1Látið ekki yðar hjarta skelfast; trúið á Guð og trúið á mig.2Í míns Föðurs húsi eru mörg hýbýli: væri ekki svo, hefði eg sagt yður:3eg fer burt að tilreiða yður stað, og þegar eg er burtfarinn og hefi tilbúið yður bústað, þá mun eg koma aftur og taka yður til mín, svo að þér séuð þar, sem eg er.4Þér vitið hvört eg fer og þekkið veginn.5Tómás segir til hans: Herra! ekki vitum vér hvört þú fer, og hvörnig getum vér þá þekkt veginn?6Jesús ansaði honum: eg em vegurinn og sannleikurinn og lífið, enginn kemur til Föðursins, nema fyrir mig.7Ef þér hefðuð þekkt mig, þá hefðuð þér og þekkt Föðurinn og héðan í frá þekkið þér hann og hafið séð hann.8Filippus sagði til hans: Herra! sýndú oss Föðurinn og þá nægir oss.9Jesús svaraði honum: svo lengi hefi eg verið hjá yður og þú, Filippus! ert ekki enn búinn að þekkja mig? sá, sem hefir séð mig, hefir séð Föðurinn og hvörnig segir þú: sýndu oss Föðurinn?10Trúir þú ekki, að eg em í Föðurnum og Faðirinn í mér? þau orð, sem eg tala til yðar, þau tala eg ekki af sjálfum mér; en Faðirinn, sem í mér er, hann gjörir verkin.11Trúið mér, að eg er í Föðurnum og Faðirinn í mér; en ef ekki, þá trúið mér vegna verkanna.12Sannlega, sannlega segi eg yður: sá, sem trúir á mig og svo hann mun gjöra þau verk, sem eg gjöri, og hann mun gjöra meiri verk enn þessi;13því eg fer til míns Föðurs; og hvörs, sem þér biðjið í mínu nafni, það mun eg veita, svo að Faðirinn vegsamist fyrir Soninn.14Ef að þér biðjið einhvörs í mínu nafni, mun eg veita það.15Ef að þér elskið mig, þá haldið þér mín boðorð.16Og eg skal biðja Föðurinn og hann mun gefa yður annan Meistara, svo að hann sé hjá yður eilíflega,17sannleiksins anda, sem heimurinn getur ekki meðtekið, því hann sér hann ekki og þekkir hann ekki, en þér þekkið hann, því hann staðnæmist hjá yður og mun vera í yður.18Eg skil yður ekki eftir munaðarlausa;19eg mun koma til yðar; innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar, en þér munuð sjá mig, því eg lifi og þér munuð lifa.20Á þeim degi munuð þér þekkja, að eg er í mínum Föður og þér í mér og eg í yður.21Sá, sem hefir mín boðorð og heldur þau, hann elskar mig. En Faðir minn mun elska þann, sem elskar mig og eg mun elska hann og sýna mig honum.22Júdas sagði þá við hann (en það var ekki Júdas frá Karíot): Herra! hvað kemur til þess, að þú ætlar að sýna þig okkur, en ekki heiminum a)?23Jesús svaraði honum og sagði: sá, sem elskar mig, hann mun varðveita mitt orð og Faðir minn mun elska hann, og til hans munum við koma, og taka oss bólfestu hjá honum.24Sá, sem ekki elskar mig, hann varðveitir ekki mín orð og það orð sem þér heyrið, er ekki mitt, heldur Föðursins, þess, sem mig sendi.25Þetta hefi eg talað við yður meðan eg var hjá yður;26en Lærimeistarinn, sá heilagi Andi, sem Faðirinn mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður allt og minna yður á allt sem eg hefi talað við yður.27Frið sendi eg yður, minn frið gef eg yður, ekki eins og heimurinn gefur, gef eg yður. Látið yðar hjarta hvörki skelfast né hræðast;28þér heyrðuð að eg sagði yður: eg fer burt og kem til yðar aftur; ef þér elskuðuð mig, þá gleddust þér af því, að eg fer til Föðursins, því Faðirinn er mér meiri.29Og nú hefi eg sagt yður það, áður en það skeður, svo að þér trúið því, þegar það skeður.30Hér eftir mun eg ekki tala margt við yður, því að höfðingi þessa heims mun koma og í mér hefir hann ekkert.31En svo að heimurinn viti að eg elska Föðurinn og að eg gjöri eins og Faðirinn hefir mér boðið, þá standið upp, látum oss fara héðan.
Jóhannesarguðspjall 14. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:30+00:00
Jóhannesarguðspjall 14. kafli
Jesús talar um sína burtför, bænina, heilagan Anda.
V. 22. a. Þ. e. þeim, sem ekki vildu aðhyllast hans lærdóm. V. 30. Við erum sundurlyndir; hann hatar múg.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.