1En er hann gekk niður af fjallinu, fylgdi honum mikill fjöldi fólks;2þá kom til hans líkþrár maður, tilbað hann og mælti: Herra! ef þú vilt, getur þú hreinsað mig;3þá rétti Jesús út höndina, snerti hann og sagði: eg vil, vertú hreinn;4og strax varð hann hreinn af líkþrá sinni.5Þá sagði Jesús við hann: varastú að segja þetta nokkrum, heldur far og sýn þig prestinum, og offra þeirri gáfu, sem Móses bauð, öðrum til sannindamerkis.
6Þegar hann kom inn í Kapernaum, kom til hans hundraðshöfðingi nokkur, og tók svo til orða: þjón minn liggur heima visinn, og er mjög þungt haldinn.7Jesús sagði: eg skal koma og lækna hann;8þá svaraði hundraðshöfðinginn: Herra! ekki er eg verður þess, að þú gangir inn undir mitt þak. Bjóð þú aðeins með einu orði, og mun minn þjón heill verða.9Því nær eg, sem er yfirvaldi undirgefinn og hefi að ráða yfir stríðsmönnum, býð einum þeirra að fara, þá fer hann, og öðrum að koma, þá kemur hann, eða þræli mínum að gjöra eitthvað, þá gjörir hann það.10Þegar Jesús heyrði þetta, undraðist hann og mælti við þá, sem fylgdu honum: sannlega segi eg yður, að slíka trú hefi eg ekki fundið meðal Gyðinga;11en þér skuluð vita, að margir munu koma að austan og vestan, og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í ríki himnanna;12en þeir, sem þetta ríki var ætlað, munu verða reknir í myrkrið fyrir utan, hvar vera mun grátur og gnístur tanna.13Síðan sagði Jesús við hundraðshöfðingjann: far þú heim, verði þér eftir trú þinni, og samstundis varð þjón hans heilbrigður.
14Síðan kom Jesús í hús Péturs, og sá þar móður konu hans; hún lá sjúk af köldu;15tók hann þá í hönd henni, og þá yfirgaf kaldan hana, en hún fór á fætur og bar þeim mat.16Um kvöldið færðu þeir til hans marga djöfulóða, og rak hann andana út með orði einu og alla þá, sem sjúkir voru, læknaði hann;17sannaðist þá það, sem spámaðurinn Esajas sagði: „hann burttók vor krankdæmi, og bar vorn sjúkleika.“
18En þegar Jesús sá fjölda fólks hjá sér, bauð hann að fara yfir um sjóinn;19þá kom einn skriftlærður til hans og sagði við hann: Meistari! eg vil fylgja þér hvört sem þú fer.20Jesús mælti: refar hafa holur og fuglar himinsins skýli, en Mannsins Sonur hefir hvörgi höfði sínu að halla.21Annar maður, sem var einn af lærisveinum hans, sagði til hans: Herra! leyf mér fyrst að fara og grafa föður minn.22Jesús mælti: fylg þú mér, og lát þá dauðu a) grafa sína dauðu.
23Síðan steig hann á skip og lærisveinar hans með honum;24gjörði þá svo mikinn storm, að skipið huldi af bylgjunum, en hann svaf;25þá gengu lærisveinarnir til hans og vöktu hann og sögðu: hjálpa þú oss, Herra! vér forgöngum.26En hann svaraði: hví eruð þér svo hræddir? þér, trúarveiku! Því næst stóð hann upp og hastaði á vindinn og sjóinn; varð þá blíða logn.27Þetta undruðust menn mjög og sögðu: hvílíkur er þessi, að bæði veður og sjór hlýða honum?
28Þegar hann kom yfir um í hérað Gergesumanna, hlupu í móti honum tveir menn djöfulóðir, sem komu úr gröfum dauðra manna, svo ólmir, að engum var fært að fara þann veg.29Og sjá! þeir hrinu upp og sögðu: hvað höfum vér og þú, Guðs Son! saman að sælda? Ertú kominn hingað, áður en tími er til, að kvelja okkur?30En svo stóð á, að stór hjörð svína var á beit langt þaðan.31Djöflarnir báðu hann þá: ef þú ætlar að reka oss út, þá leyf oss að fara í svínahjörðina.32Hann segir: farið þið! þeir fóru út, og í svínin; ærðist þá hjörðin og steypti sér ofan fyrir hengflug í sjóinn og týndist þar.33En þeir, er svínanna gættu, flýðu til borgarinnar, og sögðu þar allt, sem farið hafði, eins um þá djöfulóðu.34Þá fóru allir borgarmenn til móts við Jesúm, og þegar þeir fundu hann, báðu þeir hann að fara á burt úr þeirra landareign.
Matteusarguðspjall 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:00+00:00
Matteusarguðspjall 8. kafli
Jesús læknar líkþráan mann, þjón hundraðshöfðingjans, móður konu Péturs og fleiri sjúka; talar um örðugleika við það, að fylgja sér; kyrrir vind og sjó, útrekur djöfla.
V. 2–5. Sbr. Mark. 1,40–45. Lúk. 4,12–16. V. 5. 3 Mós. 14,2–32. V. 6–13, sbr. Lúk. 7,2–10. V. 9. Sjúkdómarnir munu hlýða Jesú, eins og stríðsmenn yfirboðara sínum. V. 14–17, sbr Mark. 1,21–34. Lúk. 4,31–41. V. 17, sbr. Esaj. 53,4. V. 18–22, sbr. Lúk. 9,57–61. V. 20. Dan. 7,13. V. 22. a. Þ. e. þá holdlega sinnuðu. V. 23–27, sbr. Mark. 4,35–41. Lúk. 8,22–25. V. 28–34, sbr. Mark. 5,1–20. Lúk. 8,26–39.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.