1Er maðurinn ekki í stríði á jörðinni? og eru ei hans dagar eins og daglaunamannsins dagar?2Eins og þrællinn langar í skugga og eins og daglaunamaðurinn væntir launa fyrir sitt verk,3svoleiðis hefi eg fengið í mína hlutdeild þrengingarmánuði, og mæðunnar nætur eru mér taldar.4Leggi eg mig fyrir, þá segi eg: nær mun eg fara á fætur? nær mun nóttin úti? og eg mettast af órólegum byltingum (í rúminu) þangað til aftur eldir.5Mitt hold er þakið ormum og moldarskán, varla er mín húð gróin, fyrr en hún aftur fyllist kýlum.6Mínir dagar eru fljótar burtflognir en vefjarskyttan; og þeir eru hvorfnir án vonar.7Hugleið þú að mitt líf er andardráttur, mitt auga mun ei oftar sjá góða daga.8Það auga sem sér mig nú, mun ei sjá mig framar, þín augu munu snúa sér að mér, en eg mun ei finnast.9Skýið fer áfram og hverfur; svo mun ei heldur sá koma aftur, sem niðurstígur í gröfina.10Hann mun ei aftur hverfa í sitt hús, og hans staður fær hann ekki aftur að sjá.11Því vil eg ekki heldur leggja taum við mína tungu, eg vil tala í angist míns anda, eg vil kveina í biturleik minnar sálar.12Er eg haf, eða hafsóvættur, að þú setur vakt yfir mig?13Þegar eg segi: mitt rúm skal hugga mig, mín hvíla skal sefa mitt vein,14þá hræðir þú mig í draumi og með sýn skelfir þú mig,15svo að mín sál vill heldur kæfast, já heldur deyja en að mín bein pínist þannig.16Eg dregst upp, eilíflega mun eg ekki lifa, slepptu mér! því mínir dagar eru andartak.17Hvað er maðurinn, að þú skyldir meta hann mikils, gefa honum gaum?18Að þú skyldir heimsækja hann á hvörjum morgni? prófa hann á hvörju augnabliki?19Hvörsu lengi viltu, aldrei hafa af mér augun. Viltu ekki leifa mér að hafa ró meðan eg niðursvelgi munnvatninu?20Þó eg hafi syndgað, hvað ætla eg hafi gjört þér, þú mannanna vaktari! því hefir þú gjört mig að ásteytingu fyrir þig, svo að eg verði mér sjálfum að byrði.21Og hvörs vegna viltu ei fyrirgefa mér mínar yfirtroðslur og burttaka mína syndasekt? því eg mun nú bráðum liggja í moldinni, og þegar þú leitar að mér um morguninn, mun eg ekki finnast.
Jobsbók 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:17+00:00
Jobsbók 7. kafli
Job talar enn fremur.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.