1Höfðingjar lýðsins bjuggu í Jerúsalem; en hinir af lýðnum vörpuðu hlutkesti (þar um þannig), að einn af tíu tæki sér bústað í Jerúsalem, þeirri helgu borg, en hinir níu (væru) í hinum stöðunum;2og lýðurinn blessaði þá, sem sýndu sig fúsa til að búa í Jerúsalem.
3Þessir eru höfðingjar landsins, sem bjuggu í Jerúsalem. En í Júdalandsstöðum, bjó hvör á eign sinni í sínum þorpum: Ísraelsmenn, prestarnir, Levítarnir, helgidómsþjónarnir og afkomendur þjóna Salómons.4Í Jerúsalem bjuggu af Júda og Benjamíns afkomendum: Af afkomendum Júda: Atai Usias son, sonar Sakaria, sonar Amaria, sonar Sefatia, sonar Mahelalels af afkomendum Peres,5og Maeseia, sonur Barúks, sonar Kol-Hofes, sonar Hasaia, sonar Adajas, sonar Jojaribs, sonar Sakaria, sonar Salons.6Allir synir Peres (samtaldir) sem bjuggu í Jerúsalem vóru fjögur hundruð, sextíu og átta, vaskir menn.7En afkomendur Benjamíns vóru: Sallu, sonur Mesullams, sonar Jóeds, sonar Pedaja, sonar Kólaia, sonar Maeseia, sonar Itiels, sonar Jesaja,8og eftir hann Gabai, Sallai, níu hundruð, tuttugu og átta;9og Jóel, sonur Sikris var yfirmaður þeirra, og Júda, sonur Senúa, var annar æðstur yfir borginni.10Af prestunum: Jedaia, sonur Jojaribs, Jakin,11Seraja, sonur Hilkia, sonar Mesullams, sonar Sadoks, sonar Merajots, sonar Ahitobs, umsjónarmanns Guðs húss,12og bræður þeirra, sem gjörðu það sem gjöra þurfti í húsinu e), alls átta hundruð, tuttugu og tveir, og Adaia, sonur Jeróhams, sonar Pelalia, sonar Amisi, sonar Sakaria, sonar Pashúrs, sonar Malkia,13og bræður hans höfðingjar ættfeðra (húsa), tvö hundruð, fjörutíu og tveir, og Amasai, sonur Asarels, sonur Ahesaia, sonar Mesillemots, sonar Immers,14og þeirra bræður, er vóru miklar hetjur (alls) hundrað, tuttugu og átta, og yfirmaður þeirra var Sabdiel, sonur Gedolims.15En af Levítunum: Semaja, sonur Hasúb, Asrikams, sonar Hasabia, sonar Búni,16og af höfðingjum Levítanna: Sabtai og Jósabad, (sem settir voru) til að sjá um utanhússverk Guðs húss,17og Mathanía, Mikkasson, sonar Sabdis, sonar Asafs, sem var fyrirliði þeirra er byrjuðu lofgjörðarsönginn, og Bakbukia næstur eftir hann af bræðrum hans, og Abda, sonur Sammua, sonur Galals, sonar Jedútún;18allir Levítarnir í borginni helgu, voru tvö hundruð, áttatíu og fjórir.19En dyraverðirnir vóru: Akub, Talmón og þeirra bræður, sem héldu vörð við hliðin, hundrað, sjötíu og tveir.20En hinir aðrir af Ísraels lýð, prestarnir og Levítarnir, bjuggu í öllum öðrum stöðum Júdalands, hvör á eign sinni.21En helgidómsþjónarnir bjuggu á hæðinni a), og Síha og Gisfa voru settir yfir þá.22En umsjónarmaður Levítanna í Jerúsalem, var Usi Banisson, sonar Hasabia, sonar Mathanía, sonar Mika, afkomandi Asafs, fyrirliði söngvaranna við þjónustuna í Guðs húsi.23Því boðorð var af kónginum gefið um þá og vist kaup handa söngvurunum fyrir hvörn dag;24því Petaia, sonur Mesesabels, einn af afkomendum Seras, Júdasonar, var kónginum við hönd í öllu því sem lýðnum viðkom.
25Hvað þorpin snertir í löndum þeirra, þá bjuggu nokkrir af afkomendum Júda í Kirjat-Arba og þorpunum, sem undir hana liggja, og í Dibon og þorpum hennar og Kapsel og hennar þorpum,26og í Jesúa, og Molada og Bet-Palet,27og í Hasar-Súal og Ber-Seba og þorpunum, sem undir hana liggja,28og í Siklag og Makona og hennar þorpum,29í En-Rimmon, Sora og Jarmút,30í Sanoa, Adullam og þeirra þorpum, í Lakis og landi hennar, í Aseka og undirliggjandi þorpum, og höfðu tjöld sín frá Ber-Seba og allt til Hinnomsdals b).31En Benjamínsafkomendur frá Geba bjuggu í Mikmas, Aja og Bet-El og hennar þorpum,32í Anatot, Nob, Anania,33Hasor, Rama og Gitaim,34Hadid, Seboim, Neballat;35Lod og Ono, og í Smiðadalnum c).
36Nokkrir af Levítanna flokkum, sem áttu bústað í Júda (ættkvíslar) landi, bjuggu í landi Benjamínítanna.
Nehemíabók 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:11+00:00
Nehemíabók 11. kafli
Um það hvörjir bjuggu í Jerúsalem og þorpunum.
V. 12. e. Þ. e. í musterinu sjálfu. V. 21. a. Hæð á Síonsfjalli. V. 30. b. d. Dalur suðaustur undan Jerúsalem. V. 35. Dalur nálægt Jerúsalem á takmörkum Júda ættkvíslar og Benjamins.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.