1Þetta sagði eg yður, svo að þér hneyksluðust ekki:2þeir munu gjöra yður samkunduræka; já, sá tími mun koma, að hvör, sem líflætur yður,3mun þykjast gjöra Guði þægt verk og þetta munu þeir gjöra, af því þeir þekkja hvörki Föðurinn né mig.4En þetta sagði eg yður, svo að þér minnist þess, þegar að því kemur, að eg sagði yður það; en eg sagði yður það ekki í upphafi, því eg var með yður.5En nú fer eg til hans, sem mig sendi og enginn af yður spyr mig: hvört fer þú?6heldur hefir hryggð uppfyllt yðar hjarta, af því eg talaði þetta.7En eg segi yður sannleikann: það er yður til góðs, að eg fari héðan; því fari eg ekki, mun Fræðarinn ekki koma til yðar, en þegar eg er farinn mun eg senda hann til yðar.8Og þegar hann kemur, mun hann sannfæra heiminn um synd og um réttlæti og um dóm.9Um synd, af því þeir trúa ekki á mig;10en um réttlæti, af því eg fer til Föðursins og þér sjáið mig ekki lengur;11en um dóm, af því höfðingi þessa heims er dæmdur.12Eg hefi enn margt að segja yður, en þér eruð ekki meðtækilegir fyrir það að sinni;13en þegar hann, sá sannleiks Andi kemur, mun hann leiða yður í allan sannleika, því hann mun ekki tala af sjálfum sér, heldur mun hann tala það, sem hann heyrir og kunngjöra yður það ókomna.14Hann mun vegsama mig, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður.15Allt það, sem Faðirinn hefir, það er mitt, því sagða eg, að hann mundi af mínu taka og kunngjöra yður.16Stutta stund munuð þér ekki sjá mig og stutta stund munuð þér sjá mig aftur, því eg fer til Föðursins.17Þá sögðu nokkrir af hans lærisveinum hver við annan: hvað er þetta, sem hann segir: stutta stund munuð þér ekki sjá mig og svo munuð þér sjá mig stutta sund aftur; og þetta: eg fer til Föðursins?18Þeir sögðu því: hvað er þetta, sem hann segir: stutta stund? vér skiljum ekki það, sem hann talar.19Jesús varð þess þá var að þeir vildu spyrja hann og sagði til þeirra: þér spyrjist á um það, að eg sagði: stutta stund munuð þér ekki sjá mig og aftur munuð þér sjá mig stutta stund.20Sannlega, sannlega segi eg yður: þér munuð sýta og gráta, en heimurinn mun fagna; þér munuð verða hryggvir, en yðar hryggð mun snúast í fögnuð.21Konan, þegar hún fæðir, þá hefir hún hryggð, því hennar tími er kominn; en þegar hún hefir barnið fætt, minnist hún ekki framar harmkvælisins fyrir fagnaðarsakir, því að maður er í heiminn borinn;22eins hafið þér nú að sönnu hryggð, en eg mun sjá yður aftur og yðvart hjarta mun fagna og yðvarn fögnuð skal enginn af yður taka.23Og á þeim degi munuð þér mig einkis spyrja. Sannlega, sannlega segi eg yður: hvörs þér biðjið Föðurinn í mínu nafni, það mun hann veita yður.24Hingað til hafið þér einkis beðið í mínu nafni; biðjið og þér munuð öðlast, svo að yður fögnuður sé fullkominn.25Þetta hefi eg talað til yðar í orðskviðum; sá tími kemur, að eg tala ekki lengur við yður í orðskviðum, heldur mun eg berlega segja yður af Föðurnum;26á þeim tíma munuð þér biðja í mínu nafni og ekki segi eg yður, að eg muni biðja Föðurinn fyrir yður,27því sjálfur Faðirinn elskar yður, af því þér hafið elskað mig og hafið trúað, að eg sé kominn frá Guði.28Eg em útgenginn frá Föðurnum og kominn í heiminn; eg mun aftur yfirgefa heiminn og fara til Föðursins.29Hans lærisveinar segja við hann: sjá! nú talar þú berlega og mælir engan orðskvið.30Nú vitum vér að þú veist allt og þarft þess ekki að nokkur spyrji þig; þess vegna trúum vér að þú sért frá Guði kominn.31Jesús svaraði þeim: trúið þér nú?32sjá! sá tími kemur og er nú þegar kominn, að þér tvístrist, hver heim til sín og látið mig einann, en eg samt ekki einn, því Faðirinn er með mér.33Þetta hefi eg talað til yðar, svo að þér hefðuð frið í mér. Í heiminum munuð þér hafa þrenging, en, verið öruggir! eg hefi sigrað heiminn.
Jóhannesarguðspjall 16. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:30+00:00
Jóhannesarguðspjall 16. kafli
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.