1Þessir voru þeir prestar og Levítar, sem fóru upp með Sóróbabel Sealtielssyni og Jesúa: Seraja, Jeremía, Esra.2Amría, Malluk, Hattús,3Sekania, Rehum, Meremot,4Iddo, Ginntoi, Abía,5Míamin, Maadia, Bilga,6Semeja, Jojarib, Jedaja.7Sallu, Amuk, Hilkia, Jedaia; þetta voru höfðingjar prestanna og bræðra þeirra á dögum Jesúa.8Levítarnir: Jesúa, Binnui, Kadmiel, Serebia, Júda, Mattania hann og bræður hans voru settir yfir lofsönginn,9og Bakbúkia og Unni, bræður þeirra, eins og þeir til gæslu þar á.10En Jesúa gat Jójakim, og Jójakim gat Elíasib, og Eliasib gat Jójada,11og Jójada gat Jónatan, og Jónatan gat Jaddúa.
12Á dögum Jójakims voru þessir ættar höfðingjar á meðal prestanna: af (niðjum) Seraja Meraja, af (niðjum) Jeremía Hananía,13af (niðjum) Esra Mesullam, af (niðjum) Amarja Jóhanan,14af (niðjum) Meluki Jónatan, af (niðjum) Sebania Jósep,15af (niðjum) Harims Adna, af (niðjum) Merajots Helkai,16af (niðjum) Iddos Sakaría, af (niðjum) Gintons Mesullam,17af (niðjum) Abía Sikri, af (niðjum) Minjamin, (kominn) af Moadia, Piltai,18af (niðjum) Bilga Sammua, af (niðjum) Semaja Jónatan,19af (niðjum) Jójaríbs Matnai, af (niðjum) Jedaia Usi,20af (niðjum) Sallai Kallai, af (niðjum) Amos Eber,21af (niðjum) Hilkia Hasabia, af (niðjum) Jedaia Nethaneel.
22Á dögum Eliasibs, Jóhanans og Jadúa voru uppskrifaðir af Levítunum ætthöfðingjarnir, og af prestunum undir Daríusar, ens persiska, ríkisstjórn,23ættahöfðingjar afkomenda Leví, eru uppskrifaðir í annálabók þeirrar tíðar allt til dags Jóhanans, sonar Eliasibs;24og voru höfðingjar Levítanna þessir: Hasabia, Serebia og Jesúa Kadmíelsson, gagnvart þeim sem voru settir til að lofa og vegsama (Guð) eftir reglugjörð Davíðs, þess guðsmanns, hópur hjá hóp a).25Mattanía og Bakbukia, Óbadía, Mesullam, Talmon, Akkúb, héldu vörð sem dyraverðir á varðmannasvæðinu hjá forðabúrum portanna b).26Þessir voru á dögum Jójakims, sonar Jesúa, sonar Josadaks; og á dögum Nehemía landshöfðingja, og Esra prests, þess skriftlærða.
27Þegar borgarveggir Jerúsalems áttu að vígjast, krafði hann að menn skyldu sækja Levítana frá öllum þeirra stöðum, til að halda vígslu- og gleðihátíð með lofgjörðarsöngum og hljóðfæraslætti, bumbum, hljóðpípum og hörpum.28Þá söfnuðust saman allir söngvarar frá nágrenninu allt í kringum Jerúsalem frá nágrenninu allt í kringum Jerúsalem, og frá Natobi þorpum,29frá Bet-Gilgal og landareign Giba og Asmavet; því söngvararnir höfðu byggt sér bæi allt í kringum Jerúsalem.30Og prestarnir og Levítarnir hreinsuðu sig, þeir hreinsuðu og lýðinn, borgarhliðin og borgarveggina.31Að því búnu lét eg höfðingja Júda (ættkvíslar) stíga upp á borgarvegginn og tilsetti tvo lofgjörðarsöngkóra mikla, (annar þeirra) skyldi ofan á, á borgarveggnum, halda til hægri handar, að Mykjuhliðinu,32og gekk Hósaía og helmingur af Júda (ættkvíslar) höfðingjum á eftir þeim,33nefnilega: Asaría, Esra og Mesullam,34Júda, Benjamín, Semaja og Jeremía;35og synir prestanna c) með básúnum: Sakaría, sonur Jónatans, sonar Semaja, sonar Mathanía, sonar Mikaja, sonar Sakúrs, sonar Asafs,36og bræður hans: Semaja og Asareel, Milelai, Gilelai, Maai, Nethanael