1Nú er Jesús hafði lokið þessari ræðu, veik hann burt úr Galíleu, og ferðaðist til þeirra héraða í Júdeu, sem liggja hinumegin Jórdanar;2þangað fylgdi honum mikill fjöldi fólks, og læknaði hann þar þá af þeim, sem sjúkir voru;3þá komu til hans farisear, vildu freista hans og spurðu: hvört (giftum) manni leyfðist að skilja við konu sína fyrir hvörja eina sök?4Hann mælti: hafið þér ekki lesið, að Skaparinn gjörði í öndverðu karlmann og konu, og mælti:5„fyrir þessa sök skal maðurinn yfirgefa foreldra sína, en sameinast konu sinni, svo þau bæði séu einn maður“;6og þar eð þau eru nú síðan ekki tveir, heldur einn maður, svo ber (giftum) manni ekki að skilja það sundur, er Guð sameinaði.7Þeir mæltu: því bauð þá Móses að gefa skilnaðarskrá og skilja svo við konu sína?8Hann mælti: sakir mannvonsku yðar leyfði Móses yður að skiljast við konur yðar, en í öndverðu var þetta ekki þanninn.9Því trúið mér! að hvör, sem skilur sig við konu sína nema fyrir hórdómssakir, og gengur að eiga aðra, sá drýgir hór; og hvör hann tekur sér konu þá, sem skilið hefir við mann sinn, sá drýgir einninn hórdóm.10Þá mæltu lærisveinar hans: sé þannig ákomið milli manns og konu, þá er ekki gott að giftast.11Jesús svaraði: þetta a) geta ekki allir, heldur þeir einir, sem það er gefið;12því sumir eru fæddir svo, að þeir eru óhæfir til hjúskapar, aðrir eru geltir af manna völdum; þá eru og þeir, er halda sér frá hjúskap fyrir Guðs ríkis sakir; gjöri þeir það er geta.
13Þá voru ungbörn færð til hans, til þess að hann legði hendur yfir þau og árnaði þeim góðs; en lærisveinar hans vildu varna þeim þess.14Jesús mælti: leyfið börnunum að koma til mín og hindrið þau ekki, því mitt ríki heyrir slíkum til.15Og er hann hafði þetta mælt, lagði hann hendur yfir þau, og fór þaðan.16Þá kom maður nokkur til hans, og tók svo til orða: góði Meistari! hvað gott skal eg gjöra til þess að eg öðlist eilíft líf?17Jesús mælti: því spyr þú mig að því, hvað gott sé? einn er sá, sem góður er. En ef þú vilt innganga til lífsins, þá haltu boðorðin.18Hann spurði: hvör helst? Jesús mælti: þessi, eigi skaltú mann vega; eigi hórast; eigi stela; eigi ljúgvitni bera;19heiðra föður og móður, og elska náunga þinn sem sjálfan þig.20Þá mælti hinn ungi maður: þessa hefir eg alls gætt frá barnsbeini; hvörs er mér þá enn þá vant?21Jesús mælti: viljir þú algjör vera, þá far og sel eigur þínar, og gef þær fátækum, þá muntu fjársjóð eignast á himni; kom svo og fylg mér.22En er hinn ungi maður heyrði þetta, varð hann hryggur, og fór í burtu; því hann var mjög auðugur að fé.23Þá tók Jesús til orða við lærisveina sína: sannlega segi eg yður: að torvelt mun það verða ríkum manni að inn ganga í himnaríki a);24og ennframar segi eg yður: að auðveldara er úlfaldanum að ganga í gegnum nálar-augað, en ríkum manni inn í Guðs ríki.25Nú er lærisveinar hans heyrðu þetta, hnykkti þeim mjög við, og mæltu: hvör getur þá orðið hólpinn?26Þá leit Jesús til þeirra og mælti: mönnum er þetta að vísu ómögulegt b), en Guði er enginn hlutur ómáttugur.27Þá tók Pétur til orða: vér yfirgáfum allt og fylgdum þér, hvílík laun munum vér hér fyrir hljóta?28Jesús mælti: sannlega segi eg yður: að þér, sem hafið fylgt mér, munuð í endursköpuninni, þá Mannsins Sonur situr á sínum veldisstóli, einninn sitja á tólf hásætum, og dæma þær tólf kynkvíslir Ísraels;29og hvör helst, sem yfirgefið hefir hús, bræður, systur, föður, móður, konu, börn eður eignir fyrir mínar sakir, mun fá hundraðfalt og öðlast eilíft líf.30En margir þeir, sem fyrstir eru c), munu verða síðastir, og þeir síðustu d) fyrstir.
Matteusarguðspjall 19. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:07+00:00
Matteusarguðspjall 19. kafli
Jesús læknar; talar um hjónaskilnað og hjúskap, blessar yfir ungbörn; talar við hinn ríka ungling; talar um hina ríku; hughreystir þá, sem yfirgefi allt hans vegna.
V. 1–12. Mark. 10,1–12. V. 5. 1 Mós. 2,24. V. 7. 5 Mós. 24,1. V. 11. a. Að vera ógiftur. V. 13–15. sbr. Mark. 10,13–16. Lúk. 18,15–17. V. 16–30. sbr. Mark. 10,17–31. Lúk. 18,18–30. V. 23. a. Þ. e. fá inngöngu í Krists ríki. V. 26. b. Nefnil. án Guðs aðstoðar. V. 30. c. Þ. e. þeir þykjast unnið hafa til mestu launa af Guði. d. Þeir síðustu, þeir sem til engra launa þykjast unnið hafa, heldur einungis treysta Guðs náð.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.