1Þetta talaði Jesús, hóf sín augu til himins og sagði: Faðir! tíminn er kominn; gjör Son þinn dýrðlegan, svo að Sonurinn einnig gjöri þig dýrðlegan,2eins og þú hefir gefið honum vald yfir öllu holdi, svo hann gefi eilíft líf öllum þeim, sem þú gafst honum.3En það er eilíft líf, að þeir þekki þig einan sannan Guð og þann, sem þú sendir, Jesúm Krist.4Eg hefi gjört þig dýrðlegan á jörðunni, eg hefi lokið því verki, sem þú fékkst mér að vinna;5gjör mig nú vegsamlegan, Faðir! hjá sjálfum þér með þeirri dýrð, sem eg hafði hjá þér áður en heimurinn var.6Eg hefi auglýst þitt nafn, þeim mönnum, sem þú gafst mér af heiminum; þeir voru þínir og þú gafst mér þá og þeir hafa varðveitt þitt orð.7Nú vita þeir að allt það, sem þú hefir mér gefið, er frá þér,8því að orð þau, er þú gafst mér, hefi eg gefið þeim; þeir hafa tekið við þeim og þeir vita með sanni, að eg em kominn frá þér og trúa að þú hafir sent mig.9Eg bið fyrir þeim; ekki bið eg fyrir heiminum, heldur fyrir þeim, sem þú gafst mér, af því að þeir eru þínir;10og allt mitt er þitt, og það, sem þitt er, það er mitt, og eg em fyrir það dýrðlegur orðinn.11Eg verð ekki lengur í heiminum, þessir verða í heiminum, en eg fer til þín. Heilagi Faðir! varðveit þá í þínu nafni, er þú gafst mér, svo þeir séu eitt sem við.12Meðan eg var hjá þeim í heiminum, varðveitti eg þá í þínu nafni. Eg varðveitti þá, sem þú gafst mér og enginn þeirra týndist, nema sá glötunarsonur, svo að Ritningin rættist.13En nú fer eg til þín og þetta tala eg í heiminum, svo þeir hafi í sjálfum sér minn fögnuð fullkomlega.14Eg hefi gefið þeim þitt orð og heimurinn hatar þá, því þeir eru ekki af heiminum, eins og eg er ekki af heiminum.15Ekki bið eg að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú geymir þeirra við illu.16Þeir eru ekki af heiminum eins og eg em ekki af heiminum.17Helga þú þá með þínum sannleika, þitt orð er sannleikur.18Eins og þú sendir mig til heimsins, svo sendi eg þá til heimsins,19og fyrir þá helga eg sjálfan mig, svo að þeir séu sannleikanum helgaðir.20En eg bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem trúa munu á mig fyrir þeirra orð;21svo að allir séu eitt, eins og þú, Faðir! ert í mér og eg í þér, að þeir og séu eitt í oss, svo að heimurinn trúi að þú hafir sent mig.22Og þann heiður, sem þú gafst mér, hefi eg gefið þeim, svo þeir séu eitt, eins og við erum eitt,23eg í þeim og þú í mér, svo þeir séu fullkomlega sameinaðir og heimurinn viti að þú sendir mig og elskir þá, eins og þú elskar mig.24Faðir! eg vil að þeir, sem þú gafst mér, þeir séu hjá mér þar, sem eg er, svo þeir sjái mína dýrð, sem þú gafst mér; því þú elskaðir mig fyrr en veröldin var grundvölluð.25Réttláti Faðir! þó að heimurinn þekki þig ekki, þá þekki eg þig og þessir vita að þú sendir mig.26Eg hefi auglýst þeim þitt nafn og mun auglýsa það, svo að sú elska, með hvörri þú elskaðir mig, sé í þeim og eg í þeim.
Jóhannesarguðspjall 17. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:30+00:00
Jóhannesarguðspjall 17. kafli
Jesú bæn til Guðs.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.