1Nú nálgaðist hátíðin ósýrðu brauðanna, sem páskar heita.2Þá báru enir æðstu prestar og skriftlærðir ráð sín saman um, hvörninn þeir skyldu ráða hann af dögum, því þeir voru hræddir við alþýðuna.3En þá fór Satan í Júdas, er kenndur var við Karíot, einn af þeim tólf;4hann fór og kom að máli við þá æðstu presta og varðmanna foringjana um það, hvörninn hann skyldi koma honum á vald þeirra.5Við þetta glöddust þeir, og sömdu við hann um að gefa honum fé þar til.6En hann gekkst undir þetta, og sætti tækifæri að koma honum á vald þeirra, án þess að upphlaup yrði.
7Nú kom dagur enna ósýrðu brauðanna, þegar páskalambinu skyldi slátra.8Þá sendi Jesús Pétur og Jóhannes, og sagði: farið þér og matbúið páskalambið fyrir oss, svo vér neytum þess.9Þeir spurðu: hvar hann vildi láta matbúa?10Þegar—sagði hann—þið komið í borgina, mun mæta yður maður, sem ber vatnskrús, fylgið honum til þess húss, sem hann fer inn í,11og segið svo hússbóndanum: Meistarinn spyr þig, hvar það herbergi sé, hvar hann geti neytt páskalambsins með lærisveinum sínum;12mun hann þá sýna yður loftsal mikinn, vel uppbúin; búið þar til matar.13Þeir fóru og fundu allt eins og hann hafði fyrirsagt, og matreiddu þar páskalambið.14Nú er tími var til, gekk hann undir borð, og þeir tólf postular með honum.15Þá sagði hann: hjartanlega hefir mig langað eftir að neyta þessarar páskamáltíðar með yður, áður en eg líð;16því trúið mér: eg mun ekki neyta hennar framar, til þess eg fæ hana enn þá fullkomnari í Guðs ríki.17Þá tók hann bikarinn, gjörði Guði þakkir og mælti: meðtakið hann, og skiptið honum meðal yðar;18því eg segi yður satt, að eg mun ekki vín drekka til þess Guðs ríki kemur.19Síðan tók hann brauðið, gjörði Guði þakkir, braut það, gaf þeim það og mælti: Þetta er minn líkami, sem fyrir yður verður gefinn, gjörið þetta í mína minningu.20Sömuleiðis bikarinn að enduðum kvöldverði, og mælti: þessi bikar er sá nýi sáttmáli, (sem staðfestist) með mínu blóði, sem fyrir yður verður úthellt.21En sjá! sá, sem mig svíkur, situr til borðs með mér.22Um Mannsins Son mun að sönnu fara eins og ályktað er, en vei þeim manni, sem svíkur hann.23Þá tóku þeir að spyrjast á, hvör sá væri af þeim, er þetta mundi fremja.
24Síðan hófst kappræða meðal þeirra um það, hvör þeirra væri mestur,25þá sagði hann við þá: konunga, sem ríkjum ráða og maktarmenn, kalla menn náðuga Herra;26en þanninn skal það ekki vera meðal yðar, heldur á sá, sem mestur er yðar á milli, að hegða sér, sem væri hann minnstur, og sá, sem yfirráðin hefir, eins og væri hann þjón hinna.27Því hvör er meiri, sá, sem situr til borðs, eður hinn, sem þjónar fyrir borði? er það ekki sá, sem til borðs situr? en eg er meðal yðar, sem þjónustumaður.28Þér eruð þeir, sem stöðugir hafið verið með mér í freistingum mínum;29eg heiti yður og hér með ríki, eins og Faðir minn hefir heitið mér,30svo að þér skuluð sitja til borðs með mér í ríki mínu, líka skuluð þér sitja í hásætum og dæma allar tólf Ísraels kynkvíslir.
31Ennframar sagði Drottinn: Símon, Símon! gæt þú þess, að Satan hefir leitast við að sælda yður sem hveiti,32en eg hefi beðið fyrir þér, að þín trú ekki skyldi þrotna, og þegar þú loksins sérð að þér, þá styrk þú trú bræðra þinna.33Pétur mælti: reiðubúinn er eg, Herra! að fylgja þér jafnvel í fangelsi og dauða.34Jesús mælti: sannlega segi eg þér það, Pétur! að þú munt þrisvar hafa neitað því, að þú þekktir mig, áður en haninn gelur í dag.35Síðan spurði hann þá: þegar eg sendi yður án pyngju, mals og skóa, hvört brast yður þá nokkuð? ekkert, sögðu þeir.36Þá sagði hann: en hvör yðar, sem nú hefir pyngju eður mal, taki hann það, og sé sá nokkur, sem ekki hefir, selji hann yfirhöfn sína, og kaupi sverð;37því eg segi yður: að nú hlýtur það að koma fram á mér, sem skrifað er: „meðal illvirkja er hann talinn,“ og það sem um mig er spáð, mun nú rætast.38Þeir mæltu: vér höfum tvö sverð. Hann kvað það nóg vera.
