbranda.7Og við hliðina á þeim byggði Malatia frá Gíbeon og Jadon frá Meratan ásamt öðrum frá Gíbeon og Mispa úr umdæmi landshöfðingjans fyrir handan fljótið.8Við hina hliðina á þeim endurbætti Ussiel Harhajuson, einn af gullsmiðunum og við hlið hans endurbætti Hanania smyrslagjörari, (þeir a) höfðu hlíft Jerúsalem allt að breiða borgarveggnum).9Og við hliðina á þeim endurbætti Refaia Hursson, umráðamaður yfir helmingi landsins í kringum Jerúsalem.10Við hliðina á þeim endurbætti Jedaia Harumafsson, andspænis húsi sínu, og við hliðina á honum endurbætti Hattus, sonur Hasabníu.11Hinn partinn endurbætti Malkia Harumsson og Hasub Fahat Móabsson og bakaraofnsturninn.12Við hliðina á honum endurbætti Sallum Hallohesson, umráðamaður yfir helmingi landsins í kringum Jerúsalem, hann og dætur hans.
13Dalhliðið endurbætti Hanun og Sanoas innbúar, þeir byggðu það og settu þar í vængjahurð og lokur og slagbranda og þúsund álnir af borgarveggnum allt að Mykjuhliðinu.14Mykjuhliðið endurbætti Malhia Rehabsson, umráðamaður yfir Bet-Haharems héraði, hann byggði það og setti þar í vængjahurðir, lokur og slagbranda.15Brunnhliðið b) endurbætti Sallum, sonur Kolhofs, umráðamaður yfir Mispahéraði, hann byggði það og þakti það og setti þar í vængjahurðir, lokur og slagbranda, sömuleiðis múr Siloa vatnsveitinga, hjá aldingarði kóngsins, allt að tröppunum, hvar gengið er niður úr Davíðsborg c).
16Næst eftir hann endurbætti Nehemia Asbúksson, umráðamaður yfir helmingi af Betsur héraði, Davíðs gröf d) gagnvart og allt að fiskivatninu sem hafði verið gjört e), og til húss enna sterku f).17Við hliðina á honum endurbættu Levítarnir Rehum Banison, við hliðina á honum lét Hasabía, umráðamaður yfir helmingnum af héraðinu Keila endurbæta af síns héraðs mönnum;18eftir hann endurbættu bræður þeirra Bavai Henadadsson umráðamaður hins helmingsins af Keila,19við hliðina á honum endurbætti Eser Jesuason, umráðamaður yfir Mispa, annan hluta andspænis uppganginum upp í vopnahirsluna g) á horninu;20eftir hann endurbætti með miklu kappi Baruk Sabbaison, annan hluta frá horninu, allt að dyrunum á Eliasibshúsi, ens ypparsta prests,21eftir hann endurbætti Meremot sonur Uriæ, sonar Hakkos, hinn hlutann frá dyrunum á Eliasibs húsi til endans á því;22eftir hann byggðu prestarnir þar úr nágrenninu;23eftir hann endurbættu Benjain og Hasub andspænis þeirra húsum, eftir þá endurbættu Asaria son Maeseiu, sonar Ananiu hjá húsi sínu;24eftir hann endurbætti Binnui sonur Henadads annan hluta frá húsi Asaria allt að horninu til turnsins þar.25Falal Ussaison andspænis horninu og turninum sem gengur út frá húsi kóngsins, því hæsta af forbyrgi fangahússins; og eftir hann byggði Fidaia Farossson.26En helgidómsins þénarar bjuggu á hæðinni sem er andspænis vatnshliðinu a) austanvert frá þeim framstandandi turni.27Eftir hann endurbættu þeir frá Tekoa annan hluta, frá því stóra framstandandi hliði, allt að veggi hæðarinnar b).28Fyrir ofan hestaportið endurbættu prestarnir, sérhvör andspænis sínu húsi.29Næst eftir þá Sadok Immersson, gegnt sínu húsi; eftir hann Semaia Seaniuson, vörður hliðs þess sem er gegnt sólaruppgöngu;30eftir hann Hanania Selemiason; og Hanun, sjá sjötti meðal Selefssona, annan hluta; eftir hann endurbætti Mesullam Barakiuson andspænis sínu herbergi c).31Eftir hann endurbætti Malkia Sorfison allt að húsi helgidómsins þjóna og kaupmanna, andspænis varðmannaturninum allt að herberginu á hornturninum;32á millum þessa herbergis og fjárhliðsins endurbættu gullsmiðirnir og kaupmennirnir.
Nehemíabók 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:05+00:00
Nehemíabók 3. kafli
Borgarmúrarnir eru aftur uppbyggðir.
V. 1. b. Kallaðist svo af því að á torginu þar hjá var fórnarfénaður seldur. V. 2. c. Af fiski sem þar var hafður á boðstólum. V. 8. a. Þ. e. óvinirnir. V. 15. b. Tók nafn af brunninum Gihon, vestan til við borgina, sem spratt því nær upp við rætur Sionsfjalls. c. Davíðsborg stóð á þessu fjalli, hvaðan tröppur lágu niðrí lægri hluta staðarins. V. 16. d. Var höggvin í klettinn. c. Þ. e. Silva. f. 2 Sam. 21,16.18. er getið um gamla kananítiska þjóð austanmegin Jórdanar, nafntogaðrar fyrir stærð sína, áður er þeirra getið í 1 Mós. 14,5. og 15,20. og Esaia 17,5 17,5. er getið um Refaimsdal; hvar kóngur þeirra ásamt með mönnum sínum var greftraður, sjá 5 Mós. 3,11. V. 19. g. Sjá 1 Kóng. 7,2. Samanborið við 10,17. V. 26. a. Tók nafn sitt af læknum Kedron sem rann þar hjá. V. 27. b. Svo kallaðist brekka austanvert á Síonsfjalli. V. 30. c. Hebreska orðið brúkast um byggingar sem voru í forgarði musterisins.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.