1Eftir þetta fór Jesús yfir um stöðuvatnið Tíberíadis í Galíleu,2og margt fólk fylgdi honum, því menn sáu þau teikn, er hann gjörði á þeim sjúku.3En Jesús gekk upp á fjallið og settist þar niður með sínum lærisveinum.4En þá voru páskar í nánd, hátíð Gyðinga.5Þegar Jesús litaðist nú um og sá að fjöldi fólks kom til hans, sagði hann við Filippus: hvaðan kaupum vér brauð svo að þessum nægi?6—En hann sagði þetta til að reyna hann, því sjálfur vissi hann hvað hann ætlaði sér að gjöra.—7Filippus svaraði honum: brauð fyrir tvö hundruð peninga b) duga þeim ekki, svo að hvör einn fái lítið eitt.8Þá sagði Andrés, einn af hans lærisveinum, bróðir Péturs Símónar:9hér er eitt ungmenni, sem hefir fimm byggbrauð og tvo smáfiska, en hvað er það handa svo mörgum?10En Jesús sagði: látið fólkið setjast niður. Í þeim stað var gras mikið. Þá settust niður karlmenn að tölu nær fimm þúsundir.11En Jesús tók brauðin, og þegar hann hafði blessað, fékk hann lærisveinunum, en lærisveinarnir þeim, sem höfðu sest niður, sömuleiðis af fiskunum svo mikið, sem þeir vildu.12En sem þeir voru mettir, segir hann við sína lærisveina: takið saman leifarnar, sem afgangs eru svo ekkert spillist.13Þeir söfnuðu þeim saman og fylltu tólf karfir með leifar af þeim fimm byggbrauðum, sem gengu af hjá þeim, er neytt höfðu.14Þeir menn, sem sáu það teikn, er Jesús gjörði, sögðu þá: þessi er sannarlega sá spámaður, sem á að koma í heiminn.15Jesús, sem vissi að þeir mundu koma og taka hann, til þess þeir gjörðu hann að konungi, veik aftur afsíðis einsamall upp á fjallið.
16En er kvöld var komið, fóru lærisveinar hans niður að vatninu og gengu á skipið17og fóru yfir vatnið til Kapernaum; þá var þegar orðið dimmt og Jesús var ekki kominn til þeirra.18En ylgja var á vatninu, því veður blés mikið.19Þegar þeir höfðu nú róið hér um bil 25 eður 30 skeiðrúm a) sjá þeir Jesúm gangandi á vatninu og kominn nálægt skipinu og urðu hræddir.20Hann yrti á þá og sagði: eg em það, óttist ekki!21Þeir vildu þá taka hann innbyrðis og strax rann skipið að landi þar, sem þeir réru að.
22Daginn eftir, þar eð fólksfjöldinn, sem hafði staðið hinumegin við vatnið, vissi að ekkert skip hafði þar verið nema það eina, sem hans lærisveinar höfðu gengið á og að Jesús hafði ekki farið á skipið með sínum lærisveinum, heldur að lærisveinar hans höfðu farið einir—23en þar komu önnur skip frá Tíberías nálægt þeim stað, hvar þeir átu brauðin, eftir að Drottinn hafði gjört þakkir—24Og þar eð fólkið nú sá, að hverki var Jesús þar né hans lærisveinar, gekk það einnig á skipin og kom til Kapernaum til að leita að Jesú.25Og sem þeir fundu hann hinumeginn við vatnið, sögðu þeir til hans: Meistari! nær komstu hingað?26Jesús svaraði þeim og sagði: sannlega, sannlega segi eg yður: þér leitið mín ekki af því þér sáuð teiknin, heldur af því, þér átuð af brauðunum og urðuð mettir.27Aflið ekki yður þeirrar fæðu, sem eyðist, heldur þeirrar fæðu, sem varir til eilífs lífs, hverja Mannsins Sonur mun gefa yður, því þennan hefir Guð, Faðirinn innsiglað b).28Þeir sögðu þá til hans: hvað eigum vér að gjöra, svo vér vinnum verk Guðs?29Jesús svaraði og sagði til þeirra: það er Guðs verk, að þér trúið á þann, sem hann sendi.30Þá sögðu þeir til hans: hver teikn gjörir þú, að vér sjáum og trúum þér? hvað vinnur þú?31Vorir feður átu manna í eyðimörku eins og skrifað er: hann gaf þeim brauð af himni að eta.32Þá sagði Jesús til þeirra: sannlega, sannlega segi eg yður: ekki gaf Móses yður brauð af himni, en minn Faðir gefur yður brauð af himni, sem er hið rétta;33því þetta Guðs brauð er sá, sem sté niður af himni og gefur heiminum líf.34Þá sögðu þeir til hans: Herra! gef oss ætíð þetta brauð.35En Jesús sagði til þeirra: eg em lífsins brauðið; sá, sem kemur til mín mun ekki verða hungraður og þann mun aldrei þyrsta, sem á mig trúir.36En eg hefi sagt yður: þér hafið séð mig og trúið þó ekki.37Allir, sem Faðir minn gefur mér, koma til mín og þann, sem til mín kemur mun eg ekki útreka.38Því að eg hefi niðurstigið af himni, ekki til að gjöra minn vilja, heldur vilja þess sem mig sendi.39En það er vilji þess, sem mig sendi, að eg glati engum af þeim, sem hann gaf mér, heldur uppveki hann á efsta degi.40Því þetta er vilji þess, sem mig sendi: að hver, sem sér Soninn og trúir á hann, hafi eilíft líf og eg mun uppvekja hann á efsta degi.41Þá mögluðu Gyðingar móti honum, af því hann sagði: eg em það brauð, sem kom niður af himni42og sögðu: er ekki þessi Jesús sonur Jóseps, hvers föður og móður vér þekkjum? hvernig segir hann þá, að hann hafi stígið niður af himni?43Jesús svaraði þeim og sagði: nöldrið ekki innbyrðis.44Enginn getur komið til mín, nema Faðirinn sem sendi mig, dragi hann, og eg mun uppvekja þann á efsta degi.45Það er skrifað í spámanna bókunum: „þeir munu allir verða af Guði uppfræddir“; hvör sá, sem heyrir Föðurinn og lærir af honum, sá kemur til mín.
