1Nú er Jesús gekk út úr musterinu, þá sýndu lærisveinar hans honum byggingu þess;2þá mælti hann: vex yður þetta (mjög) í augum? sannlega segi eg yður: allt þetta, mun svo öldungis eyðilagt verða, að ekki mun þar steinn yfir steini vera.
3En þegar hann hafði sett sig niður á Viðsmjörsviðarfjallinu, gengu lærisveinar hans til hans einslega og sögðu: seg oss hvönær þetta mun framkoma, og hvört vera mun merki þinnar tilkomu og enda veraldarinnar.4Jesús mælti: varist það að enginn villi yður,5því margir munu koma undir mínu nafni, og segja sig Krist að vera, og munu marga afvega leiða.6En nær þér fréttið styrjöld og ófriðar tíðindi, þá sjáið til, að þér skelfist ekki; því þetta hlýtur allt að ske, en þó er enn ekki endirinn kominn,7því ein þjóð mun rísa mót annarri, og eitt ríki mót öðru, þá mun og í ýmsum stöðum vera hallæri, drepsótt og jarðskjálftar.8Þetta er byrjan eymdanna.9Þá munu menn selja yður í ánauð og af lífi taka, og allar þjóðir munu yður hata fyrir mínar sakir.10Margir munu þá kasta trú sinni, hvör annan framselja og að hatri hafa;11þá munu og uppkoma margir falskennendur, þeir er marga munu afvegaleiða,12og sakir vaxandi rangsleitni mun kærleiki margra kólna.13En hvör, sem stöðugur stendur allt til enda, hann mun hólpinn verða.14En kenningin um Guðs ríki mun um gjörvallan heim boðuð verða, svo fyrir öllum þjóðum vitnist þar um; og þá mun endirinn koma.15En nær þér sjáið viðurstyggð eyðileggingarinnar í þeim helga stað a), um hvörja Daníel spáð hefir (hann, sem les það gefi gaum að því),16þá flýi hvör sá, sem í Júdeu er, til fjalla;17hvör sá, sem er á húsþaki, varist hann að fara ofan í hús sitt til að taka nokkuð þaðan.18Hvör hann er á akri, snúi hann ekki til baka að taka klæði sín.19Æ! vesælar eru á þeim tíma konur þungaðar, og þær, er börn hafa á brjósti.20En biðjið þér, að yðar flótti verði ekki um vetur, eður á hvíldardegi;21því þá mun vera svo stór hörmung, að engin hefir þvílík verið frá byrjun heims til þessarar tíðar, og ekki heldur mun síðar verða;22og nema þessir dagar styttist, mundi enginn lífi halda, en fyrir útvaldra sakir mun þessi tími styttast.23Þó nokkur segi yður þá, að Kristur sé hér eður þar, þá skuluð þér ekki trúa;24því að margir falskristar og falskennendur munu þá upp koma, og gjöra stór undur og tákn, svo að í villu munu leiðast, ef það ske kynni, jafnvel útvaldir.25Gætið nú þess, að eg hefi sagt yður þetta fyrir.26Þegar þeir nú segja yður, að hann sé í eyðimörku, þá farið ekki út þangað, og þegar þeir segja, að hann sé í leynihúsum, þá trúið því ekki.27Því, eins og eldingin út gengur frá austri og skín allt til vesturs, eins mun verða tilkoma Mannsins Sonar;28því þar sem hræið er, þangað munu ernirnir safnast.29En strax eftir þessa hörmung mun sól sortna og tungl missa birtu sinnar, en stjörnur munu hrapa af himni og kraftar himnanna hrærast.30Þá mun teikn Mannsins Sonar birtast á himni, og allar þjóðir munu óttast, nær þær sjá hann komanda í skýjum himins með veldi og vegsemd mikilli.31Þá mun hann senda engla sína með hvellum lúðri til að samansafna hans útvöldum úr öllum áttum, frá einu heims skauti til annars.32Takið yður dæmi af fíkjutré þessu, nær greinir þess eru þvalar orðnar, og blöðin taka út að springa, þá vitið þér að sumarið er í nánd;33svo fer og nær þér sjáið allt þetta, þá megið þér vita að þetta mun vera nærri og fyrir dyrum.34Sannlega segi eg yður, að þessi kynslóð mun ekki undir lok liðin, áður en allt þetta kemur fram.35Fyrr mun himin og jörð forganga, en mín orð rætist ekki.36En þann dag og tíma veit enginn fyrir, og ekki englar á himnum, nema Faðirinn einn.37En eins og dagar Nóa voru, eins mun tilkoma Mannsins Sonar verða.38Því eins og menn fyrir flóðið héldu sig vel að mat og drykk, karlar og konur giftust, allt til þess dags, á hvörjum Nói gekk í örkina,39og vissu ekki fyrr af, en flóðið kom og tók þá alla: eins mun og verða tilkoma Mannsins Sonar.40Tveir munu þá á akri vera, sá annar mun meðtekinn verða, hinn eftirskilinn;41tvær konur munu þá mala í kvernhúsi, önnur þeirra mun verða meðtekin, hin eftirskilin.42Verið því vakandi, þér vitið ekki nær Herra yðar muni koma;43en það vitið þér, að ef húsbóndinn vissi, um hvörja stund nætur að þjófurinn kæmi, þá mundi hann vaka, og ekki leyfa að brotin væru upp hús sín.44Verið þér því viðbúnir, því Mannsins Sonur mun koma þegar þér síst ætlið.45Sæll er þjón sá, sem sakir trúmennsku sinnar og forsjálni er settur af húsbónda sínum yfir skuldalið hans, að gefa því mat í réttan tíma,46ef að húsbóndinn, nær hann kemur, finnur, að hann gjörir þetta verk sitt dyggilega;47því, trúið mér, hann mun setja hann yfir allar eigur sínar.48En sé nú þjón þessi ótrúr, og hugsi, að húsbóndi sinn muni ekki svo bráðum koma,49taki síðan að berja á samþjónum sínum og hafa samneyti við ofdrykkjumenn,50þá mun húsbóndi hans koma, þegar hann varir sem minnst, og á þeirri stund, er hann ætlaði síst,51og láta hann mæta hörðum refsingum og gjöra hlut hans jafnan augnaþjónum, meðal hvörra vera mun grátur og gnístran tanna.
Matteusarguðspjall 24. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:07+00:00
Matteusarguðspjall 24. kafli
Jesús spáir um eyðileggingu Jerúsalems og heimsins, og um andvaraleysi manna, og ræður til árvekni.
K. 24 og 25, sbr. Mark. 13. Lúk. 21,5–36. V. 15. Dan. 9,26.27. 12,11. a. Þ. e. í Jerúsalem, hvar Guðs musteri var. V. 28. Habak. 1,8. Job. 39,32.33. Lúk. 17,36. V. 29. Jóel. 2,10. Esa. 13,10. Esek. 32,7.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.