1Síðan kallaði hann til sín sína tólf lærisveina, og gaf þeim vald til að reka út óhreina anda, og lækna alls kyns sjúkdóma og krankleika.2Nöfn þessara tólf postula vóru þessi: fyrst var Símon, sem kallast Pétur, og Andrés bróðir hans, Jakob Sebedusarson, og Jóhannes bróðir hans,3Filippus og Bartólómeus, Tómas og Matteus tollheimtari, Jakob Alfeusarson og Lebbeus, er kallast Taddeus.4Símon vandlætari og Júdas frá Karíot, sem síðan sveik hann.
5Þessa tólf sendi Jesús frá sér, og gaf þeim áður þessa skipun; farið þér eigi til heiðinna þjóða, og gangið eigi inn í neina samverska borg;6heldur farið til týndra sauða af Ísraelsætt;7og kunngjörið: að Guðs ríki sé nálægt;8læknið sjúka, lífgið dauða, hreinsið líkþráa, rekið djöfla út; þér hafið fengið þetta kauplaust, gjörið það og kauplaust.9Eigi skuluð þér hafa gull, silfur eður eir í beltum yðrum,10né taka með yður á veginn nestismal; eigi hafa tvo kyrtla, ekki skó eður staf, því verður er verkamaðurinn fæðisins.11En í hvörja þá borg eður þorp, er þér komið, þá spyrjist fyrir: hvör þar sé (yðar gistingar) verður, hjá honum skuluð þér gista, til þess þér farið þaðan.12Þegar þér gangið inn í húsið, þá árnið þeim góðs, sem þar eru,13og séu þeir þess verðir, munu óskir yðar hrína á þeim, en ef ekki, munu þær hverfa aftur til yðar.14Sé sá nokkur, sem ekki vill veita yður viðurtöku, eða hlýða yðar kenningu, þá farið burt af því heimili eður þeim stað, og hristið duft a) af fótum yðrum;15trúið mér, bærilegra mun verða straff Sódómu og Gómorru á degi dómsins en þeirrar borgar.
16Sjáið! eg sendi yður, sem sauði meðal úlfa; verið því varir um yður, sem höggormar, og meinlausir, sem dúfur.17Gætið yðar fyrir mönnum, því þeir munu færa yður á þing og afhýða yður í samkunduhúsum sínum,18og fyrir landstjórnara og konunga munuð þér færðir verða fyrir mínar sakir, svo bæði þeim og heiðingjum verði minn lærdómur kunnur.19En nær þeir framselja yður, þá verið ekki hugsjúkir um, hvörnin eður hvað þér skuluð tala; því í sama bragði mun því verða skotið yður í brjóst;20því það er ekki þér, sem talið, heldur andi Föðurs yðar, sem í yður talar.21Bróðir mun framselja bróður til lífláts, og faðir barn sitt; þá munu og börnin hefjast gegn foreldrunum, og firra þá lífi;22og yður munu allir fyrir mínar sakir að hatri hafa. En sá, sem stöðugur stendur til enda, hann mun hólpinn verða.23Nær þeir ofsækja yður í einni borg, þá flýið í hina, og nær þeir ofsækja yður í henni, þá flýið í þá þriðju. Trúið mér! þér munuð ekki hafa lokið umferð yðvarri um allar Ísraels borgir, áður Mannsins Son kemur.24Lærisveinninn er eigi fyrir sínum Meistara, ekki heldur þjóninn fyrir sínum húsbónda;25lynda má lærisveininum, að hann hafi sömu kjör, sem Meistarinn, og þrælnum, sem húsbóndi hans; en hafi þeir kallað húsföðurinn Belsebúl, hvörsu miklu heldur munu þeir kalla þjóna hans það?26En hræðist þá samt ekki; því ekkert er svo hulið, að ei muni opinbert verða, og ekkert svo fólgið, að ei verði augljóst;27hvað eg segi yður heimuglega, það skuluð þér opinberlega öðrum kenna, og það, sem yður er sagt hljóðlega, skuluð þér í fjölmenni flytja.28Hræðist ekki þá, sem líkamann deyða, en geta ekki líflátið sálina; hræðist heldur hann, sem vald hefir að tortýna bæði sálu og líkama í helvíti.29Selja menn ekki tvo tittlinga fyrir einn pening, þó deyr enginn þeirra án vilja Föðurs yðar;30jafnvel yðar höfuðhár eru talin;31hræðist því ekki, þér eruð meira verðir en margir tittlingar.32Hvör hann kannast við mig fyrir mönnum, við þann mun eg einninn kannast fyrir mínum Föður á himnum.33En hvör sem ekki vill kannast við mig fyrir mönnum, við þann mun eg ekki heldur kannast fyrir mínum Föður á himnum.34Ætlið ekki, að af minni komu muni friður standa; ekki mun hún friði valda, heldur styrjöldum.35Af henni mun koma ósamlyndi milli föðurs og sonar, dóttur og móður, sonarkonu og móður manns hennar;36og húsbóndans heimamenn munu hans óvinir vera.37Hvör hann elskar föður eða móður meir en mig, hann er mín ekki verður, og hvör hann elskar son eða dóttur meir en mig, sá er mín ekki verður;38og hvör sem ekki tekur sinn kross og fylgir mér eftir, hann er mín ekki verður.39Hvör hann hyggst að forða lífi sínu, mun því týna, en hvör hann vogar því í hættu, fyrir mína skuld, mun fá því borgið.40Hvör hann veitir yður viðurtöku, er sem hann veiti mér viðurtöku, og hvör, sem veitir mér viðurtöku, er sem hann veitti þeim viðurtöku, er mig sendi.41Hvör hann veitir einum spámanni viðurtöku, vegna þess að hann er spámaður, mun spámannslaun öðlast; hvör hann tekur við ráðvöndum, fyrir það að hann er ráðvandur, mun hljóta hins ráðvanda umbun;42og hvör hann gefur einum af þessum umkomulausu kaldan vatnsdrykk, vegna þess að hann er minn lærisveinn, trúið mér! hann mun ekki fara á mis við sín laun.
Matteusarguðspjall 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:00+00:00
Matteusarguðspjall 10. kafli
Jesús útsendir þá tólf postula til að kenna og gjöra kraftaverk; hughreystir þá á móti ofsóknum og lífláti; lofar þeim umbun er veita þeim móttöku.
V. 1–4, sbr. Mark. 3,13–19. Lúk. 6,13–16. V. 7–15, sbr. Mark. 6,7–13. Lúk. 9,1–6. (sbr. Lúk. 10,1–12). V. 14. a. þ. e. sem merki þess, að þeir vildu ekkert hafa saman við þá að sælda. V. 19–42, sbr. Lúk. 12,2–12. (Matt. 16,24–25. Mark. 9,37–41). V. 21. Mikk. 7,5.6. V. 35. Mikk. 7,6. V. 41. Spámanni, þ. e. Krists lærdómspredikara.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.