1Drottinn sagði til Jósúa: óttastu ekki og vertu óhræddur, tak með þér alla vopnfæra menn, tak þig upp og ráðst á Aí; sjá! eg hefi gefið kónginn af Aí og hans fólk, borg og land í þínar hendur;2eins skaltú gjöra við Aí og hennar kóng, eins og þú gjörðir við Jeríkó og hennar kóng, að því undanteknu, að nú megið þér taka herfang og fénað til yðar. En nú skaltu setja launsátur fyrir vestan borgina.3Þá bjó Jósúa sig með öllum vopnfærum til að fara upp til Aí, en útvaldi þrjátíu þúsund hrausta menn, sendi þá burt um nóttina,4og skipaði þeim: gefið gætur að, þér sem eigið að vera í launsátri fyrir vestan borgina, að þér séuð ekki mjög langt frá henni; verið allir reiðubúnir;5sjálfur mun eg með alla mína menn fara til staðarins, og sem borgarmenn, eins og áður, fara út í móti oss, munum vér flýja undan þeim;6og þegar þeir hafa farið á eftir oss, þar til vér höfum lokkað þá nokkuð frá borginni, því þeir munu segja: þeir flýja fyrir oss, sem í fyrra sinni, og vér flýjum fyrir þeim líka:7þá skuluð þér spretta upp úr launsátrinu, og taka staðinn, því nú mun Drottinn yðar Guð gefa hann á yðar vald;8en þegar þér hafið unnið hann, skuluð þér kveikja eld í honum; gjörið eftir orði Drottins! því sjáið! eg hefi skipað yður þetta.9Þá sendi Jósúa þá af stað, og þeir fóru í launsátrið, og staðnæmdust millum Betel og Aí vestanvert við Aí, en Jósúa var um nóttina hjá fólkinu.10Morguninn eftir var hann snemma á fótum, kannaði liðið, gekk sjálfur með öldungum þjóðarinnar undan hernum móti Aí;11og allur herinn, sem hjá honum var, fór upp þangað, nálægðu sig og komu gagnvart borginni, þar slógu þeir herbúðum sínum fyrir norðan Aí, svo dalurinn var millum þeirra og Aí.12Jósúa tók hér um fimm þúsund manns og setti þá í launsátur millum Betel og Aí vestanvert við staðinn,13þeir skipuðu nú niður liðinu úr öllum herbúðunum sem vóru fyrir norðan staðinn, og öftustu fylkingunni vestanvert við staðinn; og á þeirri sömu nótt fór Jósúa yfir dalinn.14En sem konungurinn í Aí varð þess var, flýttu borgarmennirnir sér og risu upp árla, og fóru út til stríðs mót Ísraelsmönnum, bæði hann og allur hans her, á tilteknum tíma, út á sléttlendið; en hann vissi ekki af að launsátur var sett móti honum fyrir vestan borgina.15En Jósúa og allur Ísrael létust vera slegnir af þeim, og flúðu á leið til eyðimerkurinnar;16þá var allt fólkið í staðnum kallað til að reka flóttann, þeir eltu Jósúa og fjarlægðust þannig staðinn;17varð svo ekki einn maður eftir í Aí og Betel, sem ekki færi eftir Ísraelsmönnum, og skildu þeir staðinn opinn eftir og eltu Ísrael.18Þá sagði Drottinn til Jósúa: útréttu það spjót, sem þú hefir í hendi þér, gegn Aí, því eg vil gefa borgina á þitt vald; en Jósúa rétti út spjótið, er hann hélt á, gegn staðnum,19þá spratt launsátursliðið hratt á fætur og hljóp þegar hann hafði útrétt höndina, kom inn í borgina, tók hana og flýtti sér og brenndi hana með eldi.20Þegar Aíbúar litu við, sáu þeir reykinn, sem lagði af staðnum til himins, og gátu nú í enga átt flúið, því þeir sem áður flýðu fyrir þeim á leið til eyðimerkurinnar, sneru nú við og eltu þá,21því þegar Jósúa og allir hans menn sáu, að þeir sem í launsátrinu vóru, höfðu unnið staðinn, og að reykinn lagði upp af staðnum, þá sneru þeir við og slógu Aíbúa;22hinir komu þá og úr borginni á móti þeim, svo þeir urðu mitt á millum Ísraelsmanna, sem umkringdu þá á allar síður, hjuggu þá niður, þar til enginn var eftir, og létu öngvan undan komast.23En konunginum af Aí náðu þeir lifandi og færðu hann Jósúa.24Þegar Ísraelsmenn höfðu lagt að velli alla Aíbúa, á mörkinni og í eyðimörkinni, hvar þeir höfðu elt þá, og þeir allir voru fallnir gjörsamlega fyrir sverðseggjum, þá hurfu allir Ísraelsmenn aftur til Aí, og hjuggu niður alla þá sem þar voru.25En allir Aíbúar, sem á þeim degi féllu, karlar og konur, voru tólf þúsundir.26Ekki dró Jósúa að sér hönd sína aftur, með hvörri hann hélt á spjótinu, fyrr en allir Aíbúar voru við velli lagðir.27En búsmalann og annað herfang staðarins tóku Ísraelsmenn til sín eftir orði Drottins, sem hann hafði boðið Jósúa.28Jósúa brenndi borgina Aí og gjörði hana að ævinlegri grjóthrúgu, sem enn sér merki til.29En Aískonung lét hann hengja upp í eina eik, og lét hann hanga til kvölds, en eftir sólsetur lét hann taka líkamann ofan af trénu, og menn köstuðu honum út fyrir borgarhliðið, og urpu yfir hann haug mikinn af grjóti, sem þar sést enn í dag.
30Þá byggði Jósúa Drottni Guði Ísraels altari á fjallinu Ebal,31eins og Mósis Drottins þjón boðið hafði Ísraelsbörnum, sem skrifað finnst í lögbók Mósis, altari af heilum steinum, sem járn hafði ekki verið borið á, og fórnfærði Drottni þar brennifórnum og þakkarfórnum,32og skrifaði þar á steinana afskrift af því lögmáli, sem Móses hafði skrifað fyrir Gyðinga.33Allur Ísraelslýður, öldungarnir, höfðingjarnir og dómendurnir, stóðu beggja vegna við sáttmálsörkina gegnt prestunum, Levítunum, sem báru sáttmálsörk Drottins, bæði útlendir og innlendir, annar helmingurinn stóð á móts við Grisimsfjall, en hin helftin á móts við fjallið Ebal, eins og Móses Drottins þjón, áður hafði skipað að blessa Ísraelslýð.34Eftir það las hann upp öll lögmálsins orð, bæði blessun og bölvun, öldungis eins og skrifað stendur í lögbókinni:35ekkert af því sem Móses hafði boðið var úrfellt, allt lét Jósúa lesa það upp fyrir Ísraelssöfnuði, fyrir konum og börnum, og þeim útlendu, sem meðal þeirra vóru.
Jósúabók 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:02+00:00
Jósúabók 8. kafli
Unnin Aí. Altari byggt á Ebalsfjalli.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.