1Um þessar mundir komu til Jesúm skriftlærðir og farísear frá Jerúsalem; þeir spurðu hann:2því yfirtroða þínir lærisveinar setningar öldunganna, er þeir ekki taka handlaugar, áður en þeir ganga til matar?3Jesús svaraði þeim: því yfirtroðið þér Guðs boðorð með yðar eigin setningum?4því Guð hefur boðið og sagt: „heiðra skaltu föður þinn og móður“, og enn framar: „hvör hann atyrðir föður sinn eða móður, hann er rétt dræpur“.5En þér segið: segi nokkur við foreldri sitt: eigur þær, hvar með eg kynni að hjálpa þér, eru heitfé, þá skuli hann ekki framar skyldur að annast föður sinn eður móður,6og hafið þér þanninn með setningum yðrum ónýtt Guðs lögmál.7Hræsnarar! rétt hefir spámaðurinn Esajas spáð um yður, er hann segir:8„Lýður þessi heiðrar mig með vörunum,9en þeirra hjarta er langt í burtu frá mér; en þeirra dýrkan er hégómleg, er þeir kenna það, sem eru mannaboðorð“.10Þá kallaði hann saman fólkið og mælti: heyrið þér og skiljið:11ekki kann það manninn að saurga, sem inn fer í gegnum munninn, heldur það, sem útfer af munninum, það saurgar manninn.12Þá komu til hans lærisveinar hans og mæltu: veistú af því, að Faríesar hneyksluðust, er þeir heyrðu þetta?13hann mælti: allt hvað minn himneski Faðir ekki hefir plantað, hlýtur að upprætast.14Skiptið yður ekki af þeim, þeir eru blindir og blindra leiðtogar; ef blindur leiðir blindan falla þeir báðir í gryfjuna.15Þá bað Pétur hann, að hann vildi útskýra þeim þessa dæmisögu.16Jesús mælti: eruð og þér enn þá svo skilningslausir!17skiljið þér ekki, að allt það, sem inn kemur um munninn fer í magann, og fer burtu fyrir eðlilega rás;18en það er útfer af munninum, kemur frá hjartanu, og þetta er það, sem saurgar manninn.19Því frá hjartanu plaga að koma illar hugrenningar, manndráp, hór, frillulífi, þjófnaður, ljúgvitni, illmæli;20þetta er það, sem saurgar manninn; en að ganga með óþvegnum höndum til matar, saurgar engan.
21Þaðan fór Jesús í landsbyggð Týrusar og Sídónar.22Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héröðum, kallaði á hann og sagði: miskunna mér, Herra! þú niðji Davíðs! dóttir mín kvelst þunglega af djöflinum;23en hann svaraði henni engu orði. Þá komu lærisveinar hans og báðu, að hann veitti henni úrlausn, þar hún kallaði eftir þeim.24Jesús mælti: eg er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.25En hún kom, féll fram fyrir honum og mælti: hjálpa þú mér, Herra!26Jesús mælti: ekki sæmir að taka brauðið frá börnunum og kasta því fyrir hundana.27Satt er það, Herra! mælti konan, þó eta hundarnir mola þá, sem falla af borðum drottna þeirra.28Þá mælti Jesús: mikil er trú þín, kona! verði þér, sem þú vilt; og dóttir hennar varð samstundis heilbrigð.
29Þaðan fór Jesús til sjávarins í Galíleu, gekk þar upp á fjallið og settist þar;30þá kom til hans mikill fjöldi fólks, er hafði með sér halta menn og blinda, mállausa, handarvana og marga aðra, og vörpuðu þeim til fóta Jesú, en hann læknaði þá;31svo fólkið undraðist, er það sá mállausa tala, handarvana heila, halta heilfætta, og blinda alsjáandi, og prísaði Ísraels Guð.32Þá kallaði Jesús á lærisveina sína og mælti: eg aumka fólk þetta; í þrjá daga hafa þeir nú með mér verið, og ekkert til matar haft; en fastandi vil eg ekki láta þá frá mér fara, að ekki verði þeir magnþrota á veginum.33Þá mæltu lærisveinar hans: hvaðan skulum vér taka svo mörg brauð hér í óbyggðum, að vér fáum slíkan fólksfjölda mettað?34Jesús spurði þá: hvað mörg brauð hafið þér? þeir sögðu: sjö, og fáeina smáfiska.35Þá bauð hann fólkinu að setjast niður á jörðina;36síðan tók hann þau sjö brauð og fiskana, gjörði Guði þakkir, braut þau og seldi þau í hendur lærisveinum sínum, en þeir fengu þau fólkinu;37en þeir neyttu allir og urðu mettir; síðan söfnuðu þeir leifunum, og voru það sjö karfir fullar;38en þeir, er neytt höfðu, voru fjórar þúsundir, auk kvenna og barna.39Að því búnu lét hann fólkið fara á burt, steig á skip, og fór til Magdalahéraða.
Matteusarguðspjall 15. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:07+00:00
Matteusarguðspjall 15. kafli
Jesús forsvarar lærisveinana, og kennir hvað það sé, er manninn saurgi; reynir og bænheyrir þá kanversku konu; læknar marga, og mettar 4000 manns.
V. 1–20, sbr. Mark. 7,1–23. V. 4. 2 Mós. 20,12. 21,17. V. 8. Es. 29,13. V. 21–28, sbr. Mark. 7,24–30. V. 29. sbr. Mark. 7,31. V. 32–39. sbr. Mark. 8,1–10.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.