1Drottinn talaði til Jónasar annað sinn, og sagði:2far af stað, og gakk til Ninive, hinnar miklu borgar, og flyt henni þann boðskap, er eg mun birta þér.3Jónas fór af stað, og gekk til Ninive eftir skipun Drottins; en Ninive var furðulega mikil borg, þrjár dagleiðir (umhverfis).4Jónas gekk fyrst eina dagleið innan borgar, því næst kallaði hann og sagði: „að liðnum 40 dögum skal Ninive verða eyðilögð“.5Niniveborgar menn hlýddu Guði, kunngjörðu föstuhald, og klæddu sig í sorgarbúning, bæði ungir og gamlir.6Og sem þetta barst til konungsins í Ninive, stóð hann upp úr hásæti sínu, lagði af sér skikkju sína, klæddi sig í hárklæði, og settist í ösku.7Var þá með atkvæðum konungs og hans vildarmanna gjörð heyrumkunnug í Ninive svolátandi skipun: „öngvir menn eða fénaður, hvörki naut, né sauðir, skulu nokkuð smakka, ekki á gras ganga eða vatn drekka;8bæði menn og skepnur skulu íklæðast sorgarbúningi, og kalla ákaflega til Guðs; hvör maður skal láta af sinni vondri breytni, og af þeim rangindum, sem hann hefir um hönd haft;9hvör veit, nema Guð kunni að sjá sig um hönd, kenna í brjósti um oss, og láta af sinni brennandi reiði, svo vér ekki fyrirförumst“.10En er Guð sá breytni þeirra, að þeir létu af sínu vonda athæfi, þá lét Guð hjá líða þá hegningu, er hann hafði hótað þeim, og lét hana ekki fram koma.
Jónas 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:45+00:00
Jónas 3. kafli
Jónas prédikar fyrir Niniveborgarmönnum; þeir betra sig og fá uppgjöf synda sinna.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.