1Um þetta leyti komu lærisveinar Jesú til hans og spurðu hann: hvör þeirra mundi mestur verða í himnaríki?2Jesús kallaði barn eitt til sín, setti það á meðal þeirra,3og mælti: sannlega segi eg yður: nema þér takið sinnaskipti og verðið börnum líkir, munuð þér ekki koma í himnaríki.4En hvör, sem er lítillátur eins og barn þetta, hann mun mestur verða í himnaríki;5og hvör, sem tekur vel á móti þvílíku barni fyrir mína skuld, það er sem hann taki vel á móti mér.6En ef nokkur hneykslar einhvörn af þessum mínum umkomulausu lærisveinum, betra væri það þeim, að kvarnarsteinn hengdist við háls honum og honum væri í haf sökkt.7Ó! hvörsu vesæll er heimurinn sakir hneykslananna; þó kann ekki hjá því að fara, að hneykslanir komi, en vesæll er þó sá, sem hneykslinu veldur.8Ef hönd þín eður fótur hneykslar þig, þá högg hann af og kasta honum burtu, því betra er þér höltum og handarvana að öðlast sælu, en að þú hafir tvær hendur og tvo fætur, og verðir í eilífan eld kastaður.9Og ef auga þitt hneykslar þig, þá sting það út og kasta því á burt, betra er þér eineygðum eilífa sælu að öðlast, en að þú hafir bæði augu þín og þér verði í helvítiseld kastað.10Gætið yðar, að þér ekki forsmáið nokkurn þessara umkomuleysingja, því eg segi yður: að englar þeirra á himnum sjá auglit míns himneska Föður,11því til þess kom Mannsins Sonur, að hann frelsaði það, er tapað var.12Hvað líst yður? ef einhvör ætti hundrað sauða, og skyldi einn af þeim villast frá; mundi hann ekki skilja þá níutíu og níu eftir við fjöllin, og fara að leita þess, er frá var villtur?13Og ef honum auðnast að finna hann, þá trúið mér, að hann gleðst meir yfir honum, en yfir þeim níutíu og níu, sem ekki villtust;14eins vill yðar himneski Faðir ekki, að nokkur þessara umkomulausu skuli tapast.15Brjóti þinn bróðir nokkuð á móti þér, þá vanda fyrst um við hann heimuglega, og ef hann hlýðir þér, hefir þú hann frelstan.16En vilji hann þér ekki hlýða, þá tak með þér einn eður tvo, svo að málið verði samið fyrir tillögur tveggja eður þriggja votta,17en vilji hann þeim ekki hlýða, þá seg það samkundunni; og vilji hann ekki samkundunni hlýða, þá haltú hann, sem væri hann heiðingi og skattheimtari;18eg segi yður það fyrir sann: að hvað þér bindið á jörðu, skal á himni bundið vera, og hvað þér leysið á jörðu, skal á himni leyst vera.19Ennframar segi eg yður: að ef tveir biðja nokkurs samhuga, mun það þeim af mínum himneska Föður veitt verða;20hvar, sem tveir eða þrír eru samankomnir í mínu erindi, þar vil eg vera mitt á meðal þeirra.
21Þá gekk Pétur til hans og mælti: hvörsu oft skal eg fyrirgefa þeim, sem gjörir á móti mér? er ekki nóg að gjöra það sjö sinnum?22Jesús mælti: ekki sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö sinnum.23Þar fyrir er Guðs ríki eins háttað og konungi einum, er reikningsskap vildi halda við þjóna sína;24en er hann tók reikninginn að halda, var færður til hans maður sá, er honum var skyldugur um tíu þúsund punda a);25og sem hann nú ekki hafði þau til að borga með skuld sína, bauð konungurinn, að selja skyldi sjálfan hann, konu hans og börn og alla eigu hans að borga þar með skuldina;26þá féll þjóninn til fóta hans og mælti: umlíð þú mig, herra! allt skal eg þér lúka;27þá aumkvaðist herrann yfir þenna þjón, lét hann á burtu fara og gaf honum upp alla skuldina.28En er hann fór út, hitti hann einn af sínum samþjónum, er honum var skyldugur um hundrað peninga; þenna tók hann höndum, tók fyrir kverkar honum og mælti: gjald þú það þú ert mér skyldugur;29en samþjón hans féll fram að fótum honum, og bað, að hann vildi umlíða sig, og lofaði að lúka honum allt;30en hann vildi ekki, og setti hann í myrkvastofu, uns hann hafði skuldinni lokið.31En er samþjónar hans sáu hvað skeði, urðu þeir mjög hryggvir. Fóru þeir því og sögðu konungi allt hvað gjörst hafði.32Þá lét hann kalla þenna mann fyrir sig og mælti: þú illi þegn! alla þessa skuld gaf eg þér upp, sakir þess þú baðst mig;33hvört sæmdi þér þá ekki einninn að vera miskunnsamur við þinn samþjón, eins og eg var miskunnsamur við þig?34Þá varð konungurinn reiður, og bauð að selja hann í hendur varðmönnum myrkvastofunnar, uns hann hefði goldið allt það, er hann var skuldugur.35Þann veg mun og minn himneski Faðir breyta við yður, ef þér ekki, hvör og einn, forlátið öðrum af heilum huga sín afbrot.
Matteusarguðspjall 18. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:07+00:00
Matteusarguðspjall 18. kafli
Jesús varar við ofmetnaði og hneykslunum; kennir að hann sé kominn til að frelsa hið tapaða; hvörninn þeir ættu að hegða sér við bróður sinn, er syndgaði, talar um sameinaðar bænir, um að fyrirgefa, og dæmisaga þar upp á.
V. 1–11. sbr. Mark. 9,32–47. Lúk. 9,46–48. 17,1–2. V. 12–14. Sbr. Lúk. 15,3–7. V. 15. Lúk. 17,3. 3 Mós. 19,17. V. 16. 5 Mós. 17,6. V. 24. a. Talent, sem stendur í höfuðtextanum, og sem hér útleggst pund, eru 6000 peningar (denarii, eða drachmæ), sjá k. 17,27, skgr.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.