1Um þessar mundir kom fregnin af Jesú til eyrna Heródesar fjórðungshöfðingja;2þá mælti hann við menn sína: þessi er Jóhannes skírari, hann er risinn upp frá dauðum, þar fyrir fremur hann svo mikil kraftaverk.3En Heródes hafði látið handtaka Jóhannes, fjötra hann og setja í myrkvastofu, sakir Heródíadis konu Filippusar bróður síns;4því Jóhannes hafði sagt við hann: þú mátt ekki taka saman við hana;5og þótt hann vildi láta drepa hann, þorði hann það þó ekki, sakir alþýðunnar; því allir héldu Jóhannes vera spámann.6En á fæðingarhátíð Heródesar, dansaði dóttir Heróíadis fyrir gestunum, og féll honum það svo vel í geð,7að hann hét með eiði að veita henni hvað hún umbeiddi.8En hún bað, eftir undirlagi móður sinnar, að hann gæfi sér á diski höfuð Jóhannesar skírara.9Við þetta varð konungurinn hryggur, en sakir eiðs síns og þeirra, er voru í boði hans, bauð hann, að þetta skyldi henni veitast.10Sendi hann því og lét hálshöggva Jóhannes í myrkvastofunni,11en höfuð hans var lagt á fat og gefið meyjunni, en hún færði móður sinni.12En lærisveinar hans tóku lík hans og greftruðu það, kunngjörðu síðan Jesú hvað skeð hafði;13og er Jesús heyrði það, fór hann á skipi til eyðibyggða einnsaman, og er fólkið var þess víst, fylgdi það honum á landi úr borgunum.
14En er hann gekk fram, leit hann mikinn fjölda fólks, kenndi í brjósti um þá, og læknaði þá á meðal þeirra, sem krankir voru.15En er kvöld var komið, komu lærisveinar hans til hans og mæltu: vér erum hér í eyðimörku, og dagur er nú liðinn að mestu, láttu fólkið frá þér, að það fari í þorpin að kaupa sér vistir.16Jesús mælti: ekki þurfa þeir burtu að fara; gefið þér þeim mat.17Þeir mæltu: ekki höfum vér hér nema fimm brauð og tvo fiska.18Hann bauð þeim að færa sér þetta.19Síðan sagði hann fólkinu að setjast niður í grasið, tók þau fimm brauð og þá tvo fiska, leit til himins, gjörði Guði þakkir; síðan braut hann brauðin, og fékk lærisveinum sínum þau, en þeir færðu þau fólkinu;20og allir neyttu, til þess þeir vóru mettir; þá tóku þeir afgangsleifarnar, og vóru það tólf karfir fullar;21en þeir, sem neytt höfðu, vóru hér um fimm þúsundir manna, auk kvenna og barna.
22Strax er þetta var skeð, bauð hann lærisveinum sínum að stíga á skip og fara undan sér yfirum á meðan hann væri að koma frá sér fólkinu.23Og sem hann hafði látið fólkið frá sér, fór hann einnsaman upp á fjall nokkurt að biðjast fyrir; og er kvöld var komið, var hann þar einn;24þá var skipið næstum komið á mitt vatnið, og lá undir áföllum, en andviðri var.25En er nær fjórðungur lifði nætur, kom hann til þeirra gangandi á sjónum.26En er lærisveinarnir sáu hann ganga á sjónum, urðu þeir felmtsfullir, og sögðu: það er vofa; og tóku að æpa af hræðslu;27en Jesús varpaði strax orðum á þá, og mælti: verið óhræddir, eg er það, hræðist ekki!28Honum ansaði Pétur og mælti: ef þú ert það, Herra! þá seg að eg komi til þín á vatninu.29Jesús mælti: kom þú; þá fór Pétur útbyrðis og tók að ganga á vatninu til Jesú.30En er hann sá fellibil einn harðan, hræddist hann, og er hann tók til að sökkva, kallaði hann og mælti: hjálpa þú mér, Herra!31þá rétti Jesús strax út hönd sína, tók til hans og sagði: þú trúarlitli! því efaðist þú?32Og er þeir stigu á skipið, lægði veðrið;33en þeir, sem á skipinu vóru, féllu fram fyrir honum og mæltu: vissulega ertu Guðs Sonur!
34Síðan fóru þeir yfirum, og komu í Genesaretsland.35En er þeir, sem þar bjuggu, þekktu hann, sendu þeir í alla byggðina umhverfis, og færðu til hans alla þá, sem sjúkir vóru,36og beiddust, að hann vildi leyfa þeim aðeins að snerta fald klæða sinna, en þeir, er hann snertu, urðu heilbrigðir.
Matteusarguðspjall 14. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:07+00:00
Matteusarguðspjall 14. kafli
Heródes heldur, að Jóhannes, hvörn hann hafði látið hálshöggva, sé endurlifnaður. Jesús mettar 5000 manns, gengur á sjónum, læknar.
V. 1–13, sbr. Mark. 6,14–29. Lúk. 9,7–9. V. 4. 3 Mós. 18,16. V. 14–36. sbr. Mark. 6,32–56. Lúk. 9,10–17. Jóh. 6,1–21.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.