1Þetta fékk Júdit strax að heyra, dóttir Merari, sonar Ox, sonar Jóseps, sonar Osíels, sonar Elkía, sonar Elía, sonar Kelkía, sonar Elíabs, sonar Natanaels, sonar Salamíels, sonar Sarasadai, sonar Ísraels.2Og maður hennar var Manasse, af sömu kynkvísl og sömu ætt, og hann hafði sálast um bygguppskerutímann;3Því þá hann stóð hjá þeim sem bundu kerfin á akrinum, kom steikjandi sólarhiti á hans höfuð, og hann lagðist í rúm, og dó í Betylua, sínum stað, og var grafin hjá sínum feðrum, á akrinum milli Dótaim og Belamon.4Og Júdit lifði í sínu húsi sem ekkja 3 ár og 4 mánuði.5Og hún gjörði sér kofa á þaki síns húss, og lagði sekk um sínar mjaðmir, og bar sinn ekkjubúning.6Og hún fastaði alla daga síns ekkjudóms, nema kvöldið fyrir hvíldar daginn, og hvíldar daginn, og kvöldið fyrir tunglkomudaginn, og tunglkomudaginn, og á hátíðum og gleðidögum Ísraels húss.7Og hún var fríð sýnum og mjög væn í útliti, og maður hennar Manasse hafði eftirskilið henni gull, silfur og þræla og þernur og fénað og akra sem hún fékk að halda.8Og engin var sé sem bæri henni nokkuð misjafnt, þar eð hún var mjög guðhrædd.9Og hún heyrði það slæma tal fólksins gegn fyrirliðunum, því þeir voru huglausir af vatns skorti; og Júdit heyrði allt það tal sem Osia hafði við þá átt, hvörsu hann hafði svarið þeim, að gefa upp staðinn við assýriska, innan 5 daga.
10Þá sendi hún sína stofumey, sem sett var yfir allar hennar eigur, og lét kalla Osia og Kabris og Karmis, þá elstu í staðnum.11Og þeir komu til hennar, og hún sagði við þá: heyrið mig nú, þér yfirmenn Betylúuinnbúa. Því ekki er yðar orð rétt sem þér hafið talað fyrir fólkinu á þessum degi og hafði svarið eið, hvörn þér frammæltuð milli Guðs og yðar, og hafið sagt, að þér munduð gefa staðinn upp við vora óvini, nema Herrann því fyrr sneri sér oss til liðveislu.12Og hvörjir eruð þér, að þér hafið freistað Guðs í dag, og sett yður í Guðs stað meðal mannanna?13Og nú viljið þér komast fyrir (rannsaka) Drottin þann almáttuga, en þér munuð einkis verða vísari að eilífu.14Því dýpt mannsins hjarta munuð þér ekki finna, og hugsanir hans sinnis ekki grípa; og hvörnig viljið þér þá fá rannsakað Guð, og þekkt hans hugsanir, og skilið hans þanka? Enganveginn mínir bræður! egnið ei Drottin vorn Guð til reiði.15Því þó hann vilji ekki hjálpa oss á fimm dögum, hefir hann ráð til að verja oss, á hvörjum degi sem hann vill, eður og að láta oss bíða tjón af vorum óvinum.16En þér skuluð ekki leitast við að neyða út af Drottni vorum Guði hans ráðagjörðir! Því Guð er ei eins og maður að honum verði hótað, ei heldur eins og mannsins barn að hann með bænum verði unninn.17Vér skulum því vænta vorrar frelsunar frá honum, og ákalla hann oss til hjálpar; og hann mun heyra oss, ef honum þóknast.18Því ekki hefir uppkomið á vorri tíð, og ekki er til á þessum degi, kynkvísl eður ætt eður fólk eður staður vor á meðal, sem tilbiðji guði með höndum gjörða, sem þó skeð hefir á fyrri tímum,19hvörs vegna vorir feður voru ofurgefnir sverðinu og ráninu og liðu mikið manntjón fyrir vorum óvinum.20En vér þekkjum engan annan Guð en hann: hvörs vegna vér vonum, að hann muni ekki gleyma oss eða nokkru af voru fólki.21Því ef vér verðum unnir, svo mun allt Júdaland undirokast, og vor helgidómur mun verða rændur, og hann (Drottinn) mun krefjast hans vanhelgunar af vorum munni.22Og hann mun láta oss í koll koma meðal þess fólks, hvar vér þjónum, dráp vorra bræðra, undirokun landsins, eyðilegging vorra eigna, og vér munum verða ásteyting og háðung vorum hússbændum (sigurvegurum).23Því ekki mun vor þrældómur snúast til náðar, heldur mun Herrann vor Guð gjöra hann að háðung.24Og nú bræður, látum oss sýna vorum bræðrum, að þeirra líf er í vorri hendi, og helgidómurinn og musterið og altarið styðst við oss.25En fremur látum oss gjöra þakkir Drottni vorum Guði, sem reynir oss, eins og vora feður.26Munið það hvörnig hann fór með Abraham, og hvörsu hann reyndi Ísak, og hvað framkom við Jakob í Mesópótamíu, þá hann geymdi sauða Labans móðurbróður síns.27Því eins og hann prófaði þá til að rannsaka þeirra hjarta, svo refsar hann oss ekki, heldur agar Herrann þá sem hann aðhyllast til betrunar.
28Og Osía sagði til hennar: allt sem þú sagðir hefir þú talað af góðum huga, og enginn maður er sá, sem setur sig á móti þínum orðum.29Því ekki verður þín viska fyrst í dag opinber, heldur hefir fólkið fyrri þekkt þín hyggindi, hvörsu hugsanir þíns hjarta eru góðar.30En fólkið þolir mikinn þorsta, og hefir þvingað oss til að gjöra, eins og vér höfum talað við það, og lagt á oss eið, sem vér gefum ekki rofið.31Og bið þú nú fyrir oss, að Drottinn sendi regn, til að fylla vora brunna, og svo vér ekki framar örmögnumst.32Og Júdit svaraði þeim: heyrið mig, eg vil gjöra það verk, sem spyrjast skal til sona míns fólks, til allra niðja míns fólks.33Standið við (borgar)hliðið þessa nótt og eg vil útganga með minni stofumey, og á þeim sömu dögum, að hvörjum liðnum þér hafið sagt, að þér vilduð gefa upp staðinn við vora óvini, mun Ísraels Drottinn vitja vor, fyrir mína hönd.34En þér skuluð ei grennslast eftir mínu áformi, því eg mun ekki segja yður það, fyrr en það er gjört, sem eg ætla að gjöra.35Og Osía mælti og fyrirmennirnir við hana: far þú í friði, og Guð Drottinn sé á undan þér til hegningar vorum óvinum!36Og þeir fóru burt úr kofanum, og gengu á sinn vörð.
Júdítarbók 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:23+00:00
Júdítarbók 8. kafli
Júdit lastar þá gjörðu ályktun, lofar að gjöra hvað hún geti.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.