1Þegar þeir vóru komnir í nánd við Jerúsalem til Betfage og Betaníu við Viðsmjörsfjallið, þá sendi Jesús frá sér tvo af lærisveinum sínum og mælti:2fari þið í þorpið, sem gagnvart ykkur er, og strax, sem þið komið þangað, munuð þið finna fola bundinn, hvörjum enginn maður hefir áður riðið, leysið hann og færið mér;3en skyldi nokkur spyrja, því þér gjörið svo? þá segið: að Herra ykkar þurfi hans við, og muni bráðum senda hann hingað aftur.4Þeir fóru leiðar sinnar, og fundu folann bundinn fyrir dyrum úti á strætinu, og leystu hann;5þá spurðu nokkrir, sem við vóru staddir: því þeir gjörðu þetta?6þeir svöruðu eins og Jesús hafði boðið þeim, og þá létu hinir þá fara.7Síðan færðu lærisveinarnir Jesú folann, lögðu klæði sín á hann, en hann steig á bak;8en margir breiddu klæði sín á veginn, aðrir hjuggu lim af trjánum, og stráðu því á brautina;9en múgurinn, sem á undan fór og eftirfylgdi, hrópaði og sagði: heill og blessan Guðs sé með þeim, sem kemur í Drottins umboði!10blessað veri hið afturkomna ríki föðurs vors Davíðs! hjálpa þú sem býr á hæðum!11Þegar hann kom inn í Jerúsalem, gekk hann strax upp í musterið, og þegar hann hafði skoðað þar allt, fór hann til Betaníu með þeim tólf undir kvöld.
12Morguninn eftir, þá þeir fóru frá Betaníu, hungraði hann;13þá sá hann álengdar eitt fíkjutré, sem laufblöðin voru vaxin á, þangað fór hann að leita, hvört hann ekki fyndi ávöxt á því; en þegar hann kom, fann hann ekkert nema blöðin tóm, því þá var ekki fíknatími;14hann sagði þá við tréð: njóti þá enginn framar ávaxtar af þér héðan í frá! þetta heyrðu lærisveinar hans;15síðan fóru þeir til Jerúsalem, gekk þá Jesús inn í musterið, og rak út þá, sem seldu þar og keyptu, og hratt um borðum þeirra, er skipti höfðu á peningum, og stólum þeirra, er dúfur seldu,16og engum leið hann að bera (nokkurskonar) áhöld um musterið.17Síðan kenndi hann og sagði: er ekki skrifað í Ritningunni: mitt hús skal vera bænahús fyrir allar þjóðir? en þér hafið gjört úr því ræningjabæli.18Þegar þeir skriftlærðu og æðstu prestar heyrðu þetta, leituðust þeir við, hvörninn þeir gætu ráðið hann af dögum, því þeim stóð ótti af hans kenningu.19Þegar kvöld var komið, fór hann utan borgar.20Um morguninn eftir fóru þeir hjá fíkjutrénu, og sáu að það var visnað allt frá rótum.21Þá minntist Pétur þess, sem Jesús hafði sagt og mælti: skoðaðú, meistari! fíkjutréð, hvörju þú formæltir, er visnað.22Þá sagði Jesús: treystið þér Guði!23trúið mér, ef einhvör segði við fjall þetta: lyftú þér upp og kastaðu þér í hafið, og efaði ekki í hjarta sínu, heldur tryði, að það mundi verða, eins og hann segði, þá mundi það ske.24Þar fyrir segi eg yður: um hvað helst þér biðjið Guð, þá trúið að þér munuð það öðlast, og þá munuð þér fá það.25Nær þér biðjið, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við einhvörn, svo að Faðir yðar á himnum fyrirgefi yður einninn yðar afbrot;26en ef þér ekki fyrirgefið öðrum, mun Faðir yðar himneskur ekki heldur forláta yður yðar afbrot.
27Nú komu þeir aftur til Jerúsalem, og þegar hann var staddur í musterinu, komu til hans þeir æðstu prestar, skriftlærðir og öldungarnir,28og spurðu: með hvaða rétti hann gjörði þetta, eða hvör honum hefði gefið vald til þess?29Jesús mælti: eg vil og spyrja yður eins; ef þér svarið mér til þess, mun eg og segja yður, í hvörs umboði eg gjöri þetta.
30Hvört hafði Jóhannes vald að skíra frá Guði eður mönnum? svarið mér til þess!31þeir hugleiddu þetta með sér og hugsuðu svo: ef vér segjum hann hafi haft þetta vald frá Guði, mun hann spyrja: því vér ekki höfum trúað honum;32en ef vér segjum hann hafa haft það frá mönnum, þá höfum vér orsök til þess að hræðast fólkið; því allir héldu hann fyrir sannan spámann.33Þeir svöruðu honum því og kváðust ekki vita það. Jesús mælti: þá segi eg yður heldur ekki, í hvörs umboði eg gjöri þetta.
Markúsarguðspjall 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:15+00:00
Markúsarguðspjall 11. kafli
Jesús ríður inn í Jerúsalem; formælir fíkjutrénu; hreinsar musterið, en vill ekki segja hvörja makt hann hafi haft til að hreinsa það.
V. 1–24. sbr. Matt. 21,1–22. Lúk. 19,29–48. Jóh. 12,12–14. V. 9. sbr. Sálm. 118,25–26. V. 12–14, sbr. Matt. 21,19.20. V. 15–17, sbr. Jóh. 2,13–17. V. 25–26, sbr. Matt. 6,14. ff. V. 27–33, sbr. Matt. 21,23–27. Lúk. 20,1–8.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.