1Og sem hún hafði hætt að kalla til Ísraels Guðs, og var búin að tala öll þessi orð, stóð hún upp,2og kallaði á sína stofumey og gekk niður í húsið, í hvörju hún bjó á hvíldardögum og á þeirra hátíðum,3og lagði af sér sekkinn, hvörjum hún var klædd, og fór úr ekkjubúningnum, og þvoði líkama sinn í vatni, og smurði hann með feitum smyrslum, greiddi hár sitt, batt um það bandi, og fór í sinn hátíðabúning, sem hún hafði klæðst meðan maður hennar Manasse lifði,4og batt sóla undir sína fætur, lét á sig armbönd, spengur og fingurgull og eyrnahringi og allt sitt skart, og bjó sig mikið vel, til að ginna augu þeirra manna sem hana sæju.5Og hún fékk sinni stofumey belg, fullan af víni og krús fulla af viðsmjöri, og fyllti sekk af méli og þurrum fíkjum og fínum brauðum, vafði svo utan um allt þetta og lagði henni á bak.6Og síðan gengu þær að hliði staðarins Betylúa, og fundu þar standandi Osía og öldunga staðarins Kabris og Karmis.7En sem þeir sáu hana hvörsu hennar andlit var orðið umbreytt og hennar búningur ólíkur þeim fyrri, furðaði þá úr öllu hófi á hennar fríðleika og sögðu við hana:8Guð, vorra feðra Guð, gefi þér náð og fullgjöri þitt fyrirtæki, Ísraelssonum til hróss og Jerúsalem til vegsemdar! og hún tilbað Guð,9og mælti til þeirra: bjóðið að hliði staðarins sé upplokið fyrir mér, að eg komist út til að framkvæma það, sem þér hafið talað um við mig! Og þeir buðu þeim ungu mönnum að ljúka upp fyrir henni eins og hún hafði umbeðið.10Og þeir gjörðu svo. Og svo gekk Júdit út, hún og hennar þerna með henni. En staðarmennirnir horfðu eftir henni, meðan hún gekk niður fjallið, þangað til hún var komin niður í dalinn, og þeir sáu hana ekki lengur.
11Og þær gengu beint áfram í dalnum, og utustu verðir assýriskra mættu þeim.12Og þeir gripu þær og spurðu: hvörra manna ert þú? og hvaðan kemur þú? og hvört fer þú? Og hún mælti: Eg em dóttir hebreskra, og flý frá þeim, af því þeir munu yður gefnir verða að bráð,13og eg vil fara til Hólofernes, æðsta hershöfðingja fyrir yðar her, til að færa honum sannleiksorð, og eg vil vísa honum á veg, sem hann skal fara, til að vinna allt fjallið, svo ekkert af hans mönnum farist, ekkert hold, og engin sál.14Enn sem mennirnir heyrðu hennar tal og virtu fyrir sér hennar andlit, sýndist það aðdáanlegt sakir fríðleika, svo sögðu þeir við hana:15þú hefir frelsað þína sál, að þú hraðaðir þér að stíga niður til vors herra, og gakk nú í hans tjald, og nokkrir af oss skulu fylgja þér, þar til þeir afhenda þig í hans hönd.16Og þá þú stendur fyrir hans augliti, skalt þú ei skelfast í þínu hjarta, heldur kunngjör þú þín orð, svo mun hann vel við þig gjöra.17Og þeir kusu til af sínum flokki hundrað menn, og fengu henni þá, og hennar stofumey, til fylgdar, og þeir fóru með þær að tjaldi Hólofernes.
18Og þar varð ókyrrð í öllum herbúðunum, því hennar koma fréttist í tjöldin; og menn komu og umkringdu hana, þá hún stóð fyrir utan Hólofernes tjald, þangað til menn höfðu látið hann vita það.19Og menn furðaði á hennar fríðleika, og sakir hennar dáðust menn að Ísraelssonum, og hvör sagði við annan: hvör getur fyrirlitið það fólk sem hefir slíkar konur sín á meðal? því það er ekki gott að láta einn mann af þeim eftir verða, sem kynnu geta náð undir sig allri jörðinni ef þeir væru sparaðir.20Og varðmennirnir hjá Hólofernes komu út og allir hans þénarar, og leiddu hana inn í tjaldið.21Og Hólofernes sat á sínu rúmi undir flugnaneti sem var úr purpura, og gulli og smaragð og dýrum steinum.22Og menn sögðu honum af henni og hann gekk fram í fremra tjaldið og voru bornir fyrir honum ljósastjakar úr silfri.23En er Júdit kom fyrir hans augsýn og hans þénara, furðaði alla fegurð hennar andlitis, og hún féll á sína ásjónu og beygði sig niður fyrir honum, og hans þénarar reistu hana á fætur.
Júdítarbók 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:23+00:00
Júdítarbók 10. kafli
Júdit kemur í herbúðirnar; er leidd fyrir Hólofernes.
V. 21. Flugnanet. Úr svo nefndum dúk voru gjörð rúmtjöld í austurlöndum, og gefur nafnið vist til kynna þeirra tilgang og nytsemi.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.