46Ekki er það svo að skilja, sem nokkur hafi séð Föðurinn nema sá sem er frá Guði, hann hefir séð Föðurinn.47Sannlega, sannlega segi eg yður: hvör, sem á mig trúir hefir eilíft líf.48Eg em lífsins brauð.49Feður yðar átu manna í eyðimörkinni og dóu.50Þetta er brauðið, það af himni niðurstigna, svo að maður neyti af því og ekki deyi.51Eg em það lifanda brauð, sem kom niður af himni; ef nokkur etur af þessu brauði, mun hann lifa til eilífðar, og það brauð, sem eg mun gefa, er mitt hold, sem eg mun gefa heiminum til lífs.52Þá þráttuðu Gyðingar innbyrðis og sögðu: hvörnig getur þessi gefið oss sitt hold að eta?53Því sagði Jesús til þeirra: sannlega, sannlega segi eg yður: ef að þér etið ekki hold Mannsins Sonar og drekkið ekki hans blóð, hafið þér ekki lífið í yður.54Hvör, sem etur mitt hold og drekkur mitt blóð, sá hefir eilíft líf og eg mun uppvekja hann á efsta degi;55því hold mitt er sannarlega fæða og blóð mitt er sannarlega drykkur.56Sá, sem etur mitt hold og drekkur mitt blóð, sá er í mér og eg í honum;57eins og sá lifandi Faðir sendi mig og eg á Föðurnum lífið að þakka, svo mun sá eiga mér lífið að þakka, sem mig etur a).58Þetta er það brauð, sem komið er af himni, ekki sem manna, er feður yðar átu og dóu samt.59Þetta talaði Jesús í samkundunni, þá hann kenndi í Kapernaum.60Margir af hans lærisveinum, sem heyrðu á, sögðu þá: þung er þessi ræða, hvör getur hlýtt á hana?61En er Jesús vissi með sjálfum sér, að hans lærisveinar mögluðu um þetta, sagði hann: hneykslar yður þetta?62En ef þér sæjuð þá Mannsins Son uppstíga þangað, sem hann var áður?63Andinn er það, sem lífgar, holdið gagnar til einkis; þau orð, sem eg tala til yðar, eru andi og líf.64En þeir eru nokkrir meðal yðar, sem ekki trúa; því Jesús vissi frá upphafi hvörjir þeir voru, sem ekki trúðu og hvör sá var, sem mundi svíkja hann.65Og hann sagði: vegna þess sagði eg yður: enginn getur komið til mín, nema honum sé það gefið af mínum Föður.66Upp frá þessu fóru margir af lærisveinum hans frá honum og voru ekki framar með honum.67Jesús sagði því við þá tólf: viljið þér einnig fara burt?68Símon Pétur svaraði honum: Herra! til hvörs skulum vér fara?69þú hefir orð eilífs lífs og vér höfum trúað og kannast við að þú ert sá heilagi Guðs.70Jesús sagði til þeirra: hefi eg ekki útvalið yður tólf? og einn af yður er djöfull.71En hann meinti Júdas Símonsson frá Karíot, því hann varð síðan til að svíkja hann og var einn af þeim tólf.
Jóhannesarguðspjall 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:30+00:00
Jóhannesarguðspjall 6. kafli
Jesús mettar fimm þúsundir manna; gengur á vatninu; talar um þá fæðu, sem dugir til eilífs lífs.
V. 3–21. Sjá Matt. 14,13–33. Mark. 6,32. skg. Lúk, 9.10. fl. V. 7. b. Það er nálægt hundrað ríxort heil. V. 19. a. Eitt skeiðrúm (stadium) er 625 fet. V. 27. b. Auðkennt sem sinn erindisreka og elskulegan Son. V. 31. 2 Mós. 16,14.15. 4 Mós. 11,7. Sálm. 78,24. V. 35. Esa. 55,1. V. 45. Esa. 54,13. Jer. 13,33. Míkk. 4,2. V. 57. Kap. 15,4. a. Þegar saman eru borin vers 40, 51, 56 og 63 hér á eftir, er auðséð að þessir talshættir: sjá Soninn og trúa honum, að eta hold og drekka blóð Mannsins Sonar, og að vera í honum og hafa hann í sér, hafa allir sömu þýðingu. Allt þetta á að gjöra sömu verkun: gefa mönnunum eilíf líf. V. 69. Matt. 16,16.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.