1Þegar hann gekk út úr musterinu, sagði einhvör af lærisveinum hans við hann: skoðaðu, Meistari! hvað stórir þessir steinar eru, og hvílík þessi bygging!2Jesús mælti: þú undrast þessar miklu byggingar; þar mun ekki eftirskilinn verða steinn yfir steini óniðurrifinn.3Nú sem hann sat á Viðsmjörsviðarfjallinu gegnt musterinu, spurðu þeir Pétur, Jakob, Jóhannes og Andrés hann einslega hér um,4og báðu hann að segja sér nær allt þetta skyldi rætast.5Jesús tók þá svo til orða: varist að enginn leiði yður í villu,6því margir munu koma í mínu nafni, og segja sig vera Krist, og þeir munu marga afvega leiða.7En er þér heyrið stríð og hersögur, þá látið ekki hugfallast; því þetta hlýtur að ske; þó er þar fyrir ekki endirinn kominn.8Ein þjóðin mun reisa ófrið móti annarri, og eitt ríki móti öðru; þá munu í ýmsum stöðum vera landskjálftar, hallæri og flokkadrættir; þetta er byrjan hörmunganna;9en verið þér þá varir um yður, því þeir munu hafa yður á ráðstefnur og í samkundur, þér munuð húðstrýktir verða, og mín vegna færðir verða fyrir landshöfðingja og konunga, svo þér einninn fyrir þeim getið borið vitni um mig;10en áður hlýtur minn lærdómur að vera fluttur öllum þjóðum.11En nær þeir draga yður fyrir rétt og framselja yður, þá verið ekki áhyggjufullir um hvað þér eigið að tala, né hugsið um það fyrir fram, heldur talið það, sem yður verður inngefið á þeirri sömu stundu; því þér eruð ekki það, sem talið, heldur heilagur andi.12Þá mun sá eini bróðir framselja hinn til dauða, og faðirinn barn sitt; börnin munu hefja fjandskap mót foreldrum sínum, og taka þá af lífi,13og mín vegna munu allir yður að hatri hafa; en sá, sem stöðugur stendur til enda, hann mun hólpinn verða.14En nær þér sjáið viðurstyggð eyðileggingarinnar (um hvörja spámaðurinn Daníel talar) standa þar, er ekki skyldi (hann, sem les þar um, gefi gaum að því); þá flýi hvör sá, sem er í Gyðingalandi, til fjalla,15og hvör, sem er á húsþaki, varist hann að fara ofan í húsið, eður ganga inn í það, til að taka nokkuð þaðan.16Sá, sem er á akri, snúi hann ekki aftur til að taka klæði sín;17vesælar eru á þeim tímum konur þungaðar, og þær, er börn hafa á brjósti;18en biðjið: að yðar flótti verði ekki um vetur;19því á þeim tímum mun verða svo stór hörmung, að engin hefir slík verið frá upphafi þeirra hluta, sem Guð skapaði, til þessa, og ekki heldur mun verða;20og nema Guð stytti þessa tíma, mundi enginn lífi halda; en vegna hinna útvöldu, sem hann hefir útvalið, mun hann stytta þá.21Ef einhvör þá segir yður: sjá! hér er Kristur, eða þar, þá trúið ekki;22því upp munu rísa falskristar og falsspámenn, er gjöra munu tákn og stórmerki, til að afvegaleiða, ef ske mætti, jafnvel Guðs útvalda.23En verið þér varir um yður, og minnist þess, að eg sagða yður allt þetta fyrir.24Á þessum tíma, nær þessi hörmung er á enda, mun sólin sortna og tunglið missa birtu sinnar;25þá munu stjörnurnar hrapa af himni, og himnanna her skjálfa.26Þá munu menn sjá Mannsins Son komanda í skýjunum með miklu valdi og vegsemd;27hann mun senda engla sína til að samansafna hans útvöldu úr öllum áttum, frá einu heimsskauti til hins.28Takið dæmi af þessu fíkjutré: nær greinir þess eru þvalar orðnar, og blöðin taka út að springa, þá vitið þér, að sumarið er í nánd.29Eins skuluð þér og vita, að nær þér sjáið þetta tré, þá er eyðileggingin fyrir höndum.30Sannlega segi eg yður! þessi kynslóð mun ekki undir lok liðin, áður en allt þetta kemur fram.31Himinn og jörð munu forganga, en mín orð munu rætast.32En þann dag eður stund veit enginn, ekki englar á himni og ekki Sonurinn, og enginn, nema Faðirinn einn.33Verið því varir um yður! vakið og biðjið, því þér vitið ekki, nær þessi tími kemur.34Því er eins varið, og þá maður nokkur ferðast úr landi, og felur hús sitt og eigur þjónustumönnum sínum á vald, og skipar hvörjum sitt verk; en býður dyraverðinum að vaka.35Eins verðið þér að vaka, því þér vitið ekki, nær húsbóndinn muni koma, hvört heldur að aftni, um miðnætti, um aftureldingu, eður að morgni,36að ekki komi hann, nær þér minnst væntið, og finni yður sofandi;37hvað eg segi yður, það sé öllum sagt: vakið þér!
Markúsarguðspjall 13. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:15+00:00
Markúsarguðspjall 13. kafli
Jesús talar um eyðileggingu Jerúsalemsborgar og um heims endirinn.
V. 1. ff. sbr. Matt. 24,1. ff. Lúk. 21,5. ff. V. 14. Dan. 9,26.27. V. 22. 5 Mós. 13. 2 Tessal. 2,9–12. V. 24. Esa. 13,9.10. Esek. 32,7. Jóel. 2,10. 3,15. Opb. b. 6,12–14. V. 26. Dan. 7,13. V. 25. Himnanna her, þ. e. himintunglin. V. 34–37. sbr. Matt. 24,45–51. 25,14. ff.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.