1Varist að fremja góðverk yðar í annarra manna augsýn, til þess að þeir sjái þau; annars hafið þér engra launa að vænta af yðar himneska Föður.2Þegar þú þar fyrir ætlar að gefa ölmusu, þá lát ekki blása í lúður fyrir þér, eins og hræsnarar gjöra á samkomum og strætum, að þeim verði hrósað af mönnum, því trúið mér! þeir hafa úttekið laun sín.3En nær þú vilt gefa ölmusu, þá viti ekki hönd þín hin vinstri, hvað hin hægri gjörir;4svo þín góðgjörð sé hulin, og Faðir þinn sem sér það, sem í leyni er gjört, mun þér það opinberlega endurgjalda.5Eins, nær þú biðst fyrir, þá hegða þér ekki sem hræsnarar, sem vanir eru að standa og biðjast fyrir á strætum og gatnamótum, til þess að þeir verði sénir af öðrum; sannlega segi eg yður: þeir hafa úttekið sín laun.6En nær þú vilt biðjast fyrir, þá far þú í svefnhús þitt, og loka dyrunum; bið svo Föður þinn í einrúmi, og hann, sem sér hvað í einrúmi skeður, mun veita þér það opinberlega.7Varist í bænum yðrum ónytjumælgi, eins og heiðingja er siður, fyrir hvörja þeir hyggja að verða bænheyrðir;8varist því að líkjast þeim; Faðir yðar veit hvörs þér viðþurfið, áður en þér biðjið hann.9Biðjið þar fyrir á þessa leið: Faðir vor, þú sem ert á himnum! helgist þitt nafn;10tilkomi þitt ríki; verði þinn vilji, svo á jörðu, sem á himni;11gef oss í dag vort daglegt brauð;12og fyrirgef oss vorar misgjörðir, eins og vér fyrirgefum þeim, sem oss á móti brjóta;13og leið oss ekki í freistni, heldur frelsa oss frá illu.14Því ef þér forlátið öðrum þeirra yfirsjónir, þá mun yðar himneski Faðir forláta yður;15en ef þér ekki fyrirgefið öðrum, mun Faðir yðar himneskur ekki heldur fyrirgefa yður yðar misgjörðir.16Nær þér fastið, þá verið ekki með hryggu yfirbragði, sem hræsnarar, hvörjir er afmynda ásjónur sínar, svo aðrir sjái að þeir fasti; sannlega segi eg yður: þeir hafa sín laun úttekið.17En nær þú fastar, þá smyr höfuð þitt, og þvo þitt andlit,18svo aðrir verði ekki varir við að þú fastir, nema Faðir þinn, sem er ósýnilegur; og Faðir þinn, sem sér hvað í einrúmi skeður, mun þér það endurgjalda.
19Safnið yður ekki auðæfum í heimi þessum, hvar mölur og ryð eta þau, og hvar þjófar grafa til og stela;20safnið yður heldur auðæfum á himnum, hvar þeim hvörki grandar mölur eða ryð, né þjófar grafast til þeirra, og stela þeim;21því hvar, sem auðæfi yðar eru, þar er og yðvart hjarta.22Augað er ljós líkamans; nú ef auga þitt er heilskyggnt, þá nýtur allur líkami þinn birtu;23en sé auga þitt gallað, þá er allur líkami þinn í myrkri. Nú ef það ljós, sem í þér er, er myrkur, hve svart mun ekki það myrkur vera?24Enginn kann tveimur herrum að þjóna, því annað hvört hlýtur hann að meta þann eina miður og hinn annan meira, eða hann hlýðir þeim öðrum, og afrækir hinn. Þannig getið þér ekki verið bæði þjónar Guðs og Mammons.25Eg segi yður því: verið ekki hugsjúkir fyrir yðru lífi, hvað þér skuluð eta og drekka, ekki heldur fyrir yðrum líkama, hvörju þér skuluð klæðast. Er ekki lífið meira vert en fæðan, og líkaminn meir en klæðnaðurinn?26Lítið til fuglanna í loftinu, hvörki sá þeir né uppskera, og ekki heldur safna þeir í kornhlöður, þó fæðir yðar himneski Faðir þá; eruð þér ekki miklu ágætari þeim?27Hvör af yður getur, með allri sinni áhyggju, aukið einni alin við hæð sína?28Eða, hví eruð þér áhyggjufullir fyrir fatnaðinum? skoðið akursins liljugrös, hvörsu þau vaxa; hvörki vinna þau né spinna;29en trúið mér: að Salómon í öllu sínu skrauti, var ekki svo fagurlega búinn, sem eitt af þeim;30ef að Guð nú skrýðir svo grasið á jörðunni, það í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, hvörsu miklu framar mun hann ekki klæða yður, þér trúarveikir?31Spyrjið því ekki hugsjúkir: hvað fáum vér til matar? hvað fáum vér að drekka? og hvað fáum vér til fata?32Slíka áhyggju hafa heiðnir menn; en yðar himneskur Faðir veit, að þér þurfið alls þessa við.33Leitið umfram allt Guðs ríkis, og þeirrar ráðvendni, sem honum líkar, þá munuð þér fá allt þetta í viðbót;34verið því ekki hugsjúkir fyrir morgundeginum; hann mun sjálfur bera umhyggju fyrir sér; hvörjum degi nægir sín mæða.
Matteusarguðspjall 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:00+00:00
Matteusarguðspjall 6. kafli
Jesús talar um ölmusur, bænir, föstu, himneskan auð; varar við áhyggju.
V. 3. Viti ekki—hægri gjörir, þ. e. þykist ekki með sjálfum yður af því.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.