1Orð Guðs, kunngjört Ísraelsmönnum af Malakías.2Eg hefi elskað yður, segir Drottinn. Og ef þér spyrjið: „með hvörju hefir þú sýnt á oss kærleika þinn?“ Þá svarar Drottinn: var ekki Esaú bróðir Jakobs? og þó elskaði eg Jakob;3en hataði Esaú; eg gjörði fjallbyggðir hans að auðn, og erfðahlut hans að öræfabýlum.4Ef Edomsmenn segja: „vér erum að sönnu niðurbrotnir, en vér viljum byggja upp aftur rofin“, þá segir Drottinn allsherjar svo: byggi þeir, eg skal niðurbrjóta; land þeirra skal heita Guðleysuland, og þjóðin það fólk, hvörju Drottinn er reiður eilíflega.5Þér skuluð horfa á það með eigin augum, og segja: Drottinn skal víðfrægjast utan landamerkja Ísraelsmanna.
6„Sonurinn skal heiðra föðurinn, og þjóninn sinn lánadrottin. Sé eg nú faðir, hvar er þá minn heiður? sé eg Drottinn, hvar er þá óttinn fyrir mér?“ segir Drottinn allsherjar til yðar, kennimannanna, sem fyrirlítið mitt nafn. Þér spyrjið: „hvörnig fyrirlítum vér þitt nafn?“—7Þér fórnfærið óhreinni fæðu á mínu altari. Þér spyrjið: „með hvörju saurgum vér þig (þitt altari)?„—Þar með, að þér segið, „borð (altari) Drottins er fyrirlitlegt“.8Því þegar þér berið fram blint fé til fórnar, þá kallið þér það ekki saka; og þegar þér komið með halt og sjúkt fé, þá álítið þér það ósaknæmt. Fær þú landshöfðingja þínum slíkt, vittu hvört honum líkar við þig eða hvört hann tekur þér vel! segir Drottinn allsherjar.9Biðjið nú (þér kennimenn!) Drottinn auðmjúklega, að hann sé oss líknsamur; því yður er um þetta að kenna. Getið þér búist við því, að hann muni vilja verða nokkurum yðar miskunnsamur? segir Drottinn allsherjar.10Yður væri sæmra, að loka dyrum (musterisins), svo þér ekki tendruðuð eld til ónýtis á altari mínu! Eg hefi enga velþóknun á yður, segir Drottinn allsherjar, og engin fórn er mér þægileg af yðar hendi.11Því frá uppgöngu sólar og til hennar niðurgöngu skal mitt nafn mikið (vegsamlegt) verða meðal heiðingjanna, og á hvörjum stað skal mér til heiðurs fórnfært verða reykelsi og hreinni matarfórn; því mitt nafn skal mikið verða meðal heiðingjanna, segir Drottinn allsherjar.12En þér vanhelgið það, með því þér segið: „borð Drottins er óheilagt, og sú fórn, sem framborin er á það, er einskisverð“;13og enn segið þér: „ó, hvílík fyrirhöfn!“—Þér gjörið það (altarið) fyrirlitlegt, með því þér fórnfærið því rænda, halta og sjúka: slíkt berið þér fram sem matarfórn! Get eg þegið þetta með velþóknun af yðar hendi? segir Drottinn.14En bölvaður veri sá svikari, sem á hvatan fénað í hjörð sinni, en gjörir þó heit og fórnfærir hinum Alvalda því sem gallað er; því eg er mikill konungur, segir Drottinn allsherjar, og mitt nafn óttalegt meðal heiðingjanna.
Malakí 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-13T21:03:38+00:00
Malakí 1. kafli
Malakías lýsir elsku Guðs til Gyðinga; óþakklæti þeirra; að Guð vilji útvelja heiðingja.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.