1En nú segi eg: Heyrið þó, þér höfuðsmenn Jakobsniðja og dómendur Ísraelsmanna! Eigið þér ekki að vita, hvað rétt er?2Samt hatið þér hið góða, en elskið hið vonda; þér sláið menn og takið holdið af beinum þeirra:3þér etið hold míns fólks, sláið það, brjótið bein þess, og kastið þeim sem stykkjum í ketil, og sem kjöti í pott.4Eitt sinn munu þeir kalla til Drottins, en þá skal hann ekki svara þeim; hann mun þá byrgja auglit sitt fyrir þeim, af því breytni þeirra er vond.
5Svo segir Drottinn á móti þeim spámönnum, sem villa mitt fólk, sem spá friði, meðan þeir hafa nokkuð tanna milli, en boða ófrið, sé þeim ekki vikið neinu:6Sannlega mun sú nótt koma, að þér skuluð ekkert sjá, og það myrkur, að þér skuluð öngvu spá: sólin skal ekki upp renna yfir þessháttar spámenn, og dagurinn skal verða myrkur yfir þeim.7Þeir sem sjá sjónir, skulu þá fyrirverða sig, og þeir sem fara með spádóma, skulu verða til skammar: þeir skulu stinga höfði í feld, því Guð mun engi andsvör veita.
8Eg þar á móti er fullur af krafti, af anda Drottins, af réttlæti og djörfung, svo eg þori að segja Jakobsniðjum til sinna misgjörða, og Ísraelsmönnum til synda sinna.9Svo heyrið nú þetta, þér höfðingjar Jakobsniðja, og dómendur Ísraelsmanna! þér sem hafið viðbjóð á réttvísinni, og umhverfið öllu því sem rétt er.10Heyri það sérhvör, sem fremur manndráp á Síonsfjalli, og hefir rangindi í frammi í Jerúsalemsborg.11Höfðingjar borgarinnar dæma fyrir mútu, hennar kennimenn kenna fyrir kaup, spámenn hennar spá fyrir peninga; og þó reiða þeir sig á Drottin, og segja: „er ekki Drottinn vor á meðal? engin ógæfa kann oss að henda“!12Þess vegna skal Síonsfjall fyrir yðar skuld plægt verða sem akur, Jerúsalemsborg skal verða að steinahrúgu, og musterisfjallið að skógarhálsi.
Míka 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:45+00:00
Míka 3. kafli
Mikkas spáir ranglátum valdsmönnum og lygispámönnum hegningu Guðs, og að höfuðborg landsins og musterið muni eyðilagt verða.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.