Jesús vill ekki segja þeim skriftlærðu, hvaðan hann hefði sinn myndugleika: framsetur dæmisöguna um víngarðsmennina, leysir úr spurningum og ávítar þá skriftlærðu.

1Svo bar við einhvörn þessara daga, er hann kenndi lýðnum í musterinu og boðaði náðarlærdóminn, að enir æðstu prestar, þeir skriftlærðu og öldungarnir gengu til hans,2og spurðu hann: með hvaða myndugleika gjörir þú þetta, eður hvör hefir gefið þér þetta vald?3Jesús mælti: eg vil og spyrja yður eins; segið mér:4hvört var skírn Jóhannesar frá himni, eður frá mönnum?5en þeir hugsuðu: ef vér segjum að hann hafi haft hana frá himni, mun hann spyrja: því trúðuð þér honum þá ekki?6en ef vér segjum: frá mönnum, mun allur lýðurinn berja oss grjóti; því hann trúði, að Jóhannes væri spámaður;7kváðust þeir því ekki vita það.8Jesús mælti: eg segi yður þá ekki heldur með hvörjum myndugleika eg gjöri þetta.9Síðan sagði hann lýðnum þessa dæmisögu: Maður nokkur plantaði víngarð, og leigði hann vínyrkjumönnum, fór síðan og var erlendis í langan tíma.10Nú er tími var kominn, sendi hann til vínyrkjumannanna þjón sinn, að þeir gyldi honum það ákveðna af ávexti víngarðsins; en víngarðsmennirnir tóku hann og börðu, og sendu hann aftur tómhentan;11síðan sendi hann annan þjón, þennan börðu þeir einninn, lögðu honum háðungar til og sendu hann aftur tómhentan;12enn nú sendi hann hinn þriðja, þenna lemstruðu þeir sárum og ráku í burt;13þá sagði eigandi víngarðsins: hvað skal eg nú til ráðs taka? eg vil senda einkason minn, máske þeir, þá þeir sjá hann, beri virðingu fyrir honum.14En er vínyrkjumennirnir sáu hann, báru þeir ráð sín saman og sögðu: þessi er erfinginn, látum oss koma og ráða hann af dögum, svo vér náum arfinum.15Síðan hröktu þeir hann út úr víngarðinum, og drápu hann. Hvörninn mun nú eigandi víngarðsins breyta við þá?16Hann mun koma og ráða þessa vínyrkjumenn af dögum, og leigja víngarð sinn öðrum. En er þeir heyrðu þetta, sögðu þeir: verði það aldrei!17En hann leit til þeirra og mælti: hvað þýðir það þá, sem stendur í Ritningunni: „sá steinn, hvörjum húsasmiðir burtköstuðu, hann er nú hornsteinn orðinn;18hvör, sem fellur um þenna stein, mun sundurmolast, en á hvörn sem hann fellur, þann mun hann merja“.19Þá leituðust þeir æðstu prestar og enir skriftlærðu við að leggja höndur á hann, en þeir þorðu það ekki fyrir fólkinu, því þeir skildu að hann hafði sagt þessa dæmisögu upp á þá.
20Þeir héldu nú vörð á honum og settu út njósnarmenn, er láta skyldu sem væru þeir ráðvandir, að þeir gæti fengið á orðum hans, og afhent hann yfirvaldinu og á vald landstjórnarans.21Þessir spurðu og mæltu: vér vitum, Meistari! að þú segir og kennir það, sem rétt er, og gjörir þér engan manna mun, heldur kennir þú sannan Guðs veg.22Leyfist oss að gjalda keisaranum skatt, eður ekki?23En er hann merkti þeirra fláttskap, sagði hann: hvað freistið þér mín?24Sýnið mér peninginn; hvörs mynd er á honum, og hvörs yfirskrift hefir hann? þeir sögðu: Keisarans.25Hann mælti: gjaldið þá keisaranum, hvað keisarans er, og það Guði, sem Guðs er.26Þannig gátu þeir ekki fengið á orðum hans í viðurvist lýðsins, en undruðust svör hans og þögðu.
27Þá komu nokkrir af saddúkeum, sem neita því, að framliðnir menn upprísi, og spurðu hann á þessa leið:28Meistari! Móses hefir boðið oss, að ef einhvör missir bróður síns, þess er kvæntur var og dó barnlaus, skuli bróðir hins dána taka konu hans til ekta og þannig halda við ættlegg bróður síns.29Nú vóru sjö bræður; sá fyrsti kvongaðist og deyði barnlaus,30svo giftist hún öðrum, og þessi deyði einninn barnlaus,31síðan þeim þriðja, og svo framvegis, og engum þeirra varð barna auðið, og svo dóu þeir;32seinast allra þeirra deyði og konan.33Nú er menn upprísa, hvörs þessara eiginkona verður hún þá, því allir sjö höfðu átt hana?34Jesús sagði: hér í heim kvongast menn og konur giftast,35en þeir, sem verðir álítast að öðlast annað líf og upprísa frá dauðum, munu hvörki kvongast né giftast,36því úr því þeir eru upprisnir, geta þeir ekki framar dáið, heldur eru þeir englum líkir og Guðs börn.37En að dauðir upprísi, það hefir og Móses sýnt í greininni um þyrnirunninn, hvar hann kallar Drottin Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs;38en Guð er ekki Guð dauðra, heldur lifendra, því fyrir Guðs kraft lifa þeir allir.39Þá svöruðu nokkrir af þeim skriftlærðu og sögðu: Meistari! ágætlega svaraðir þú.40Og þeir dirfðust ekki framar að spyrja hann nokkurs;41en hann spurði þá þannig: því segja menn Krist vera son Davíðs?42Þar sjálfur Davíð segir í Sálmabók sinni: „Drottinn sagði mínum Drottni:43sittú mér til hægri handar, til þess eg hefi gjört óvini þína að skör fóta þinna“.44Hafi nú Davíð kallað hann Herra, hvörninn kann hann þá að heita hans sonur?
45En í áheyrn alls lýðsins sagði hann svo við lærisveina sína:46varið yður við hinum skriftlærðu, sem þykir ágæti í að ganga í síðum klæðum og láta heilsa sér á mannamótum, sitja í fyrirsæti í samkunduhúsum, og efstir til borðs í veislum.47Þeir eru það, sem útsjúga hús ekkna og biðja langar bænir af hræsni. Þeir munu þess þyngra straffi mæta.

V. 1–19. Matt. 21,23–46. Mark. 11,27. 12,12. V. 17. Sálm. 118,22. V. 20–25. Matt. 22,15–22. Mark. 12,13–17. V. 27–40. Matt. 22,23–33. Mark. 12,18–27. V. 28. 5 Mós. 25,5. V. 37. 2 Mós. 3,6. V. 41–44. Matt. 22,41–46. Mark. 12,35–37. V. 42. Sálm. 110,1. V. 45–47. Matt. 23,5.6.7.14. Mark. 12,38–40.