1Hér eftir mun eg úthella mínum anda yfir allsháttar menn: synir yðar og dætur skulu spá, yðar öldunga skal drauma dreyma, og yðar ungu menn sjá sjónir;2og jafnvel yfir þræla og ambáttir skal eg á þeim tímum úthella mínum anda.3Eg skal láta tákn verða á himni og á jörðu, blóð, eld og reykjarstróka:4sólin skal snúast í myrkur, og tunglið í blóð, áður en kemur hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins.5Þá skal sérhvör, sem ákallar nafn Drottins, frelstur verða: því á Síonsfjalli og í Jerúsalemsborg skal hæli finnast, eins og Drottinn hefir heitið, sem og hjá þeim er að ráðstöfun Drottins hafa komist.
6Því, sjá, á þeim dögum, í það mund er eg leiði heim aftur hina herleiddu Júdaríkismenn og innbyggjendur Jerúsalemsborgar,7þá vil eg samansafna öllum heiðingjum, og færa þá ofan í Jósafatsdal (dómsdal Guðs), og ganga þar í lagadóm við þá, sökum þess að þeir dreifðu mínu fólki og mínum útvalda lýð, Ísraelslýði, meðal heiðingjanna, skiptu milli sín landi mínu,8köstuðu hlut um mitt fólk, gáfu unga sveina skækjum til launa, og seldu meyjar fyrir vín til að drekka.9Og nú, þú Týrusborg og Sídonsborg og Filistaland, hvað hafið þér við mig að kæra? Hvört viljið þér hefna yðar á mér? Ef þér viljið yðar á mér, þá skal eg fljótt og skjótlega snúa yðvarri hefnd á hendur sjálfum yður,10þar eð þér tókuð mitt silfur og gull, og fluttuð mínar bestu gersemar í goðahof yðar,11selduð Júdaríkismenn og Jerúsalemsmenn Grikkjum, til þess þeir flytti þá langt í burt frá landamerkjum þeirra.12Sjáið, eg vil flytja þá aftur frá þeim stað, sem þér selduð þá, og snúa hefndinni á hendur sjálfum yður:13eg skal selja sonu yðar og dætur í hendur Júdaríkismönnum, og þeir skulu selja þau Sabamönnum í fjarlægu landi; því Drottinn hefir svo boðið.14Kunngjörið þetta heiðingjunum, búið yður til stríðs, kveðjið upp kappana; komi fram allir herfærir menn, og fari í leiðangur.15Gjörið sverð af yðar plógjárnum, og spjót af yðar sigðum; hinn vanfæri segi: eg er hetja!16Heimtið yður saman í flokka! Komið, allir heiðingjar, sem umhverfis eruð, og safnist saman!—Drottinn, lát þínar hetjur stíga ofan þangað!17Heiðingjarnir skulu hefja ferð sína og halda upp í Jósafatsdal; því þar vil eg sitja og láta dóm ganga yfir alla heiðingja, sem umhverfis eru.18Bregðið sigðinni! því vínberin eru fullvaxin; komið, gangið ofan! Troðslukerið er fullt, og lagarkerin á barma; því þeirra vonska er stór.19Flokkarnir þyrpast saman í Dómsdalnum; því dagur Drottins er nálægur í Dómsdalnum:20sól og tungl skulu myrk verða, og stjörnurnar afturhalda ljósi sínu:21Drottinn skal kalla með ljónsröddu af Síonsfjalli, og hefja upp sína (þrumu)raust frá Jerúsalemsborg, svo himinn og jörð skal leika á reiðiskjálfi; en Drottinn er athvarf síns fólks og vígi Ísraelsmanna.22Og þér skuluð viðurkenna, að eg Drottinn, yðar Guð, bý á Síon, mínu ena helga fjalli; og Jerúsalemsborg skal heilög vera, og öngvir útlendir menn skulu framar um hana ganga.
23Á þeim degi skulu fjöllin drjúpa af vínberjalegi, og hálsarnir fljóta í mjólk; allir lækir í Júdalandi skulu renna vatnsfullir, og vatnslind skal framspretta undan húsi Drottins, og vökva Sittimsdal.24Egyptaland skal verða að öræfum, og Edómsland að óbyggðri eyðimörku, sökum ofríkis þeirra við Júdaríkismenn, er þeir drápu saklausa í landi þeirra;25en Júdaríki skal standa að eilífu, og Jerúsalemsborg um aldur og ævi.26Þá skal eg láta hefnt verða þess blóðs, sem eg hafða ekki áður hefnt; því Drottinn býr á Síonsfjalli.
Jóel 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:38+00:00
Jóel 3. kafli
Jóel talar um refsidóm Drottins yfir heiðingjum, um frelsun Gyðinga undan valdi óvina þeirra.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.