39Síðan gekk hann út úr borginni og fór, sem hann var vanur, til Viðsmjörsviðarfjallsins, og fylgdu honum lærisveinar hans;40þegar hann var þangað kominn, þá sagði hann: biðjið, að þér fallið ekki í freistni.41Gekk hann þá frá þeim nær einu steinsnari, féll á kné og bað á þessa leið:42Faðir! ó að þú vildir taka þenna bikar frá mér! en verði samt þinn, en ekki minn vilji!43birtist honum þá engill af himni, sá eð styrkti hann;44og er hann var staddur í dauðans angist, tók hann enn ákafar að biðja; en sveiti hans var sem blóðdropar, er falla á jörðu.45Síðan stóð hann upp frá bæn sinni, kom til lærisveina sinna, og hann fann þá sofandi af hryggð.46Þá sagði hann við þá: hví sofið þér? rísið upp og biðjið, að þér fallið ekki í freistni.
47Meðan hann var þetta að mæla, þá kom flokkur manna og fyrir honum sá áminnsti Júdas, einn af þeim tólf. Hann veik sér að Jesú, og minntist við hann.48Jesús mælti: Júdas! svíkur þú Mannsins Son með kossi?49en er þeir, sem með honum voru, sáu hvað verða mundi, sögðu þeir: Herra! eigum vér ekki að bregða sverði?50Og einn af þeim hjó til þjóns ens æðsta prests, og sneið af honum hans hægra eyra.51Jesús mælti: látið hér við staðar nema, hrærði við eyra þjónsins og læknaði hann.52Síðan sagði Jesús til þeirra æðstu presta og fyrirliða varðmanna musterisins, samt öldunganna: þér hafið farið með sverðum og forkum til að höndla mig eins og ræningja;53en á hvörjum degi hefi eg verið hjá yður í musterinu, og þér hafið eigi lagt hendur á mig, en þessi er yðar tími og myrkranna veldi.
54Nú er þeir höfðu handtekið hann, færðu þeir hann í hús ens æðsta prests; en Pétur fylgdi eftir álengdar.55Höfðu menn kveiktan eld í miðjum hallargarðinum, og sest við hann; tók Pétur sér þá sæti við hann meðal þeirra.56En er ambátt nokkur sá hann við eldinn, starði hún á hann og mælti: þessi maður var með honum;57en hann neitaði því og sagði: kona! eg þekki ekki þann mann.58Litlu síðar sá hann annar maður og sagði: þú ert og einn af þeim; en Pétur kvað nei við því.59Nú er liðinn var hér um bil einn tími, styrkti annar maður þetta og sagði: í sannleika var þessi maður með honum, því hann er galverskur.60Pétur mælti: eg skil ekki, maður! hvað þú segir, og strax, sem hann var þetta að tala, gól haninn;61En Drottinn sneri sér við, og leit til Péturs, minntist þá Pétur þess, er Drottinn hafði sagt, að áður en haninn galaði, mundi hann þrisvar hafa afneitað sér;62gekk hann þá út og grét sáran.
63En þeir menn, sem höfðu Jesúm í varðhaldi, gjörðu gys að honum, og börðu hann,64byrgðu fyrir augu hans og slógu í andlit honum og sögðu: spá þú, hvör var sá, sem barði þig?65Og margt annað sögðu þeir háðuglegt við hann.
66Að morgni söfnuðust saman öldungar lýðsins, enir æðstu prestar og skriftlærðir og færðu hann í ráðstofu þeirra,67og kröfðu hann að segja sér, hvört hann væri Kristur. Hann mælti: þó eg segi yður það, þá trúið þér því ekki;68en spyrji eg yður nokkurs, þá svarið þér mér ekki, eða látið mig lausan,69en frá þessum tíma mun Mannsins Sonur sitja til hægri handar Guðs kraftar.70Þá spurðu þeir allir: ert þú þá Guðs Sonur? hann mælti: þér segið satt, því eg em það.71Þá sögðu þeir: hvað þurfum vér nú framar vitna við, þar vér höfum sjálfir heyrt það af hans munni?
Lúkasarguðspjall 22. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:22+00:00
Lúkasarguðspjall 22. kafli
Gyðingar ráðgast um að fyrirkoma Jesú; Júdas svíkur hann; Jesús etur páskalambið og innsetur kvöldmáltíðina; áminnir til auðmýktar og hughreystir lærisveinana; fyrirsegir Péturs hrösun, og þær freistingar sem lærisveinunum séu búnar; Jesú sálarangist í grasgarðinum; hann er tekinn höndum; Péturs afneitan; Jesús er spottaður og sleginn; játar sig Krist að vera.
V. 7–23. Matt. 26,17–29. Mark. 14,12–25. V. 24. Matt. 18,1. V. 25–27. Matt. 20,25–27. Mark. 10,42–45. Sbr. Jóh. 13,13–17. V. 28–30, sbr. Matt. 19,27–28. V. 31. sbr. Job. 1,1–11. V. 34. Mark. 14,27–31. Matt. 26,31–35. V. 37. Esa. 53,12. V. 39. Matt. 26,36–46. Mark. 14,32–42. V. 47–53.69–75. Mark. 14,48–54.66–72. Jóh. 18,3–11. V. 54–62. Jóh. 18,12–27. Matt. 26,57.69–75. Mark. 14,53.66–72. V. 63–65. Matt. 26,67.68. Mark. 14,65. V. 66. Matt. 26,63–66. Mark. 14,61–64.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.