1Þann fyrsta dag vikunnar, strax er lýsti af degi, komu þær til legstaðarins, og höfðu með sér smyrsl þau, er þær höfðu tilbúið, og nokkrar aðrar konur með þeim;2fundu þær þá steininn veltan frá legstaðarmynninu,3gengu síðan inn og fundu ekki lík Drottins Jesú,4en meðan þær voru að undrast yfir þessu, þá sjá! tveir menn stóðu hjá þeim í skínandi klæðum.5Við þetta urðu þær hræddar, og hneigðu andlit sín til jarðar; þá sögðu þeir: hví leitið þér ens lifanda meðal dauðra?6ekki er hann hér, hann er upprisinn, minnist þess, er hann sagði yður, meðan hann var enn nú í Galíleu,7og kvað svo að orði: Mannsins Syni byrjar að verða seldur í höndur illra manna og krossfestast, en upprísa á þriðja degi.8Minntust þær þá þessara orða,9sneru heim frá legstaðnum, og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og hinum öðrum.10Þessar konur voru: María frá Magdölum, Jóhanna og María, móðir Jakobs, og aðrar með þeim, er færðu postulunum þessa fregn.11En þeir héldu þetta vera hégóma, og festu ekki trú til þess;12en Pétur stóð þó upp, hljóp til legstaðarins, gægðist inn og sá tómar líkblæjurnar liggja þar; fór hann síðan heim og undraðist það, er skeð var.
13Svo bar við, að þenna sama dag fóru tveir af þeim a) til þorps nokkurs, sem heitir Emaus; það er hér um hálfa aðra mílu frá Jerúsalem;14voru þeir þá að tala sín á milli um allt það, er við hafði borið.15Bar þá svo við, er þeir voru að tala um þetta og spyrja hver annan, að sjálfur Jesús nálægðist þá og kom í ferðina,16en þeirra augu voru svo haldin að þeir þekktu hann ekki.17Þá sagði hann: hvað er það, sem þið eruð að tala um ykkar á milli á leið ykkar, og eruð svo hryggvir?18Þá svaraði annar honum, sem Kleófas hét: ert þú sá eini meðal aðkomandi manna í Jerúsalem, sem ekki veist, hvað þar á þessum dögum hefir viðborið.19Jesús spurði hvað það væri? Þeir sögðu: hverninn farið var með Jesús frá Nasaret, sem var spámaður og máttugur í orðum og verkum, að Guðs og allra manna vitni;20hverninn enir æðstu kennimenn og fyrirliðar fólks vors framseldu hann til dauða, og krossfestu hann.21En vér hugsuðum að hann mundi vera sá, sem frelsa ætti Ísrael; og ofan á allt þetta, er í dag sá þriðji dagur, síðan þetta skeði.22Auk þessa hafa kvinnur nokkrar hrætt oss, þær er árla voru við legstað hans,23en fundu ekki líkið, og þóttust hafa séð engla, sem höfðu sagt, að hann væri lifandi;24síðan fóru nokkrir af þeim, sem með oss vóru, til legstaðarins, og fundu allt, eins og konurnar höfðu sagt, en hann sáu þeir ekki.25Þá sagði hann við þá: en hvað þér eruð heimskir, og tregir á að trúa því, sem spámennirnir hafa sagt!26átti ekki Kristur að líða þetta og innganga svo í sína dýrð?27byrjaði hann þá á Móses og öllum spámönnunum, og útlagði fyrir þeim allt það í ritningunum, er hlýddi upp á hann.28Nú tóku þeir að nálgast þorpið, til hvörs þeir ætluðu, lét hann þá, sem ætlaði hann lengra að fara;29en þeir báðu hann innilega að vera hjá þeim, og sögðu: vertú hjá oss, því að kvöld er komið og dagur liðinn; fór hann þá inn í þorpið og var með þeim.30En svo bar við, þá hann sat til borðs með þeim og hann tók brauðið, gjörði Guði þakkir, braut það og deildi meðal þeirra,31að þá opnuðust þeirra augu, svo þeir þekktu hann, en þá hvarf hann þeim.32Þá sögðu þeir hvör við annan: hitnaði okkur ekki um hjartarætur, þá hann talaði við okkur á veginum og útlagði fyrir okkur Ritningarnar?33Stóðu þeir þá strax upp og fóru aftur til Jerúsalem; þar fundu þeir þá ellefu samansafnaða, og þá, sem með þeim voru,34sem sögðu, að Drottinn væri sannarlega upprisinn og hefði birst Símoni;35en hinir sögðu frá því, sem við hafði borið á veginum, og hverninn þeir hefðu þekkt hann, í því hann braut brauðið.
36Þegar þeir vóru að tala um þetta, stóð hann sjálfur meðal þeirra og sagði: friður sé með yður!37við þetta urðu þeir næsta hræddir, því þeir hugsuðu að þeir sæju anda; hann mælti:38hvað hræðist þér, og hví vakna hjá yðar slíkar hugrenningar?39skoðið hendur mínar og fætur, að það er eg. Þreifið á mér, og gætið að; andi hefir hverki hold né bein, eins og þér sjáið mig hafa;40og þegar hann hafði þetta mælt, sýndi hann þeim hendur sínar og fætur.41En er þeir af fögnuði og undrun ekki vildu trúa þessu, sagði hann: hafið þér hér nokkuð til matar?42Þeir lögðu þá fyrir hann stykki af steiktum fiski og nokkuð af hunangsköku,43og neytti hann þessa að þeim ásjáandi.
44Hann sagði til þeirra: þetta er það, sem eg sagði yður, meðan eg var enn með yður, að á mér ætti að rætast allt það, sem ritað er um mig í lögbók Móses, spámönnunum og sálmunum.45Opnaði hann þá hugskot þeirra, svo þeir skildu Ritningarnar,46og sagði til þeirra: svo er skrifað, þannig átti Kristur að líða og upprísa frá dauðum á þriðja degi,47og láta í sínu umboði kunngjöra öllum þjóðum siðbót og fyrirgefningu syndanna, og skyldi fyrst byrja í Jerúsalem.48En þér eruð vottar alls þessa.49Sjáið, eg mun senda yfir yður það, sem minn Faðir hefir heitið a); en þér skuluð halda kyrru fyrir í borginni, þar til þér hafið íklæðst krafti frá hæðum.
50Síðan fór hann með þeim út til Betaníu, hóf upp hendur sínar og blessaði þá;51en meðan hann var að blessa þá, skildist hann frá þeim og varð uppnuminn til himna.52En þeir féllu fram og tilbáðu hann. Sneru síðan aftur til Jerúsalem næsta glaðir,53og voru stöðuglega í musterinu, lofandi Guð og vegsamandi.
Lúkasarguðspjall 24. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:22+00:00
Lúkasarguðspjall 24. kafli
Englar boða kvinnunum Jesú upprisu; Jesús birtist þeim tveimur, sem gengu til Emaus, og þeim tíu; heimfærir upp á sig spádómana og lofar lærisveinunum heilögum anda; upp stígur til himna.
V. 1–53. Matt. 28,1–26. Mark. 16,1–20. Jóh. 20,1–25. V. 13. a. Þeim, nfl. lærisveinum Jesú, sem höfðu aðhyllst hans kenningu, en ekki voru hans postular. V. 34. Símóni, þ. e. Pétri. V. 49. Þ. e. heilagan anda.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.