og Júda, Hanani með hljóðfærum Davíðs, guðsmanns, og Esra, hinn skriftlærði (var) fyrir þeim.37Og hjá brunnhliðinu d) gagnvart þeim gengu þeir upp tröppur Davíðsborgar, þar sem gengið er upp á borgarvegginn, fyrir ofan Davíðshús allt til Vatnshliðsins, á móti austri.38En annar lofgjörðarsöngkórinn hélt gagnstæðan veg, og eg á eftir þeim og helmingur lýðsins, yfir borgarvegginn, yfir Ofnturninn, allt til Breiðaveggjarins, og yfir Efraimshlið, yfir Gamlahliðið39og yfir Fiskahliðið og Hananeelsturn og turninn Mea, allt til Fjárhliðsins og nam staðar við myrkvastofuhliðið.40Og svo stóðu báðir lofgjörðarsöngkórarnir hjá Guðs húsi, og eg, og helmingur forstöðumanna lýðsins.41Og prestarnir: Elíakim, Maeseía, Miníamin, Mikaia, Elionai, Sakaría og Hananía með básúnum,42og Maeseia, Semaira og Eleaser, og Usi og Jóhanan, og Malkia, Elam og Eser, og söngvararnir léku á hljóðfæri, en Jesrahia var fyrirliðinn.43Menn frambáru þenna dag mikla slátursfórnir og glöddu sig, því Guð hafði veitt þeim mikla gleði, og konur og börn glöddu sig líka; og þessi gleði Jerúsalems fréttist víðsvegar.
44Á sama degi voru settir menn yfir forðabúr fjárhirslunnar fyrir upplyftingarfórnir, frumgróða fórnir og tíundir, til þess þangað væri fluttur sá hluti af löndum staðanna, sem prestunum og Levítunum bar eftir lögmálinu, því að Júdaland gladdist yfir prestunum og Levítunum;45og að þeir gættu þess, sem gæta átti fyrir Guði, og þess sem gæta a) átti hreinsuninni viðkomandi, og svo hvað söngvurunum og dyravörðum viðkom, samkvæmt því sem Davíð og hans sonur Salmón höfðu tilsett.46Því forðum á dögum Davíðs og Asafs, voru höfðingjar yfir söngvurunum, til voru og lofgjörðar- og þakklætissöngvar til Guðs.47Og allur Ísraelslýður ákvarðaði á dögum Sóróbabels og dögum Nehemía víst tiltekið fyrir söngvarana og dyraverðina, vissan skerf fyrir hvörn dag; og hann helgaði (víst tiltekið) Levítunum og Levítarnir Aronsniðjum b).
Nehemíabók 12. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:11+00:00
Nehemíabók 12. kafli
Upptaldir prestarnir og Levítarnir. Borgarveggirnir vígðir. Menn tilsettir til að hafa umsjón yfir tekjum musterisins og s. fr.
V. 9. Í 4 Mós. 10,10. er útþrykkilega boðið af Drottni að í básúnur skuli blásast á hátíðum og þegar á musterisins altari væri fórnfært, og Davíð setti síðar til, að söngur og hljóðfæra sláttur skyldi brúkast við guðsþjónustuna og skipti þeim Levítum í flokka, sem að því þjónuðu, sjá 1 Kron. 24,5. 26,1–7. Sbr. 2 Kron. 5,11–13. o. s. fr. V. 24. a. Líklegast meintur: söngkórahópur, sem áttu að leika á hljóðfæri og syngja á víxl, sbr. 2 Kron. 7,6. V. 25. b. Líklega meint: port forgarða musterisins. V. 35. c. Þ. e. lærisveinar þeirra og þeir sem stóðu til að verða prestar. V. 37. d. Er lá vestanvert inn til borgarinnar, við Síonsfjalls rætur. V. 45. a. Nefnil. að musterinu og því viðkomandi væri hreinu haldið, að ekkert óhreint kæmi nærri því, skera úr hvað óhreint væri, og hvað við það væri að gjöra og s. fr: eins og tiltekið er í Móseslögum. V. 47. b. Þ. e. prestunum. Kap. 13,1. c. sjá 5 Mós. 23,3.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.