1Vei hinni blóðseku borg, sem öll er full af vélum og ofríki, og sem ekki lætur lausa bráð sína!2Nú heyrist smellur svipanna og gangur hjólanna; nú heyrist til rennandi hesta og skokkandi vagna;3nú sjást riddarar, sem hafa á lofti blikandi sverð og leiftrandi spjót; nú sést fjöldi valfallinna manna, slík mergð líka, að ekki verður tölu ákomið, og menn falla um mannabúkana.4Allt þetta kemur af saurlifnaði þessarar hinna fríðu og göldróttu skækju, sem hefir seitt að sér heiðingjana með sinni lostasemi, og þjóðirnar með sínum göldrum.5Sjá þú, eg fer í móti þér, segir Drottinn allsherjar; eg vil bregða klæðafaldi þínum upp á höfuð þér, og sýna þjóðunum þína nekt, og ríkjunum þína svívirðingu;6eg skal kasta á þig viðurstyggðum, gjöra þig smánarlega, og láta þig verða öðrum að varnaðarvíti,7svo allir, sem þig sjá, skulu flýja frá þér, og segja: Ninive er í eyði lögð! hvör vill aumkva hana? hvar á eg að leita þeirra, sem vilji hugga þig?
8Ertu betri en Nó-Ammonsborg, sem lá út í vatnsföllum, og vötn allt í kring um hana? Hafið var hennar vörn, og múrveggir hennar stóðu upp úr hafinu;9Blálendingar og Egyptalandsmenn, svo margir að ekki varð tölu ákomið, voru hennar styrkur, Mórlendingar og Libýumenn veittu henni hjálp.10Og þá varð hún að fara í útlegð meðal hinna herteknu; ungbörn hennar voru rotuð til dauðs á öllum strætamótum, hlutum var kastað um hina göfugustu menn í borginni, og allir hennar höfðingjar voru járnum fjötraðir.11Á hinu sama skaltú (Niniveborg!) einnig bergja, og auðvirðileg verða; þú skalt eins leita hælis hjá óvinum.
12Öll þín varnarvirki eru sem fíkjutré með árfíkjum; séu trén skekin, falla fíkjurnar þeim í munn, sem þær vill eta.13Líttu á! menn þínir, sem þú hefir, eru eins og kvenmenn; landshliðum þínum mun upplokið verða fyrir óvinum þínum, og eldur skal eyða þínum slagbröndum.14Aus vatn, til að hafa meðan á umsátrinu stendur! bæt um varnarvirki þín! gakk út í bleytuna, elt leirinn, og gjör að tígulofninum!15Þar skal eldurinn eyða þér, og sverðið uppræta þig; eldurinn skal eyða þér, eins og hann eyðir grasvörgum. Fjölga þú mönnum hjá þér, eins og engisprettum, fjölga þú þeim, eins og grashoppum:16lát kaupmenn þína verða fleiri, en stjörnur eru á himni; þeim mun fara sem grashoppum, er breiða sig út um allt, og fljúga svo burt.17Höfðingjar þínir eru eins og engisprettur, og höfuðsmenn þínir eins og grasflugna sægur, þeirra er liggja á akurgerðunum, þegar kalt er, en þegar sólin kemur upp, fljúga þær burtu, svo ekki þekkist aftur sá staður, hvar þær hafa verið.18Þínir hirðar sofa, Assyríu konungur! þínir kappar hvílast; menn þínir eru hér og hvar á dreif um fjöllin, og engi smalar þeim.19Engi svíun fæst við meinsemd þinni, sár þitt er ólæknandi. Allir þeir, sem heyra fregnina um þig, klappa lof í lófa; því hvörjum hefir ekki vonska þín ávallt til meins verið?
Nahúm 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:52+00:00
Nahúm 3. kafli
Framhald um eyðileggingu Niniveborgar.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.