1Þegar hann ferðaðist gegnum Jeríkó, var þar maður nokkur, er Sakeus hét,2hann var foringi tollheimtumanna og auðugur að fé;3hann leitaði tækifæris að sjá Jesúm, en gat ekki fyrir mannfjöldanum, því maðurinn var lítill vexti;4hljóp hann þá fyrir, og klifraði upp í eitt mórberjatré, að hann fengi séð Jesúm, því leið hans lá þar framhjá.5Þegar nú Jesús kom þangað, varð honum litið upp, sá hann og sagði: Sakeus! skunda þú ofan, því að í dag ber mér að dvelja í húsi þínu.6Hann fór þá ofan með flýtir, og tók við honum næsta glaður,7en allir, sem þetta sáu, létu illa við og sögðu: hann tekur sér gistingu hjá bersyndugum.8Sakeus stóð fyrir honum, og sagði við Jesúm: helming fjár míns gef eg fátækum, og hafi eg nokkuð ranglega af öðrum, gef eg honum ferfalt aftur.9Jesús sagði þá við hann: í dag er heill sken húsi þessu, því að þessi maður er og af Abrahamsætt,10en Mannsins Sonur er kominn að leita að því, sem tapað var, og frelsa það.
11Síðan bætti hann við þessari dæmisögu, því nú var hann kominn í nánd við Jerúsalem, en þeir ætluðu að Guðs ríki mundi nú strax birtast;12hóf hann þar fyrir svo ræðu sína: maður nokkur eðalborinn ferðaðist í fjarlægt land, að hann aflaði sér ríkis og kæmi síðan heim aftur.13En áður kallaði hann fyri sig tíu af þjónum sínum, og seldi þeim í hendur tíu merkur a) og mælti svo fyrir, að þeir skyldu kaupslaga með þær þangað til hann kæmi aftur.14En borgarmönnum var illa til hans, og sendu menn á eftir honum, er skyldu segja: að þeir vildu ekki hafa hann fyrir konung yfir sig.15Nú er hann kom til baka og hafði tekið við kóngsdæminu, bauð hann að kalla til sín þjóna þá, er hann hafði selt silfrið í hendur, svo að hann yrði vís, hvað hvör þeirra hefði ábatast.16Kom þá sá fyrsti og sagði: mörk þín, Herra! hefir ávaxtast um tíu merkur.17Konungurinn mælti: vel sé þér, þú góði þjón! þú varst trúr yfir litlu, skaltú því fá yfirráð yfir tíu borgum.18Nú kom annar og sagði: mörk þín, Herra! hefir ávaxtast um fimm merkur.19Hann mælti sömuleiðis við þenna: þú skalt og ráða yfir fimm borgum.20En nú kom einn og sagði: tak þú hér, Herra! við mörk þinni, hvörja eg hefi geymt í sveitadúki,21því eg óttuðumst þig, því þú ert maður harðdrægur; vilt taka það, sem þú ekki niðurlagðir a) og uppskera hvar þú ekki hefir sáð.22Við hann sagði konungurinn: þú fellir þig sjálfur, þú illi þræll! þar þú vissir að eg er maður harður, sem tek það sem eg ekki hefi niðurlagt, og sker þar upp, hvar eg ekki hefi sáð;23hví gafstú þá ekki fé mitt þeim í hendur, sem versla með peninga, svo eg gæti fengið það aftur með ábata, þá eg kæmi?24þá sagði hann við þá, er nær vóru staddir: takið mörkina frá honum, og gefið þeim sem tíu merkur hefir.25{Þeir mæltu: Herra! hann hefir (áður) tíu}.26Eg segi yður, að hvörjum sem hefir, mun meira gefið verða, en frá hinum, sem ekkert hefir, mun jafnvel tekið verða það hann hefir;27en þessa óvildarmenn mína, sem ekki vildu hafa mig til konungs yfir sér, færið þá hingað, og takið þá af lífi fyrir augum mér.28Og er Jesús hafði þetta sagt, hélt hann ferðinni áfram upp til Jerúsalem.
29Nú er hann kom í grennd við Betfage og Betaníu hjá viðsmjörsviðar fjallinu, þá sendi hann tvo af sínum lærisveinum og mælti:30farið þið í þorp það, sem gagnvart ykkur er, og nær þið komið þar, munuð þið finna fola bundinn, hvörjum enginn hefir áður riðið, leysið hann og leiðið hingað.31En spyrji einhvör ykkur, hví þið leysið hann, þá svarið honum að Herrann þurfi hans.32Þeir fóru, sem sendir vóru, og fundu eins og hann hafði sagt þeim;33en er þeir leystu folann, spurðu eigendur hans, því þeir leystu hann?34Þeir mæltu: Herrann þarf hans við,35og færðu hann síðan til Jesú. Síðan köstuðu þeir klæðum sínum yfir folann, og settu hann á bak.36En er hann fór á stað, breiddu menn klæði sín á veginn.37Þegar hann kom þangað, hvar farið er ofan af Viðsmjörsviðarfjallinu, tók allur flokkur lærisveina hans að lofa Guð með hárri gleðiraustu, fyrir öll þau kraftaverk, er þeir höfðu séð, með þessum orðum:38vegsamaður veri konungur sá, er kemur í nafni Drottins. Friður sé á himni og dýrð í upphæðum!39Nokkrir af Faríseum, sem vóru í flokknum, sögðu þá við hann: Meistari! hastaðu á lærisveina þína.40Hann mælti: það segi eg yður, ef að þessir þegðu, þá mundu steinarnir hrópa.41Nú er hann kom svo nær, að hann sá borgina, grét hann yfir henni og mælti:42æ! að þú minnsta kosti á þessum þínum degi vissir hvað til þinnar velferðar heyrði, en nú er þér það hulið;43því að sá tími mun koma yfir þig, að óvinir þínir munu gjöra hervirki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu,44leggja þig að velli, og börn þín, sem í þér eru, og ekki láta stein yfir steini standa, vegna þess að þú ekki gafst gaum að þínum vitjunar tíma.
45Síðan gekk hann inn í musterið, rak þá út, er seldu þar og keyptu og mælti:46svo er ritað, að mitt hús skuli vera bænahús, en þér hafið gjört það að ræningjabæli.47Daglega kenndi hann í musterinu, en hinir æðstu prestar og skriftlærðu, samt foringjar fólksins, leituðust við að ráða hann af dögum,48en þeir vissu ekki, hvörninn þeir skyldu fara að því, því allur lýðurinn hné að honum og hlýddi á kenningu hans.
Lúkasarguðspjall 19. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:22+00:00
Lúkasarguðspjall 19. kafli
Sakeus meðtekur Jesúm; Jesús framsetur dæmisögu upp á dygga og ódygga meðferð fengins fjár: ríður inn í Jerúsalem; hreinsar musterið; kennir þar, og menn leitast við að fyrirkoma honum.
V. 10. sbr. Matt. 15,24. 18,11. V. 11–28. Matt. 25,14–30. V. 13. Mörk, 1/60 af pundi, (sjá skgr. Matt. 18,24). V. 21. a. Þ. e. vilt heimta meira, en þú fékkst öðrum í hendur. V. 29–48. Matt. 21,1–17.45.46. Mark. 11,1–10.15–19. Jóh. 12,19.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.